Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 3. desember 2025 16:46 Innilegar hamingjuóskir til samfélagsins alls á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Mörg stór skref eru að baki í réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikill árangur hefur náðst frá því við fögnuðum deginum síðast. Hins vegar er enn mikið verk að vinna. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er nefnilega ekki bara til þess gerður að fagna og skála. Hann spratt upp úr baráttu fatlaðs fólks sjálfs fyrir valdeflingu, þátttöku og mannréttindum. Dagurinn á að minna okkur á að hindranir hverfa ekki af sjálfu sér og að jafnrétti krefst raunverulegra aðgerða. Lögfesting... og hvað svo? Í ár höldum við upp á daginn í nýju samhengi. Þann 12. nóvember lögfesti Alþingi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, SRFF. Þetta var gríðarstór áfangi sem ÖBÍ réttindasamtök hafa barist fyrir í hartnær tvo áratugi. Með lögfestingunni viðurkennir Alþingi að réttindi fatlaðs fólks séu mannréttindi sem íslensk stjórnvöld bera skýrar og lögbundnar skyldur til að virða. En þótt lögfesting sé stórt skref er hún ekki nema einnmitt það, eitt skref. Lögfestingin ein og sér kemur ekki á fullu aðgengi, útrýmir biðlistum, tryggir þjónustu, menntun eða stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Til þess þurfa bæði ríki og sveitarfélög að taka skuldbindingar samningsins alvarlega, setja skýr markmið, fjármagna aðgerðir og innleiða breytingar í samráði við fatlað fólk. Ýmislegt annað hefur áunnist á árinu. Ber þar að nefna gildistöku nýrra laga um almannatryggingakerfið og stofnun Mannréttindastofnunnar Íslands. Stuttu eftir lögfestinguna voru svo tilnefndir talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi. Það er jákvætt skref og getur orðið mikilvægur vettvangur. Upplýst samfélag og Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtök fagna alþjóðadegi fatlaðs fólks á ýmsan hátt. Við stöndum fyrir átaki sem nefnist Upplýst samfélag og gengur út á að baða mannvirki í fjólubláu ljósi. Mikill fjöldi fyrirtækja, stofnanna og annarra tekur þátt í dag og kunnum við þeim þakkir fyrir. Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka hafa verið veitt á þessum degi allt frá árinu 2007. Þau minna okkur á að víða er unnið frábært starf, bæði af einstaklingum og stofnunum, til að brjóta niður fordóma og skapa eitt samfélag fyrir öll. Handhafi verðlaunanna í ár er Magnús Orri Arnarson, kvikmyndaframleiðandi og þáttagerðarmaður með meiru. Einnig voru tilnefnd Listvinnzlan, Sigurður Hólmar Jóhannesson og Hákon Arnar Bjarkason. ÖBÍ veitir í fyrsta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast fötlunarfræði á masters- eða doktorsstigi í dag. Rannsóknir á högum fatlaðs fólks skipta enda lykilmáli í réttindabaráttunni. Við bindum vonir við að samfélagið allt fagni deginum með okkur og standi með réttindabaráttu fatlaðs fólks. Við hjá ÖBÍ hvetjum jafnframt Alþingi og ráðherra til að taka höndum saman og gera eitthvað úr deginum í framtíðinni svo úr verði sameiginlegt átak samfélagsins alls, ekki einungis hagsmunasamtaka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Innilegar hamingjuóskir til samfélagsins alls á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Mörg stór skref eru að baki í réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikill árangur hefur náðst frá því við fögnuðum deginum síðast. Hins vegar er enn mikið verk að vinna. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er nefnilega ekki bara til þess gerður að fagna og skála. Hann spratt upp úr baráttu fatlaðs fólks sjálfs fyrir valdeflingu, þátttöku og mannréttindum. Dagurinn á að minna okkur á að hindranir hverfa ekki af sjálfu sér og að jafnrétti krefst raunverulegra aðgerða. Lögfesting... og hvað svo? Í ár höldum við upp á daginn í nýju samhengi. Þann 12. nóvember lögfesti Alþingi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, SRFF. Þetta var gríðarstór áfangi sem ÖBÍ réttindasamtök hafa barist fyrir í hartnær tvo áratugi. Með lögfestingunni viðurkennir Alþingi að réttindi fatlaðs fólks séu mannréttindi sem íslensk stjórnvöld bera skýrar og lögbundnar skyldur til að virða. En þótt lögfesting sé stórt skref er hún ekki nema einnmitt það, eitt skref. Lögfestingin ein og sér kemur ekki á fullu aðgengi, útrýmir biðlistum, tryggir þjónustu, menntun eða stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Til þess þurfa bæði ríki og sveitarfélög að taka skuldbindingar samningsins alvarlega, setja skýr markmið, fjármagna aðgerðir og innleiða breytingar í samráði við fatlað fólk. Ýmislegt annað hefur áunnist á árinu. Ber þar að nefna gildistöku nýrra laga um almannatryggingakerfið og stofnun Mannréttindastofnunnar Íslands. Stuttu eftir lögfestinguna voru svo tilnefndir talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi. Það er jákvætt skref og getur orðið mikilvægur vettvangur. Upplýst samfélag og Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtök fagna alþjóðadegi fatlaðs fólks á ýmsan hátt. Við stöndum fyrir átaki sem nefnist Upplýst samfélag og gengur út á að baða mannvirki í fjólubláu ljósi. Mikill fjöldi fyrirtækja, stofnanna og annarra tekur þátt í dag og kunnum við þeim þakkir fyrir. Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka hafa verið veitt á þessum degi allt frá árinu 2007. Þau minna okkur á að víða er unnið frábært starf, bæði af einstaklingum og stofnunum, til að brjóta niður fordóma og skapa eitt samfélag fyrir öll. Handhafi verðlaunanna í ár er Magnús Orri Arnarson, kvikmyndaframleiðandi og þáttagerðarmaður með meiru. Einnig voru tilnefnd Listvinnzlan, Sigurður Hólmar Jóhannesson og Hákon Arnar Bjarkason. ÖBÍ veitir í fyrsta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast fötlunarfræði á masters- eða doktorsstigi í dag. Rannsóknir á högum fatlaðs fólks skipta enda lykilmáli í réttindabaráttunni. Við bindum vonir við að samfélagið allt fagni deginum með okkur og standi með réttindabaráttu fatlaðs fólks. Við hjá ÖBÍ hvetjum jafnframt Alþingi og ráðherra til að taka höndum saman og gera eitthvað úr deginum í framtíðinni svo úr verði sameiginlegt átak samfélagsins alls, ekki einungis hagsmunasamtaka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar