Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 07:30 Liðin eru meira en tvö ár frá því að frumvarpið um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu var einróma samþykkt á þingi. Málið flutti ég ásamt þingflokki Viðreisnar og nítján öðrum þingmönnum úr öllum flokkum. Þverpólitísk samstaða náðist þannig um mikilvægar og löngu tímabærar breytingar. Hins vegar komu þær ekki til framkvæmda fyrr en löngu seinna. Fyrir skömmu var tilkynnt að Sjúkratryggingar Íslands hefðu gert einhliða rammasamning við sálfræðinga um þjónustuna. Þó kemur hvergi fram hversu miklu fjármagni stendur til að verja til málsins. Þá kemur heldur ekki nógu skýrt fram hverjir geta notið niðurgreiddu þjónustunnar eða hve margir tímar af sálfræðimeðferð fást niðurgreiddir. Sálfræðingar hafa gagnrýnt þetta og spurt hvers vegna samtalið við stéttina hafi ekki verið meira en þetta. Samningurinn er skref í rétta átt en því miður virðist sem upphaflegum markmiðum frumvarpsins hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir. Ýmsum spurningum er líka enn ósvarað. Slík óvissa kemur sér afar illa fyrir sálfræðinga og ekki síst skjólstæðinga þeirra. Um leið og frekari skýringa er þörf er sömuleiðis mikilvægt að aðgengi að þjónustunni verði aukið enn frekar, eins og lagt var upp með í byrjun, enda þörfin mikil og vandamálin aðkallandi. Andleg heilsa á að vera metin jöfn líkamlegri heilsu. Því er ekki nema sjálfsagt að þjónustan sé veitt eins og hver önnur heilbrigðisþjónusta. Öllu máli skiptir að almenningur hafi greiðan aðgang að aðstoð, ekki síst ungt og tekjulágt fólk sem hingað til hefur þurft að neita sér um þessa lífsnauðsynlegu þjónustu, með tilheyrandi afleiðingum fyrir hópana sjálfa og samfélagið í heild, eins og við sjáum helst í hrakandi geðheilsu og vaxandi örorku. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Skyldur okkar í stjórnmálum eru því ríkar. Málinu þarf að fylgja eftir af fullum krafti svo tryggja megi viðunandi þjónustu fyrir alla hópa óháð aðstæðum og efnahag. Gleymum ekki að góðu samfélagi ber að tryggja gott geðheilbrigði. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Liðin eru meira en tvö ár frá því að frumvarpið um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu var einróma samþykkt á þingi. Málið flutti ég ásamt þingflokki Viðreisnar og nítján öðrum þingmönnum úr öllum flokkum. Þverpólitísk samstaða náðist þannig um mikilvægar og löngu tímabærar breytingar. Hins vegar komu þær ekki til framkvæmda fyrr en löngu seinna. Fyrir skömmu var tilkynnt að Sjúkratryggingar Íslands hefðu gert einhliða rammasamning við sálfræðinga um þjónustuna. Þó kemur hvergi fram hversu miklu fjármagni stendur til að verja til málsins. Þá kemur heldur ekki nógu skýrt fram hverjir geta notið niðurgreiddu þjónustunnar eða hve margir tímar af sálfræðimeðferð fást niðurgreiddir. Sálfræðingar hafa gagnrýnt þetta og spurt hvers vegna samtalið við stéttina hafi ekki verið meira en þetta. Samningurinn er skref í rétta átt en því miður virðist sem upphaflegum markmiðum frumvarpsins hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir. Ýmsum spurningum er líka enn ósvarað. Slík óvissa kemur sér afar illa fyrir sálfræðinga og ekki síst skjólstæðinga þeirra. Um leið og frekari skýringa er þörf er sömuleiðis mikilvægt að aðgengi að þjónustunni verði aukið enn frekar, eins og lagt var upp með í byrjun, enda þörfin mikil og vandamálin aðkallandi. Andleg heilsa á að vera metin jöfn líkamlegri heilsu. Því er ekki nema sjálfsagt að þjónustan sé veitt eins og hver önnur heilbrigðisþjónusta. Öllu máli skiptir að almenningur hafi greiðan aðgang að aðstoð, ekki síst ungt og tekjulágt fólk sem hingað til hefur þurft að neita sér um þessa lífsnauðsynlegu þjónustu, með tilheyrandi afleiðingum fyrir hópana sjálfa og samfélagið í heild, eins og við sjáum helst í hrakandi geðheilsu og vaxandi örorku. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Skyldur okkar í stjórnmálum eru því ríkar. Málinu þarf að fylgja eftir af fullum krafti svo tryggja megi viðunandi þjónustu fyrir alla hópa óháð aðstæðum og efnahag. Gleymum ekki að góðu samfélagi ber að tryggja gott geðheilbrigði. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun