Setur Viðreisn í vanda Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 31. október 2022 09:00 Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður. Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sagði í stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins um helgina að innganga í Evrópusambandið yrði ekki sett fram sem forgangsmál af hálfu hans nema að undangengnu víðtæku samtali og uppfærðri rannsókn á kostum og göllum hennar. Innganga væri alls engin töfralausn. Þess í stað yrði lögð áherzla á þau mál sem sameinaði vinstrimenn í stað þess sem sundraði þeim. Hins vegar má segja að þessi breytta nálgun Samfylkingarinnar feli í sér tilraun til ákveðinnar endurræsingar. Með stofnun flokksins í lok síðustu aldar var hugmyndin að sameina vinstrimenn í einum flokki. Samfylking vinstrimanna er aldargamalt hugtak í þeim efnum. Lögð var einmitt áhersla á það sem sameinaði fólk á vinstrivængnum en umdeild mál, eins og innganga í Evrópusambandið, voru lögð til hliðar. Pólitíski ómöguleikinn er víða Forveri Kristrúnar, Logi Már Einarsson, gaf í raun tóninn í kjölfar þingkosninganna haustið 2017 þegar hann lýsti því yfir fáeinum dögum eftir kjördag að Samfylkingin myndi ekki setja skref í átt að inngöngu í sambandið að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Skömmu síðar gerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, slíkt hið sama. Væntanlega hafa þau gert sér grein fyrir pólitíska ómöguleikanum í þeim efnum. Klofin ríkisstjórn í afstöðu sinni til inngöngu í Evrópusambandið, og hvað þá ríkisstjórn alfarið andvíg inngöngu eins og núverandi stjórn, getur ekki beinlínis talizt ávísun á árangur í þeim efnum. Það reyndist ekki sérlega vel fyrir umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2009 enda stjórnarflokkarnir ekki samstíga í málinu. Meira að segja fulltrúar sambandsins sjálfs lýstu áhyggjum í þeim efnum. Vinstristjórnin þurfti þannig atkvæði frá stjórnarandstöðunni til þess að samþykkja þingsályktunartillögu um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið naumlega. Endalausar deilur geisuðu í kjölfarið um málið og leiddu meðal annars til þess að ráðherrar gerðu ítrekað fyrirvara við lokun einstakra kafla umsóknarferlisins, nokkrir þingmenn yfirgáfu þingflokk VG og að lokum til þess að umsóknin endaði uppi á skeri. Hefur ekki skilað sér í auknu fylgi Með útspili sínu setur Samfylkingarinnar Viðreisn í verulegan vanda. Viðreisn er nú eini stjórnmálaflokkurinn sem leggur áherslu á inngöngu í Evrópusambandið. Hins vegar hefur áhersla á inngöngu í sambandið ekki haft tilhneigingu til þess að skila flokkum fylgisaukningu. Nú síðast lagði Viðreisn aukna áherslu á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu en það hefur ekki skilað flokknum auknu fylgi. Minni líkur verða nú á því en áður að mynduð verði ríkisstjórn sem setji inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá. Á sama tíma og útspil Samfylkingarinnar mun að öllum líkindum auðvelda flokknum að mynda ríkisstjórn með í raun öllum öðrum flokkum en Viðreisn mun Viðreisn ljóslega útiloka sig frá stjórnarsamstarfi ef sá flokkur setur það sem skilyrði í þeim efnum að tekin verði skref í átt að inngöngu í sambandið. Viðreisn situr þannig uppi með áherzlu á stefnumál sem hefur ekki skilað auknu fylgi. Ákall eftir þjóðaratkvæði, um það að setja málið á dagskrá, er ljóslega fyrst og fremst tilraun til þess að komast framhjá fylgisleysi þess í þingkosningum en flokkarnir tveir fengu minna fylgi í síðustu kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Kristrún hefur áður réttilega vakið máls á því að ekki sé þingmeirihluti fyrir málinu á Alþingi. Stefna Samfylkingarinnar óbreytt Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni á Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi fyrir henni. Samfylkingin var hins vegar aldrei stofnuð í kringum þann málstað. Hins vegar er full ástæða til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta nálgun Samfylkingarinnar. Stefna flokksins er eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar er markmiðið, með því leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst“ eins og hún orðaði það. Fyrir vikið er óvíst að breytt nálgun Samfylkingarinnar dugi til þess að sannfæra kjósendur á vinstrivængnum, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið líkt og gerðist í tilfelli VG eftir þingkosningarnar 2009. Á meðan stefnan er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að treysta á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður. Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sagði í stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins um helgina að innganga í Evrópusambandið yrði ekki sett fram sem forgangsmál af hálfu hans nema að undangengnu víðtæku samtali og uppfærðri rannsókn á kostum og göllum hennar. Innganga væri alls engin töfralausn. Þess í stað yrði lögð áherzla á þau mál sem sameinaði vinstrimenn í stað þess sem sundraði þeim. Hins vegar má segja að þessi breytta nálgun Samfylkingarinnar feli í sér tilraun til ákveðinnar endurræsingar. Með stofnun flokksins í lok síðustu aldar var hugmyndin að sameina vinstrimenn í einum flokki. Samfylking vinstrimanna er aldargamalt hugtak í þeim efnum. Lögð var einmitt áhersla á það sem sameinaði fólk á vinstrivængnum en umdeild mál, eins og innganga í Evrópusambandið, voru lögð til hliðar. Pólitíski ómöguleikinn er víða Forveri Kristrúnar, Logi Már Einarsson, gaf í raun tóninn í kjölfar þingkosninganna haustið 2017 þegar hann lýsti því yfir fáeinum dögum eftir kjördag að Samfylkingin myndi ekki setja skref í átt að inngöngu í sambandið að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Skömmu síðar gerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, slíkt hið sama. Væntanlega hafa þau gert sér grein fyrir pólitíska ómöguleikanum í þeim efnum. Klofin ríkisstjórn í afstöðu sinni til inngöngu í Evrópusambandið, og hvað þá ríkisstjórn alfarið andvíg inngöngu eins og núverandi stjórn, getur ekki beinlínis talizt ávísun á árangur í þeim efnum. Það reyndist ekki sérlega vel fyrir umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2009 enda stjórnarflokkarnir ekki samstíga í málinu. Meira að segja fulltrúar sambandsins sjálfs lýstu áhyggjum í þeim efnum. Vinstristjórnin þurfti þannig atkvæði frá stjórnarandstöðunni til þess að samþykkja þingsályktunartillögu um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið naumlega. Endalausar deilur geisuðu í kjölfarið um málið og leiddu meðal annars til þess að ráðherrar gerðu ítrekað fyrirvara við lokun einstakra kafla umsóknarferlisins, nokkrir þingmenn yfirgáfu þingflokk VG og að lokum til þess að umsóknin endaði uppi á skeri. Hefur ekki skilað sér í auknu fylgi Með útspili sínu setur Samfylkingarinnar Viðreisn í verulegan vanda. Viðreisn er nú eini stjórnmálaflokkurinn sem leggur áherslu á inngöngu í Evrópusambandið. Hins vegar hefur áhersla á inngöngu í sambandið ekki haft tilhneigingu til þess að skila flokkum fylgisaukningu. Nú síðast lagði Viðreisn aukna áherslu á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu en það hefur ekki skilað flokknum auknu fylgi. Minni líkur verða nú á því en áður að mynduð verði ríkisstjórn sem setji inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá. Á sama tíma og útspil Samfylkingarinnar mun að öllum líkindum auðvelda flokknum að mynda ríkisstjórn með í raun öllum öðrum flokkum en Viðreisn mun Viðreisn ljóslega útiloka sig frá stjórnarsamstarfi ef sá flokkur setur það sem skilyrði í þeim efnum að tekin verði skref í átt að inngöngu í sambandið. Viðreisn situr þannig uppi með áherzlu á stefnumál sem hefur ekki skilað auknu fylgi. Ákall eftir þjóðaratkvæði, um það að setja málið á dagskrá, er ljóslega fyrst og fremst tilraun til þess að komast framhjá fylgisleysi þess í þingkosningum en flokkarnir tveir fengu minna fylgi í síðustu kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Kristrún hefur áður réttilega vakið máls á því að ekki sé þingmeirihluti fyrir málinu á Alþingi. Stefna Samfylkingarinnar óbreytt Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni á Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi fyrir henni. Samfylkingin var hins vegar aldrei stofnuð í kringum þann málstað. Hins vegar er full ástæða til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta nálgun Samfylkingarinnar. Stefna flokksins er eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar er markmiðið, með því leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst“ eins og hún orðaði það. Fyrir vikið er óvíst að breytt nálgun Samfylkingarinnar dugi til þess að sannfæra kjósendur á vinstrivængnum, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið líkt og gerðist í tilfelli VG eftir þingkosningarnar 2009. Á meðan stefnan er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að treysta á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun