Þrjátíu og tvær stundir eða fjögurra daga vinnuvika Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. nóvember 2022 09:30 Í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir fer VR fram með kröfu um 4-daga vinnuviku. Það þýðir einfaldlega að við viljum stytta vinnuvikuna í 32 stundir, án skerðingar á launum. Þessi krafa er orðin æ háværari, ekki bara hér á landi heldur víða erlendis. Hugmyndin um 32 stunda vinnuviku felur að okkar mati í sér sveigjanleika og mismunandi útfærslur. Hún felur í sér loforð um breytt viðhorf og breytingar á vinnufyrirkomulagi. Styttri vinnuvika getur til dæmis verið fimm styttri vinnudagar, nú eða fjórir venjulegir vinnudagar í fjögurra daga vinnuviku, svo fremi að heildarvinnutíminn sé 32 stundir á viku. Árið 1955, árið sem VR varð félag launafólks eingöngu, var samið um 48 klst. vinnuviku í verslun og 39 til 41 klst. á skrifstofu - vinnuvikan á skrifstofum var styttri að sumarlagi og laugardagar töldust með dagvinnutíma. Vinnuvikan styttist smám saman á næstu árum og árið 1971 voru samþykkt lög um 40 stunda vinnuviku. Vinnuvika skrifstofufólks innan VR var þá orðin styttri en þessu nemur, og hélst áfram styttri. Frá aldamótum hefur VR tvívegis samið um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum, um hálftíma árið 2000 og um þrjú korter í Lífskjarasamningnum árið 2019. Krafa VR um að stytta vinnuvikuna í 32 vinnustundir er ekki svo stórt stökk frá því sem félagsfólk býr við í dag. Virkur vinnutími afgreiðslufólks innan VR er 35 klst. og 50 mínútur á viku og 35 og hálf stund hjá skrifstofufólki. Stytting vinnuvikunnar sem samið var um í síðustu kjarasamningum hefur tekist vel til hjá VR og er mikil ánægja með hana. Frekari stytting fékk mikinn stuðning í aðdraganda þeirra viðræðna sem nú eru hafnar. Stytting vinnuvikunnar er eðlileg krafa í framsæknu samfélagi og að starfsfólk eigi raunverulegt val um það hvernig það hagar vinnutíma sínum. Kannanir hafa sýnt að launafólk vill meiri sveigjanleika og starf sem kemur til móts við óskir þess um meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs, um meiri frítíma. Covid kenndi okkur líka að við getum unnið öðruvísi. Það er alveg ljóst að það þarf að breyta vinnufyrirkomulagi til að stytta vinnuvikuna. Það þarf að breyta skipulagningunni, mætingum og viðveru, jafnvel opnunartíma. Það þarf að breyta vaktafyrirkomulagi hjá þeim sem vinna vaktavinnu. Átta tíma vakt er ekki meitluð í stein, ekki frekar en 40 stunda vinnuvika. Þessu er öllu hægt að breyta. VR stendur fyrir fundi um styttingu vinnuvikunnar þann 15. nóvember. Við stefnum á 32 stundir. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir fer VR fram með kröfu um 4-daga vinnuviku. Það þýðir einfaldlega að við viljum stytta vinnuvikuna í 32 stundir, án skerðingar á launum. Þessi krafa er orðin æ háværari, ekki bara hér á landi heldur víða erlendis. Hugmyndin um 32 stunda vinnuviku felur að okkar mati í sér sveigjanleika og mismunandi útfærslur. Hún felur í sér loforð um breytt viðhorf og breytingar á vinnufyrirkomulagi. Styttri vinnuvika getur til dæmis verið fimm styttri vinnudagar, nú eða fjórir venjulegir vinnudagar í fjögurra daga vinnuviku, svo fremi að heildarvinnutíminn sé 32 stundir á viku. Árið 1955, árið sem VR varð félag launafólks eingöngu, var samið um 48 klst. vinnuviku í verslun og 39 til 41 klst. á skrifstofu - vinnuvikan á skrifstofum var styttri að sumarlagi og laugardagar töldust með dagvinnutíma. Vinnuvikan styttist smám saman á næstu árum og árið 1971 voru samþykkt lög um 40 stunda vinnuviku. Vinnuvika skrifstofufólks innan VR var þá orðin styttri en þessu nemur, og hélst áfram styttri. Frá aldamótum hefur VR tvívegis samið um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum, um hálftíma árið 2000 og um þrjú korter í Lífskjarasamningnum árið 2019. Krafa VR um að stytta vinnuvikuna í 32 vinnustundir er ekki svo stórt stökk frá því sem félagsfólk býr við í dag. Virkur vinnutími afgreiðslufólks innan VR er 35 klst. og 50 mínútur á viku og 35 og hálf stund hjá skrifstofufólki. Stytting vinnuvikunnar sem samið var um í síðustu kjarasamningum hefur tekist vel til hjá VR og er mikil ánægja með hana. Frekari stytting fékk mikinn stuðning í aðdraganda þeirra viðræðna sem nú eru hafnar. Stytting vinnuvikunnar er eðlileg krafa í framsæknu samfélagi og að starfsfólk eigi raunverulegt val um það hvernig það hagar vinnutíma sínum. Kannanir hafa sýnt að launafólk vill meiri sveigjanleika og starf sem kemur til móts við óskir þess um meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs, um meiri frítíma. Covid kenndi okkur líka að við getum unnið öðruvísi. Það er alveg ljóst að það þarf að breyta vinnufyrirkomulagi til að stytta vinnuvikuna. Það þarf að breyta skipulagningunni, mætingum og viðveru, jafnvel opnunartíma. Það þarf að breyta vaktafyrirkomulagi hjá þeim sem vinna vaktavinnu. Átta tíma vakt er ekki meitluð í stein, ekki frekar en 40 stunda vinnuvika. Þessu er öllu hægt að breyta. VR stendur fyrir fundi um styttingu vinnuvikunnar þann 15. nóvember. Við stefnum á 32 stundir. Höfundur er formaður VR.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun