54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2025 07:47 Á landsþingi Viðreisnar þann 21. september sl. segir sérstaklega um atvinnumál að flokkurinn vilji „...styðja við fjölbreytni, nýsköpun og kynslóðaskipti í landbúnaði.“ Slík markmið eru verðug en fimmtíu og fjórum dögum síðar leggur fjármálaráðherra fram frumvarp um hið gagnstæða. Frumvarpið varðar meðal annars breytingar á lögum um erfðafjárskatt sem mun gera ungum og upprennandi bændum enn erfiðara um vik að taka við búrekstri jarða. Aukinheldur ganga þær breytingar sem frumvarpið boðar þvert gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir berum orðum að gripið verði til aðgerða til að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði. Án þess að rekja hvað erfðafjárskattur er í senn óréttlátur og ófyrirsjáanlegur skattur þá er í tilviki fasteigna fasteignamat eignarinnar grundvöllur skattlagningarinnar. Tilgangur fasteignamats er ekki eingöngu að vera gjaldstofn fasteignagjalds heldur einnig að vera skattstofn fasteigna við ákvörðun erfðafjárskatts. Fasteignamatið er reiknað með tölfræðilegum matskerfum sem byggja á markaðsgögnum og eiginleikum fasteignarinnar með það að markmiði að endurspegla markaðsvirði hennar á ákveðnu tímabili. Núna er hins vegar lagt til að byggja skattlagningu erfðafjárskatts á tvöföldu kerfi - annars vegar með fasteignamati og hins vegar með markaðsverði. Á sama tíma og fasteignamat, rétt eins og lög og reglur kveða á um, á að endurspegla markaðsverð fasteignar. Þá er allskostar óvíst samkvæmt efni frumvarpsins hvenær eigi að styðjast við fasteignamatsverð og hvenær markaðsverð, með hvaða hætti markaðsverð er fundið, hvernig eigi að finna sambærilegar eignir til viðmiðunar, hvaða hlutlægu mælikvarðar liggja þar að baki og hvaða kaupendamarkað á eiginlega að miða við. Verði gert tilboð í bújörð sem er langt yfir fasteignamatsverði, er þá tilboðsverðið orðið markaðsverð af því að einhver einn aðili var tilbúinn að greiða svo mikið fyrir eignina? Og um leið er þá tilboðsverðið orðið grundvöllur skattlagningar erfðafjárskatts? Hvernig hefur verið hugsað fyrir erfðadeilur sem geta komið upp þegar erfingjar eru fleiri en einn? Þá er einnig verið að taka einn lið út úr fasteignamatinu, þ.e. lóðarliðinn (landið), og meta sérstaklega af sérfróðum aðila til „markaðsverðs“ og á þá að miða við þann lið í fasteignamatinu síðar meir? Alltof mörgum spurningum er ósvarað. Fyrirsjáanleika skattheimtunnar og grunnreglu skattaréttar er einfaldlega kastað á glæ í frumvarpi fjármálaráðherra, og það á kostnað kynslóðaskipta í landbúnaði. Verði frumvarpið óbreytt að lögum er óhætt að fullyrða að verið sé að leggja stein, og það ófyrirséðan, í götu kynslóðaskipta í landbúnaði þannig að þau verði torvelduð og einfaldlega gerð afturreka. Og hvað ætlar landinn þá að hafa sér til hnífs og skeiðar - Cheerios og möndlumjólk kannski? Maður einfaldlega spyr sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á landsþingi Viðreisnar þann 21. september sl. segir sérstaklega um atvinnumál að flokkurinn vilji „...styðja við fjölbreytni, nýsköpun og kynslóðaskipti í landbúnaði.“ Slík markmið eru verðug en fimmtíu og fjórum dögum síðar leggur fjármálaráðherra fram frumvarp um hið gagnstæða. Frumvarpið varðar meðal annars breytingar á lögum um erfðafjárskatt sem mun gera ungum og upprennandi bændum enn erfiðara um vik að taka við búrekstri jarða. Aukinheldur ganga þær breytingar sem frumvarpið boðar þvert gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir berum orðum að gripið verði til aðgerða til að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði. Án þess að rekja hvað erfðafjárskattur er í senn óréttlátur og ófyrirsjáanlegur skattur þá er í tilviki fasteigna fasteignamat eignarinnar grundvöllur skattlagningarinnar. Tilgangur fasteignamats er ekki eingöngu að vera gjaldstofn fasteignagjalds heldur einnig að vera skattstofn fasteigna við ákvörðun erfðafjárskatts. Fasteignamatið er reiknað með tölfræðilegum matskerfum sem byggja á markaðsgögnum og eiginleikum fasteignarinnar með það að markmiði að endurspegla markaðsvirði hennar á ákveðnu tímabili. Núna er hins vegar lagt til að byggja skattlagningu erfðafjárskatts á tvöföldu kerfi - annars vegar með fasteignamati og hins vegar með markaðsverði. Á sama tíma og fasteignamat, rétt eins og lög og reglur kveða á um, á að endurspegla markaðsverð fasteignar. Þá er allskostar óvíst samkvæmt efni frumvarpsins hvenær eigi að styðjast við fasteignamatsverð og hvenær markaðsverð, með hvaða hætti markaðsverð er fundið, hvernig eigi að finna sambærilegar eignir til viðmiðunar, hvaða hlutlægu mælikvarðar liggja þar að baki og hvaða kaupendamarkað á eiginlega að miða við. Verði gert tilboð í bújörð sem er langt yfir fasteignamatsverði, er þá tilboðsverðið orðið markaðsverð af því að einhver einn aðili var tilbúinn að greiða svo mikið fyrir eignina? Og um leið er þá tilboðsverðið orðið grundvöllur skattlagningar erfðafjárskatts? Hvernig hefur verið hugsað fyrir erfðadeilur sem geta komið upp þegar erfingjar eru fleiri en einn? Þá er einnig verið að taka einn lið út úr fasteignamatinu, þ.e. lóðarliðinn (landið), og meta sérstaklega af sérfróðum aðila til „markaðsverðs“ og á þá að miða við þann lið í fasteignamatinu síðar meir? Alltof mörgum spurningum er ósvarað. Fyrirsjáanleika skattheimtunnar og grunnreglu skattaréttar er einfaldlega kastað á glæ í frumvarpi fjármálaráðherra, og það á kostnað kynslóðaskipta í landbúnaði. Verði frumvarpið óbreytt að lögum er óhætt að fullyrða að verið sé að leggja stein, og það ófyrirséðan, í götu kynslóðaskipta í landbúnaði þannig að þau verði torvelduð og einfaldlega gerð afturreka. Og hvað ætlar landinn þá að hafa sér til hnífs og skeiðar - Cheerios og möndlumjólk kannski? Maður einfaldlega spyr sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar