Verðmæti menningarlæsis Anita Ýrr Taylor skrifar 15. október 2022 14:01 Þegar ég lagði af stað í skiptinemadvölina mína til Ítalíu, vissi ég ekki nákvæmlega hversu hár kletturinn var sem ég myndi þurfa stökkva af, en ég var fullviss um að flugið yrði þess virði og tilfinning frelsisins var eitthvað sem ég gat ekki einu sinni byrjað að ímyndað mér í september á síðasta ári. Árið var stútfullt af nýjum upplifunum; skóli á laugardögum, borðbænir, klifuræfingar, óteljandi ferðalög með bestu vinkonu minni frá Síle og kaffi á hverjum morgni. Ég lærði helling af nýjum hlutum eins og að litríkir sokkar geta verið tól til þess að láta dimma daga verða bjartari og að það eru til svo miklu fleiri litir en svartur, grár og brúnn eins og ég var svo vön að sjá á Íslandi. Fyrstu mánuðirnir einkenndust af hausverk og löngum dúrum eftir skóla eftir að hafa þurft að hlusta á ókunnugt tungumál allan daginn. Einmanaleikinn gat verið rosalegur þegar ég var umkringd fólki sem talaði tungumál sem ég skildi ekki ogannað var það að geta ekki sagt brandara eða tjáð mig á þann hátt sem ég vildi. Af þeirri upplifun lærði ég að það er oftast hægt að nota látbragð til þess að vera skilinn. Þetta var erfitt á tímabilum en eftir ársdvöl náði ég ekki einungis að hlæja að bröndurum nýrra vina, heldur náði ég einnig að segja þó nokkra af þeim og voru það þá aðrir sem hlógu með. Á þeim tímapunkti, var ég komin ótalmarga kílómetra frá klettinum sem ég upphaflega stökk af. Ég var þá búin að eignast vini fyrir lífstíð og ná tökum á tungumálinu, en það sem meira var, þá var ég búin að eignast nýja systur. Það var aldrei neinn vandræðaleiki á milli okkar tveggja og held ég að við urðum svona nánar vegna þess að við deildum svefnherbergi. Það liðu aðeins nokkrir dagar á milli vandræðalegu bílferðarinnar heim af lestarstöðinni að löngum hlátursköstum og kúrum á sófanum. Við enduðum síðan á gólfinu í svefnherberginu okkar einn daginn, grátandi við tilhugsunina um að ég þyrfti að snúa aftur heim til Íslands. Fósturfjölskyldan í heild sinni var mér ávallt indæl og tel ég mig hafa verið mjög heppna að hafa kynnst þeim. Nú á ég annað heimili á Norður-Ítalíu og veit ég að þau bíða mín hinum megin við sjóndeildarhringinn. Ég get með fullvissu sagt að stökkið leyfði mér ekki einungis að fljúga yfir nýtt haf og finna fyrir frelsi sem ég þekkti ekki áður, heldur leyfði það mér líka að hitta aðra fugla á leiðinni sem voru í sama leiðangri og ég sem vildu líka sjá útsýnið frá öðru sjónarhorni. Það sem skiptinám gaf mér með því að leyfa mér að upplifa aðra menningu, mun fylgja mér alla mína ævi og hefur dýpkað skilning minn á minni eigin menningu og tungumáli. Menntun sem byggir á menningarlæsi auðgar það samfélag sem við lifum í og bætir okkur sem einstaklinga. Þess vegna hvet ég sem flest til að taka stökkið og upplifa það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Höfundur fór sem skiptinemi með AFS til Ítalíu árið 2021 til 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þegar ég lagði af stað í skiptinemadvölina mína til Ítalíu, vissi ég ekki nákvæmlega hversu hár kletturinn var sem ég myndi þurfa stökkva af, en ég var fullviss um að flugið yrði þess virði og tilfinning frelsisins var eitthvað sem ég gat ekki einu sinni byrjað að ímyndað mér í september á síðasta ári. Árið var stútfullt af nýjum upplifunum; skóli á laugardögum, borðbænir, klifuræfingar, óteljandi ferðalög með bestu vinkonu minni frá Síle og kaffi á hverjum morgni. Ég lærði helling af nýjum hlutum eins og að litríkir sokkar geta verið tól til þess að láta dimma daga verða bjartari og að það eru til svo miklu fleiri litir en svartur, grár og brúnn eins og ég var svo vön að sjá á Íslandi. Fyrstu mánuðirnir einkenndust af hausverk og löngum dúrum eftir skóla eftir að hafa þurft að hlusta á ókunnugt tungumál allan daginn. Einmanaleikinn gat verið rosalegur þegar ég var umkringd fólki sem talaði tungumál sem ég skildi ekki ogannað var það að geta ekki sagt brandara eða tjáð mig á þann hátt sem ég vildi. Af þeirri upplifun lærði ég að það er oftast hægt að nota látbragð til þess að vera skilinn. Þetta var erfitt á tímabilum en eftir ársdvöl náði ég ekki einungis að hlæja að bröndurum nýrra vina, heldur náði ég einnig að segja þó nokkra af þeim og voru það þá aðrir sem hlógu með. Á þeim tímapunkti, var ég komin ótalmarga kílómetra frá klettinum sem ég upphaflega stökk af. Ég var þá búin að eignast vini fyrir lífstíð og ná tökum á tungumálinu, en það sem meira var, þá var ég búin að eignast nýja systur. Það var aldrei neinn vandræðaleiki á milli okkar tveggja og held ég að við urðum svona nánar vegna þess að við deildum svefnherbergi. Það liðu aðeins nokkrir dagar á milli vandræðalegu bílferðarinnar heim af lestarstöðinni að löngum hlátursköstum og kúrum á sófanum. Við enduðum síðan á gólfinu í svefnherberginu okkar einn daginn, grátandi við tilhugsunina um að ég þyrfti að snúa aftur heim til Íslands. Fósturfjölskyldan í heild sinni var mér ávallt indæl og tel ég mig hafa verið mjög heppna að hafa kynnst þeim. Nú á ég annað heimili á Norður-Ítalíu og veit ég að þau bíða mín hinum megin við sjóndeildarhringinn. Ég get með fullvissu sagt að stökkið leyfði mér ekki einungis að fljúga yfir nýtt haf og finna fyrir frelsi sem ég þekkti ekki áður, heldur leyfði það mér líka að hitta aðra fugla á leiðinni sem voru í sama leiðangri og ég sem vildu líka sjá útsýnið frá öðru sjónarhorni. Það sem skiptinám gaf mér með því að leyfa mér að upplifa aðra menningu, mun fylgja mér alla mína ævi og hefur dýpkað skilning minn á minni eigin menningu og tungumáli. Menntun sem byggir á menningarlæsi auðgar það samfélag sem við lifum í og bætir okkur sem einstaklinga. Þess vegna hvet ég sem flest til að taka stökkið og upplifa það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Höfundur fór sem skiptinemi með AFS til Ítalíu árið 2021 til 2022.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun