Verðmæti menningarlæsis Anita Ýrr Taylor skrifar 15. október 2022 14:01 Þegar ég lagði af stað í skiptinemadvölina mína til Ítalíu, vissi ég ekki nákvæmlega hversu hár kletturinn var sem ég myndi þurfa stökkva af, en ég var fullviss um að flugið yrði þess virði og tilfinning frelsisins var eitthvað sem ég gat ekki einu sinni byrjað að ímyndað mér í september á síðasta ári. Árið var stútfullt af nýjum upplifunum; skóli á laugardögum, borðbænir, klifuræfingar, óteljandi ferðalög með bestu vinkonu minni frá Síle og kaffi á hverjum morgni. Ég lærði helling af nýjum hlutum eins og að litríkir sokkar geta verið tól til þess að láta dimma daga verða bjartari og að það eru til svo miklu fleiri litir en svartur, grár og brúnn eins og ég var svo vön að sjá á Íslandi. Fyrstu mánuðirnir einkenndust af hausverk og löngum dúrum eftir skóla eftir að hafa þurft að hlusta á ókunnugt tungumál allan daginn. Einmanaleikinn gat verið rosalegur þegar ég var umkringd fólki sem talaði tungumál sem ég skildi ekki ogannað var það að geta ekki sagt brandara eða tjáð mig á þann hátt sem ég vildi. Af þeirri upplifun lærði ég að það er oftast hægt að nota látbragð til þess að vera skilinn. Þetta var erfitt á tímabilum en eftir ársdvöl náði ég ekki einungis að hlæja að bröndurum nýrra vina, heldur náði ég einnig að segja þó nokkra af þeim og voru það þá aðrir sem hlógu með. Á þeim tímapunkti, var ég komin ótalmarga kílómetra frá klettinum sem ég upphaflega stökk af. Ég var þá búin að eignast vini fyrir lífstíð og ná tökum á tungumálinu, en það sem meira var, þá var ég búin að eignast nýja systur. Það var aldrei neinn vandræðaleiki á milli okkar tveggja og held ég að við urðum svona nánar vegna þess að við deildum svefnherbergi. Það liðu aðeins nokkrir dagar á milli vandræðalegu bílferðarinnar heim af lestarstöðinni að löngum hlátursköstum og kúrum á sófanum. Við enduðum síðan á gólfinu í svefnherberginu okkar einn daginn, grátandi við tilhugsunina um að ég þyrfti að snúa aftur heim til Íslands. Fósturfjölskyldan í heild sinni var mér ávallt indæl og tel ég mig hafa verið mjög heppna að hafa kynnst þeim. Nú á ég annað heimili á Norður-Ítalíu og veit ég að þau bíða mín hinum megin við sjóndeildarhringinn. Ég get með fullvissu sagt að stökkið leyfði mér ekki einungis að fljúga yfir nýtt haf og finna fyrir frelsi sem ég þekkti ekki áður, heldur leyfði það mér líka að hitta aðra fugla á leiðinni sem voru í sama leiðangri og ég sem vildu líka sjá útsýnið frá öðru sjónarhorni. Það sem skiptinám gaf mér með því að leyfa mér að upplifa aðra menningu, mun fylgja mér alla mína ævi og hefur dýpkað skilning minn á minni eigin menningu og tungumáli. Menntun sem byggir á menningarlæsi auðgar það samfélag sem við lifum í og bætir okkur sem einstaklinga. Þess vegna hvet ég sem flest til að taka stökkið og upplifa það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Höfundur fór sem skiptinemi með AFS til Ítalíu árið 2021 til 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Mest lesið Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þegar ég lagði af stað í skiptinemadvölina mína til Ítalíu, vissi ég ekki nákvæmlega hversu hár kletturinn var sem ég myndi þurfa stökkva af, en ég var fullviss um að flugið yrði þess virði og tilfinning frelsisins var eitthvað sem ég gat ekki einu sinni byrjað að ímyndað mér í september á síðasta ári. Árið var stútfullt af nýjum upplifunum; skóli á laugardögum, borðbænir, klifuræfingar, óteljandi ferðalög með bestu vinkonu minni frá Síle og kaffi á hverjum morgni. Ég lærði helling af nýjum hlutum eins og að litríkir sokkar geta verið tól til þess að láta dimma daga verða bjartari og að það eru til svo miklu fleiri litir en svartur, grár og brúnn eins og ég var svo vön að sjá á Íslandi. Fyrstu mánuðirnir einkenndust af hausverk og löngum dúrum eftir skóla eftir að hafa þurft að hlusta á ókunnugt tungumál allan daginn. Einmanaleikinn gat verið rosalegur þegar ég var umkringd fólki sem talaði tungumál sem ég skildi ekki ogannað var það að geta ekki sagt brandara eða tjáð mig á þann hátt sem ég vildi. Af þeirri upplifun lærði ég að það er oftast hægt að nota látbragð til þess að vera skilinn. Þetta var erfitt á tímabilum en eftir ársdvöl náði ég ekki einungis að hlæja að bröndurum nýrra vina, heldur náði ég einnig að segja þó nokkra af þeim og voru það þá aðrir sem hlógu með. Á þeim tímapunkti, var ég komin ótalmarga kílómetra frá klettinum sem ég upphaflega stökk af. Ég var þá búin að eignast vini fyrir lífstíð og ná tökum á tungumálinu, en það sem meira var, þá var ég búin að eignast nýja systur. Það var aldrei neinn vandræðaleiki á milli okkar tveggja og held ég að við urðum svona nánar vegna þess að við deildum svefnherbergi. Það liðu aðeins nokkrir dagar á milli vandræðalegu bílferðarinnar heim af lestarstöðinni að löngum hlátursköstum og kúrum á sófanum. Við enduðum síðan á gólfinu í svefnherberginu okkar einn daginn, grátandi við tilhugsunina um að ég þyrfti að snúa aftur heim til Íslands. Fósturfjölskyldan í heild sinni var mér ávallt indæl og tel ég mig hafa verið mjög heppna að hafa kynnst þeim. Nú á ég annað heimili á Norður-Ítalíu og veit ég að þau bíða mín hinum megin við sjóndeildarhringinn. Ég get með fullvissu sagt að stökkið leyfði mér ekki einungis að fljúga yfir nýtt haf og finna fyrir frelsi sem ég þekkti ekki áður, heldur leyfði það mér líka að hitta aðra fugla á leiðinni sem voru í sama leiðangri og ég sem vildu líka sjá útsýnið frá öðru sjónarhorni. Það sem skiptinám gaf mér með því að leyfa mér að upplifa aðra menningu, mun fylgja mér alla mína ævi og hefur dýpkað skilning minn á minni eigin menningu og tungumáli. Menntun sem byggir á menningarlæsi auðgar það samfélag sem við lifum í og bætir okkur sem einstaklinga. Þess vegna hvet ég sem flest til að taka stökkið og upplifa það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Höfundur fór sem skiptinemi með AFS til Ítalíu árið 2021 til 2022.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun