Læknar óskast til starfa - sól og góðum móttökum heitið! Björg Eyþórsdóttir skrifar 21. október 2022 14:31 Austurland hefur gott orð á sér fyrir svo margra hluta sakir. Hér er hitastigið alltaf ásættanlegt á sumrin, skíðasnjórinn í tonnavís á veturna og falleg hauststól sem mýkir lendinguna fyrir okkur úr sumri yfir í vetur. Við höfum óspillta náttúruna í bakgarðinum, afþreyingu fyrir fjölskylduna á hverju strái og öflugt fólk sem vinnur að því alla daga að gera þetta samfélag gott fyrir þá sem hér búa. Hér hefur verið næg atvinna í boði, þjónusta við íbúa víða metnaðarfull, uppbygging og framfarir sjáanlegar og nú horfum við einnig fram á að greiðist úr íbúðarhúsnæðisvandanum sem við, eins og aðrir landshlutar, höfum staðið frammi fyrir. Þrátt fyrir paradísina sem Austurland er, þá finnst auðvitað alltaf eitthvað sem betur má fara. Þrátt fyrir vilja og metnað þessa góða samfélags, næst ekki að manna Heilbrigðisstofnunina okkar svo ásættanlegt sé. Það sem af er hausti hefur í tvígang þurft að loka skurðstofu HSA á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað vegna manneklu. Í annað skiptið var enginn svæfngarlæknir á staðnum og í hitt skiptið vantaði skurðlækni. Án þessara sérfræðinga er ekki hægt að halda skurðstofu, og þar af leiðandi lífsnauðsynlegri neyðarþjónustu, opinni. Nú horfum við svo fram á að þær konur sem eiga von á barni í lok árs eða byrjun þess næsta, þurfa að eyða jólunum að heiman ásamt fjölskyldum sínum og jafnvel stærra stuðningsneti, þegar starfandi skurðlæknir er í fríi. Í fyrsta lagi er þetta óásættanlegt fyrir þá sem þurfa að nota þjónustuna, í þessu tilviki barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra, að þurfa að fara að heiman og dvelja annarsstaðar með öllu því álagi sem því fylgir. Það hjálpar alveg örugglega ekki til þegar kemur að því að lágmarka streitu fyrir fæðingu sem við vitum að er mikilvægt. Í ofanálag er óvissuþátturinn um hvort konan og ófætt barn hennar þurfi síðan yfir höfuð á þjónustunni að halda þegar til kastanna kemur. Í öðru lagi er ástandið óásættanlegt fyrir sérfræðinginn, sem þó sinnir þessu starfi alla jafna, að eiga erfitt með að taka sér frí frá vinnu til að vera með sinni fjölskyldu af því hann veit að enginn leysir hann af á meðan. Það er streituvaldur í starfi og einkalífi, sem sennilega seint myndi teljast eftirsóknarverður og fæstir ráða við til lengri tíma. Í þriðja lagi er þetta óboðlegt fyrir alla íbúa fjórðungsins, að ekki takist að halda úti bráðaþjónustu alla daga ársins. Íbúar upplifa óöryggi þegar ekki er hægt að treysta á að neyðarþjónusta sé til staðar og í ofanálag kemur síðan óvissuþátturinn sem snýr að færð og veðri. Fjallvegir á milli byggðakjarna eru stundum illfærir yfir háveturinn og flugið ótraust líka af sömu ástæðu. Ástandið heldur svo áfram að vinda upp á sig vegna þess að flugvöllurinn okkar er staðsettur á Egilsstöðum en sjúkrahúsið í Neskaupsstað, sem gerir það að verkum að stundum þarf að flytja sjúklinga oftar en einu sinni á milli staða til að koma viðkomandi í ákjósanlegt eða lífsnauðsynlegt úrræði. En þau mál í heild sinni eru reyndar efni í aðra grein. En hver er ástæðan fyrir því að við náum ekki að halda uppi nauðsynlegri þjónustu alla daga ársins? Það er ekki hægt að benda í neina ákveðna átt í leit að sökudólgum þar sem virkt samtal um leiðir til úrbóta hefur verið í gangi á milli þeirra sem að málinu koma. Það er allsstaðar vilji til að laga ástandið en einhversstaðar stendur hnífurinn pikkfastur í kúnni. Það er eflaust fleiri en einn þáttur sem veldur því að læknamönnun er ekki ásættanleg á austurlandi, og það á reyndar jafnt við um sjúkrahúsið eins og heilsugæslurnar. Hver svosem ástæðan fyrir því er að hingað fást ekki læknar til starfa og búsetu, þá hljótum við öll að vera sammála um að hér þarf eitthvað að breytast. Það þarf að vinna markvisst og samhent að því að koma þessum málum í réttan farveg. Sveitarfélögin, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í raun samfélagið allt þarf að finna leiðir til að gera landshlutann okkar eftirsóknarverðan og ákjósanlegan stað til að búa og starfa. Töfralausnin er sennilega ekki til en með vilja og metnað samfélagsins alls, nauðsynlegri aðstoð stjórnvalda, góðu sumrin og allan skíðasnjóinn, hljótum við að geta í sameiningu fundið lausnina sem við öll erum að bíða eftir. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fjarðabyggð Heilbrigðisstofnun Austurlands Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Austurland hefur gott orð á sér fyrir svo margra hluta sakir. Hér er hitastigið alltaf ásættanlegt á sumrin, skíðasnjórinn í tonnavís á veturna og falleg hauststól sem mýkir lendinguna fyrir okkur úr sumri yfir í vetur. Við höfum óspillta náttúruna í bakgarðinum, afþreyingu fyrir fjölskylduna á hverju strái og öflugt fólk sem vinnur að því alla daga að gera þetta samfélag gott fyrir þá sem hér búa. Hér hefur verið næg atvinna í boði, þjónusta við íbúa víða metnaðarfull, uppbygging og framfarir sjáanlegar og nú horfum við einnig fram á að greiðist úr íbúðarhúsnæðisvandanum sem við, eins og aðrir landshlutar, höfum staðið frammi fyrir. Þrátt fyrir paradísina sem Austurland er, þá finnst auðvitað alltaf eitthvað sem betur má fara. Þrátt fyrir vilja og metnað þessa góða samfélags, næst ekki að manna Heilbrigðisstofnunina okkar svo ásættanlegt sé. Það sem af er hausti hefur í tvígang þurft að loka skurðstofu HSA á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað vegna manneklu. Í annað skiptið var enginn svæfngarlæknir á staðnum og í hitt skiptið vantaði skurðlækni. Án þessara sérfræðinga er ekki hægt að halda skurðstofu, og þar af leiðandi lífsnauðsynlegri neyðarþjónustu, opinni. Nú horfum við svo fram á að þær konur sem eiga von á barni í lok árs eða byrjun þess næsta, þurfa að eyða jólunum að heiman ásamt fjölskyldum sínum og jafnvel stærra stuðningsneti, þegar starfandi skurðlæknir er í fríi. Í fyrsta lagi er þetta óásættanlegt fyrir þá sem þurfa að nota þjónustuna, í þessu tilviki barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra, að þurfa að fara að heiman og dvelja annarsstaðar með öllu því álagi sem því fylgir. Það hjálpar alveg örugglega ekki til þegar kemur að því að lágmarka streitu fyrir fæðingu sem við vitum að er mikilvægt. Í ofanálag er óvissuþátturinn um hvort konan og ófætt barn hennar þurfi síðan yfir höfuð á þjónustunni að halda þegar til kastanna kemur. Í öðru lagi er ástandið óásættanlegt fyrir sérfræðinginn, sem þó sinnir þessu starfi alla jafna, að eiga erfitt með að taka sér frí frá vinnu til að vera með sinni fjölskyldu af því hann veit að enginn leysir hann af á meðan. Það er streituvaldur í starfi og einkalífi, sem sennilega seint myndi teljast eftirsóknarverður og fæstir ráða við til lengri tíma. Í þriðja lagi er þetta óboðlegt fyrir alla íbúa fjórðungsins, að ekki takist að halda úti bráðaþjónustu alla daga ársins. Íbúar upplifa óöryggi þegar ekki er hægt að treysta á að neyðarþjónusta sé til staðar og í ofanálag kemur síðan óvissuþátturinn sem snýr að færð og veðri. Fjallvegir á milli byggðakjarna eru stundum illfærir yfir háveturinn og flugið ótraust líka af sömu ástæðu. Ástandið heldur svo áfram að vinda upp á sig vegna þess að flugvöllurinn okkar er staðsettur á Egilsstöðum en sjúkrahúsið í Neskaupsstað, sem gerir það að verkum að stundum þarf að flytja sjúklinga oftar en einu sinni á milli staða til að koma viðkomandi í ákjósanlegt eða lífsnauðsynlegt úrræði. En þau mál í heild sinni eru reyndar efni í aðra grein. En hver er ástæðan fyrir því að við náum ekki að halda uppi nauðsynlegri þjónustu alla daga ársins? Það er ekki hægt að benda í neina ákveðna átt í leit að sökudólgum þar sem virkt samtal um leiðir til úrbóta hefur verið í gangi á milli þeirra sem að málinu koma. Það er allsstaðar vilji til að laga ástandið en einhversstaðar stendur hnífurinn pikkfastur í kúnni. Það er eflaust fleiri en einn þáttur sem veldur því að læknamönnun er ekki ásættanleg á austurlandi, og það á reyndar jafnt við um sjúkrahúsið eins og heilsugæslurnar. Hver svosem ástæðan fyrir því er að hingað fást ekki læknar til starfa og búsetu, þá hljótum við öll að vera sammála um að hér þarf eitthvað að breytast. Það þarf að vinna markvisst og samhent að því að koma þessum málum í réttan farveg. Sveitarfélögin, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í raun samfélagið allt þarf að finna leiðir til að gera landshlutann okkar eftirsóknarverðan og ákjósanlegan stað til að búa og starfa. Töfralausnin er sennilega ekki til en með vilja og metnað samfélagsins alls, nauðsynlegri aðstoð stjórnvalda, góðu sumrin og allan skíðasnjóinn, hljótum við að geta í sameiningu fundið lausnina sem við öll erum að bíða eftir. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun