Gloppótt löggjöf um brottkast? Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar 23. október 2022 11:01 Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti fiskveiðiskipa á Íslandsmiðum. Í framhaldinu hafa svo heyrst ýmsar gagnrýnisraddir á framkvæmd eftirlitsins. Engin umræða hefur hins vegar átt sér stað um orðalag lykilákvæðisins í lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar sem skyldar íslenskum fiskveiðiskipum að landa og vigta allan afla. Það ákvæði mætti vera betur útfært. Umrædd lög hafa það verðuga markmið að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti er tryggi til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina. Í samræmi við þetta markmið er III. kafli laganna helgaður vigtun sjávarafla. Upphafsákvæði kaflans, 1. mgr. 5. gr. laga nr. 57/1996, hljóðar svo: „Öllum afla, sem íslensk skip veiða úr stofnum sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands, skal landað innan lands og hann veginn í innlendri höfn.“ Í útskýringum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpinu er ekki að finna skýringar á hvers vegna einungis er vísað til efnahagslögsögunnar en ekki annarra lögsögubelta sem eru fyrir innan hana, þ.e. innsævis og landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi. Það má ætla að hugtakið efnahagslögsaga í lögum nr. 57/1996 eiga að vera skýrt til samræmis við meginlöggjöfina um íslensk hafsvæði og meginsamninginn um málefni hafsins að þessu leyti. Jafnframt verður að hafa í huga að eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Á þetta m.a. við um margvíslegar valdheimildir Fiskistofu. Halda má því fram að í dómsmálum sem varða ákvæði 1. mgr. 5. gr. laganna um nytjastofn sjávar væri rétt, vegna þess að ákvæðið tekur ekki til allra íslenskra hafsvæða, að taka til umfjöllunar hvort þeir stofnar sem veiddir hafa verið haldi sig að hluta eða öllu leyti í efnahagslögsögunni (þeir væntanlega gera það í flestum tilvikum að hluta til). Án sönnunarfærslu um það atriði er varla hægt að slá því föstu að nægileg sönnun sé komin fram um sekt, enda má af tilvitnuðu ákvæði 5. gr. laganna ráða að hér sé um atriði að ræða sem gæti haft úrslitaáhrif á það hvort skynsamleg rök megi finna fyrir því að vefengja sök ákærða, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þrátt fyrir þetta verður ekki af dómaframkvæmd ráðið að slíkt sakarmat hafi farið fram. Dómar sem fallið hafa í málum þar sem ákært hefur verið fyrir brot af því tagi sem hér um ræðir bera ekki skýrlega með sér að þar hafi sérstaklega verið um það fjallað hvort brottkast eða löndun fram hjá vigt snerti stofna sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands. Út frá hagsmunum ákærðu í slíkum málum hefði ekki verið óréttmætt að kalla eftir slíkri umfjöllun, þar sem refsiábyrgð kann að ráðast af því hvort stofn haldi sig að hluta eða að öllu leyti í efnahagslögsögunni. Það er óþarfi að hafa ástæðulausar gloppur í löggjöf sem verjendur geta gert sér mat úr (ef þeir koma auga á þær). Hér mætti löggjafinn stíga inn í og breyta umræddu lagaákvæði um löndun og vigtun afla þannig að það tæki til allra íslenskra hafsvæða. Í því skyni væri hægt að skipta út hugtakinu efnahagslögsögu fyrir fiskveiðilandhelgi, eins og hún er skilgreind í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Hugtakið fiskveiðilandhelgi tekur ekki einungis til efnahagslögsögunnar heldur alls hafsvæðis frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögunnar. Taka verður þó fram að hugtakið fiskveiðilandhelgi er ekki gallalaust. Inntak þess er annað en orðsins landhelgi eins og það er skilgreint í lögum um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. En það er önnur saga. Höfundur er prófessor og fagstjóri ML náms við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Sjávarútvegur Dómsmál Alþingi Utanríkismál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti fiskveiðiskipa á Íslandsmiðum. Í framhaldinu hafa svo heyrst ýmsar gagnrýnisraddir á framkvæmd eftirlitsins. Engin umræða hefur hins vegar átt sér stað um orðalag lykilákvæðisins í lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar sem skyldar íslenskum fiskveiðiskipum að landa og vigta allan afla. Það ákvæði mætti vera betur útfært. Umrædd lög hafa það verðuga markmið að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti er tryggi til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina. Í samræmi við þetta markmið er III. kafli laganna helgaður vigtun sjávarafla. Upphafsákvæði kaflans, 1. mgr. 5. gr. laga nr. 57/1996, hljóðar svo: „Öllum afla, sem íslensk skip veiða úr stofnum sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands, skal landað innan lands og hann veginn í innlendri höfn.“ Í útskýringum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpinu er ekki að finna skýringar á hvers vegna einungis er vísað til efnahagslögsögunnar en ekki annarra lögsögubelta sem eru fyrir innan hana, þ.e. innsævis og landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi. Það má ætla að hugtakið efnahagslögsaga í lögum nr. 57/1996 eiga að vera skýrt til samræmis við meginlöggjöfina um íslensk hafsvæði og meginsamninginn um málefni hafsins að þessu leyti. Jafnframt verður að hafa í huga að eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Á þetta m.a. við um margvíslegar valdheimildir Fiskistofu. Halda má því fram að í dómsmálum sem varða ákvæði 1. mgr. 5. gr. laganna um nytjastofn sjávar væri rétt, vegna þess að ákvæðið tekur ekki til allra íslenskra hafsvæða, að taka til umfjöllunar hvort þeir stofnar sem veiddir hafa verið haldi sig að hluta eða öllu leyti í efnahagslögsögunni (þeir væntanlega gera það í flestum tilvikum að hluta til). Án sönnunarfærslu um það atriði er varla hægt að slá því föstu að nægileg sönnun sé komin fram um sekt, enda má af tilvitnuðu ákvæði 5. gr. laganna ráða að hér sé um atriði að ræða sem gæti haft úrslitaáhrif á það hvort skynsamleg rök megi finna fyrir því að vefengja sök ákærða, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þrátt fyrir þetta verður ekki af dómaframkvæmd ráðið að slíkt sakarmat hafi farið fram. Dómar sem fallið hafa í málum þar sem ákært hefur verið fyrir brot af því tagi sem hér um ræðir bera ekki skýrlega með sér að þar hafi sérstaklega verið um það fjallað hvort brottkast eða löndun fram hjá vigt snerti stofna sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands. Út frá hagsmunum ákærðu í slíkum málum hefði ekki verið óréttmætt að kalla eftir slíkri umfjöllun, þar sem refsiábyrgð kann að ráðast af því hvort stofn haldi sig að hluta eða að öllu leyti í efnahagslögsögunni. Það er óþarfi að hafa ástæðulausar gloppur í löggjöf sem verjendur geta gert sér mat úr (ef þeir koma auga á þær). Hér mætti löggjafinn stíga inn í og breyta umræddu lagaákvæði um löndun og vigtun afla þannig að það tæki til allra íslenskra hafsvæða. Í því skyni væri hægt að skipta út hugtakinu efnahagslögsögu fyrir fiskveiðilandhelgi, eins og hún er skilgreind í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Hugtakið fiskveiðilandhelgi tekur ekki einungis til efnahagslögsögunnar heldur alls hafsvæðis frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögunnar. Taka verður þó fram að hugtakið fiskveiðilandhelgi er ekki gallalaust. Inntak þess er annað en orðsins landhelgi eins og það er skilgreint í lögum um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. En það er önnur saga. Höfundur er prófessor og fagstjóri ML náms við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun