Við berum öll ábyrgð á góðri vinnustaðamenningu Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 20. október 2022 12:00 Einelti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi á ekki að þrífast á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa haldið á lofti mikilvægi þess að atvinnulífið sé vakandi fyrir þessu og að atvinnurekendur stuðli að góðri vinnustaðamenningu á sínum vinnustað. Ábyrgðin á góðri vinnustaðamenningu hvílir þó ekki eingöngu á herðum atvinnurekenda. Til að ná árangri í að skapa góða vinnustaðamenningu þurfa allir að leggja sitt af mörkum, stuðla þarf að góðum samskiptum á vinnustaðnum og starfsfólk þarf að láta vita ef samstarfsfólk eða aðrir sýna óviðeigandi framkomu. Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðun. Lagaleg ábyrgð atvinnurekenda felst einkum í forvörnum, áhættumati og viðbragðsáætlunum komi upp mál sem tengjast áreitni, ofbeldi eða einelti á vinnustað. Mikilvægt er að atvinnurekendur meti áhættuþætti tengda því sem nefnt hefur verið „félagslegt vinnuumhverfi“ á sama hátt og þeir meta áhættu vegna véla og tækja, efna og umhverfisþátta á starfsfólk. Undir félagslegt vinnuumhverfi fellur m.a. sú menning sem myndast vegna samstarfs og samskipta á vinnustað. Slæmt félagslegt vinnuumhverfi eykur hættu á samskiptavanda, streitu, andlegri og líkamlegri vanheilsu, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað svo dæmi séu tekin. Nauðsynlegt er að fyrirtæki séu með stefnu og viðbragðáætlun í þessum málum og vinni markvisst að því skapa vinnustaðamenningu þar sem einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað þrífst ekki. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að ef að slík mál komi upp þurfi viðbragðsáætlun fyrirtækja að kveða á um úrræði og stuðning, bæði fyrir þolendur og gerendur. Reyndin er allt of oft sú að starfsfólk, bæði gerendur sem og þolendur hverfa úr starfi. Taka þarf höndum saman um að finna leiðir til þess að sætta mál og styðja þolendur og gerendur með viðunandi hætti. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á stuðning við starfsfólk í forvarnarstarfi þessa málaflokks sem og í stefnu fyrirtækja í þessum málum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi, einkum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið, sem auðvelda eiga fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað og hvetja starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri. Í sáttmálanum eru dregin fram gildi sem geta minnkað hættu á að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum eigi sér stað. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sáttmálann má finna hér. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Einelti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi á ekki að þrífast á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa haldið á lofti mikilvægi þess að atvinnulífið sé vakandi fyrir þessu og að atvinnurekendur stuðli að góðri vinnustaðamenningu á sínum vinnustað. Ábyrgðin á góðri vinnustaðamenningu hvílir þó ekki eingöngu á herðum atvinnurekenda. Til að ná árangri í að skapa góða vinnustaðamenningu þurfa allir að leggja sitt af mörkum, stuðla þarf að góðum samskiptum á vinnustaðnum og starfsfólk þarf að láta vita ef samstarfsfólk eða aðrir sýna óviðeigandi framkomu. Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðun. Lagaleg ábyrgð atvinnurekenda felst einkum í forvörnum, áhættumati og viðbragðsáætlunum komi upp mál sem tengjast áreitni, ofbeldi eða einelti á vinnustað. Mikilvægt er að atvinnurekendur meti áhættuþætti tengda því sem nefnt hefur verið „félagslegt vinnuumhverfi“ á sama hátt og þeir meta áhættu vegna véla og tækja, efna og umhverfisþátta á starfsfólk. Undir félagslegt vinnuumhverfi fellur m.a. sú menning sem myndast vegna samstarfs og samskipta á vinnustað. Slæmt félagslegt vinnuumhverfi eykur hættu á samskiptavanda, streitu, andlegri og líkamlegri vanheilsu, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað svo dæmi séu tekin. Nauðsynlegt er að fyrirtæki séu með stefnu og viðbragðáætlun í þessum málum og vinni markvisst að því skapa vinnustaðamenningu þar sem einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað þrífst ekki. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að ef að slík mál komi upp þurfi viðbragðsáætlun fyrirtækja að kveða á um úrræði og stuðning, bæði fyrir þolendur og gerendur. Reyndin er allt of oft sú að starfsfólk, bæði gerendur sem og þolendur hverfa úr starfi. Taka þarf höndum saman um að finna leiðir til þess að sætta mál og styðja þolendur og gerendur með viðunandi hætti. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á stuðning við starfsfólk í forvarnarstarfi þessa málaflokks sem og í stefnu fyrirtækja í þessum málum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi, einkum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið, sem auðvelda eiga fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað og hvetja starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri. Í sáttmálanum eru dregin fram gildi sem geta minnkað hættu á að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum eigi sér stað. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sáttmálann má finna hér. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun