Byggjum lífsgæðaborg Birkir Ingibjartsson skrifar 9. nóvember 2022 14:31 Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna. Fundurinn hefur með tíð og tíma fest sig í sessi og er nú orðinn mikilvægur vettvangur til umræðu um þróun borgarinnar síðustu ár og hvert skuli stefnt til framtíðar. Í því samhengi var yfirheiti fundarins í ár - Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? - viðeigandi og þau erindi sem þar voru flutt um margt áhugaverð, fræðandi og jafnvel aðeins stuðandi. Síðasti áratugur hefur verið mjög lærdómsríkur fyrir okkur öll sem komum að mótun hins byggða umhverfis. Þétting byggðar hefur orðið að meginstefi við mótun nýrrar byggðar og hefur í raun fest sig í sessi með slíkum hætti að ekki er lengur spurt hvort, heldur hvernig. Lærdómur síðustu ára felst ekki síður í breyttum viðhorfum almennings til borgarrýmisins og þeirra gæða sem við viljum að það hafi sem gott almenningsrými - hvort sem það snýr að endurnýjun og þéttingu innan eldri byggðar eða uppbyggingu nýrra borgarhluta. Við þróun nýrrar byggðar er það hlutverk borgarinnar að standa vörð um okkar sameiginlegu gæði en líka að búa þau til. Í því samhengi bind ég miklar vonir við nýja borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur sem nú er í mótun. Er stefnunni ætlað fjalla um þau gæði og fjölbreytileika sem við viljum tryggja að séu til staðar við mótun borgarumhverfisins og vera uppbyggingaraðilum og hönnuðum leiðarstef við þeirra vinnu. Hugmyndafræðin á bakvið stefnuna var kynnt með nánari hætti á fundinum síðastliðinn föstudag og geta áhugasöm litið á það og önnur erindi fundarins á vefsíðu fundarins. Síðustu ár hafa verið mikil metár í uppbyggingu íbúða innan Reykjavíkur og stefnir í að fjöldi fullkláraðra íbúða verði yfir 5000 yfir síðustu fjögur ár. Reykvíkingum hefur fjölgað talsvert á sama tímabili en í raun aldrei jafn mikið og í ár. Í byrjun október hafði íbúum Reykjavíkur fjölgað um 2.934 á árinu. Það er nú þegar met frá upphafi skráninga en einungis fimm sinnum hefur íbúum fjölgað um meira en 2400. Þar af eru árin 2017, 2018 og 2021 í þeim flokki auk ársins í ár. Aðstæður á húsnæðismarkaði segja okkur hinsvegar að betur má ef duga skal og mikilvægt að uppbyggingu innan borgarinnar verði haldið áfram af krafti. Við slíkar aðstæður fellur mikil ábyrgð í skaut borgarinnar sem handhafi skipulagsvaldsins að standa vörð um ekki verði slegið af markmiðum um þau gæði byggðarinnar sem við viljum tryggja að íbúar borgarinnar búi við. Í því samhengi verður skýr borgarhönnunarstefna enn verðmætari. Gott og vandað húsnæði eða almenningsrými á ekki að þurfa vera kostnaðarsamt. Það kallar hinsvegar á að þeim fjármunum sem eru í spilinu sé forgangsraðað í þágu þess sameiginlega. Þar eru miðlæg bílastæðahús í nýjum hverfum til dæmis spennandi kostur fremur en að hver byggingarreitur sé grafinn upp fyrir bílastæðakjallara. Slíkar lausnir stytta byggingartíma, lækka kostnað á hverja íbúð og auka gegndræpi og jarðtengingu lóða sem er forsenda fyrir gróðursælum inngörðum. Með þeim má einnig fækka bílastæðum meðfram götum sem gefur færi á meiri gróðri og meiri plássi fyrir mannlífið að njóta göturýmisins. Við erum öll reynslunni ríkari frá síðustu árum þar sem afstaða samfélagsins um hvernig borg við viljum skapa til framtíðar hefur tekið stakkaskiptum. Við göngum því vel nestuð og skóuð til næstu missera með skýra sýn á hvert skuli stefna. Framundan er áratugur uppbyggingar í Reykjavík. Höfundur er arkitekt, úrbanisti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna. Fundurinn hefur með tíð og tíma fest sig í sessi og er nú orðinn mikilvægur vettvangur til umræðu um þróun borgarinnar síðustu ár og hvert skuli stefnt til framtíðar. Í því samhengi var yfirheiti fundarins í ár - Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? - viðeigandi og þau erindi sem þar voru flutt um margt áhugaverð, fræðandi og jafnvel aðeins stuðandi. Síðasti áratugur hefur verið mjög lærdómsríkur fyrir okkur öll sem komum að mótun hins byggða umhverfis. Þétting byggðar hefur orðið að meginstefi við mótun nýrrar byggðar og hefur í raun fest sig í sessi með slíkum hætti að ekki er lengur spurt hvort, heldur hvernig. Lærdómur síðustu ára felst ekki síður í breyttum viðhorfum almennings til borgarrýmisins og þeirra gæða sem við viljum að það hafi sem gott almenningsrými - hvort sem það snýr að endurnýjun og þéttingu innan eldri byggðar eða uppbyggingu nýrra borgarhluta. Við þróun nýrrar byggðar er það hlutverk borgarinnar að standa vörð um okkar sameiginlegu gæði en líka að búa þau til. Í því samhengi bind ég miklar vonir við nýja borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur sem nú er í mótun. Er stefnunni ætlað fjalla um þau gæði og fjölbreytileika sem við viljum tryggja að séu til staðar við mótun borgarumhverfisins og vera uppbyggingaraðilum og hönnuðum leiðarstef við þeirra vinnu. Hugmyndafræðin á bakvið stefnuna var kynnt með nánari hætti á fundinum síðastliðinn föstudag og geta áhugasöm litið á það og önnur erindi fundarins á vefsíðu fundarins. Síðustu ár hafa verið mikil metár í uppbyggingu íbúða innan Reykjavíkur og stefnir í að fjöldi fullkláraðra íbúða verði yfir 5000 yfir síðustu fjögur ár. Reykvíkingum hefur fjölgað talsvert á sama tímabili en í raun aldrei jafn mikið og í ár. Í byrjun október hafði íbúum Reykjavíkur fjölgað um 2.934 á árinu. Það er nú þegar met frá upphafi skráninga en einungis fimm sinnum hefur íbúum fjölgað um meira en 2400. Þar af eru árin 2017, 2018 og 2021 í þeim flokki auk ársins í ár. Aðstæður á húsnæðismarkaði segja okkur hinsvegar að betur má ef duga skal og mikilvægt að uppbyggingu innan borgarinnar verði haldið áfram af krafti. Við slíkar aðstæður fellur mikil ábyrgð í skaut borgarinnar sem handhafi skipulagsvaldsins að standa vörð um ekki verði slegið af markmiðum um þau gæði byggðarinnar sem við viljum tryggja að íbúar borgarinnar búi við. Í því samhengi verður skýr borgarhönnunarstefna enn verðmætari. Gott og vandað húsnæði eða almenningsrými á ekki að þurfa vera kostnaðarsamt. Það kallar hinsvegar á að þeim fjármunum sem eru í spilinu sé forgangsraðað í þágu þess sameiginlega. Þar eru miðlæg bílastæðahús í nýjum hverfum til dæmis spennandi kostur fremur en að hver byggingarreitur sé grafinn upp fyrir bílastæðakjallara. Slíkar lausnir stytta byggingartíma, lækka kostnað á hverja íbúð og auka gegndræpi og jarðtengingu lóða sem er forsenda fyrir gróðursælum inngörðum. Með þeim má einnig fækka bílastæðum meðfram götum sem gefur færi á meiri gróðri og meiri plássi fyrir mannlífið að njóta göturýmisins. Við erum öll reynslunni ríkari frá síðustu árum þar sem afstaða samfélagsins um hvernig borg við viljum skapa til framtíðar hefur tekið stakkaskiptum. Við göngum því vel nestuð og skóuð til næstu missera með skýra sýn á hvert skuli stefna. Framundan er áratugur uppbyggingar í Reykjavík. Höfundur er arkitekt, úrbanisti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar