Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja? Rúnar Sigurðsson skrifar 13. október 2022 11:30 Skýjalausnir hvað er það? Skýjalausnir eru hugbúnaðar lausnir er keyra í sérhönnuðum gagnaverum og allir notendur eru í sömu grunnútgáfunni, þ.e. ekki er haldið utan um sértæka útgáfu fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Aðlaganir fyrir hvern og einn er hægt að gera, en grunnkerfið er alltaf í sömu útgáfu fyrir alla notendur. Þessar sértæku aðlaganir halda sér þótt ný grunnútgáfa líti dagsins ljós. Uppfærslur gerast miðlægt og kostnaður við þróun dreifist á marga aðila. Fyrirtækin aðlaga sig að lausninni frekar en að hanna eigin lausnir, sem er síðan erfitt að uppfæra án mikils kostnaðar. Við þekkjum vel slíkar lausnir en þar eru Microsoft 365 og Uniconta upplýsingakerfið góð dæmi um skýjalausnir þar sem allir eru í sömu útgáfunni þó hver og einn hafi gert einhverjar aðlaganir á hverri fyrir sig. Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja út? Miklar breytingar eiga sér nú stað með tilkomu skýjalausna og nútíma högunar á upplýsingakerfum. Áður áttu upplýsingakerfin að gera allt fyrir alla, en nú eru kröfur þannig að öflugar sérlausnir tengjast öflugu fjárhagskerfi sem tekur á íslenskum sérþörfum. Þannig er hægt að velja skýjalausn sem leysir nútíma þarfir og gömlu upplýsingakerfin fjara út, eða hreinlega hverfa. Sértækar lausnir munu gera það að verkum að gömlu kerfin standast ekki samanburð eða uppfylla þarfir nútímans. Hvað tekur við? Nú veljum við að lausnir sem henta okkur og fáum þær til að tala saman. Við veljum okkur einfaldlega besta fjárhagskerfið, besta verk- og tímaskráningarkerfið eða þá lausn sem við teljum henta okkur best hverju sinni. Síðan einfaldlega tengjum við saman það sem þarf að tengja og þau gögn sem við viljum að fari á milli með forritaskilum. Það er alltaf að verða auðveldara að tengja ólík kerfi saman. Þannig má finna þá bestu lausn sem hentar okkur í verkefnið sem á að leysa. Með tilkomu skýjalausna er líka mun auðveldra að láta lausnir tala saman því aðgengi í skýinu er auðveldara, er ekki á netþjóni innan fyrirtækis sem er lítt aðgengilegur. Hvering á að velja réttu lausnina? Fyrst skal huga að því að lausnin sé skýjalausn og sé í vottuðu og viðurkenndu umhverfi. Afritun sé í lagi og uppfærslur gerist sjálfkrafa og reglulega. Síðan skal velja rétt fjárhagskerfið sem uppfyllir íslenskar reglur og staðla og er með allar tengingar við íslenskt umhverfi. Þar ber helst að nefna, tengingu við banka, rafræna skeytamiðlara, þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, innheimtukerfi og kröfukerfi. Kerfið þarf einnig að hafa öflug forritaskil og geta tengst öðrum kerfum á auðveldan hátt. Samþáttanir og flæði á milli kerfa – nútíminn Ef þörf er á að velja sértækar lausnir eins og verk- og tímaskráningar eða önnur þau kerfi sem okkur líst vel á er nauðsynlegt að skoða gaumgæfilega hvað er í boði. Einnig er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort þörf sé á að vera með sér íslenskar aðlaganir í sértækum lausnum. Yfirleitt er það ekki hægt í sérhönnuðum sértækum skýjalausnum að vera með sér íslenskar aðlaganir, því er mikilvægt að fjárhagskerfið sé með það sem þarf til að tengjast íslensku umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Svar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Sjá meira
Skýjalausnir hvað er það? Skýjalausnir eru hugbúnaðar lausnir er keyra í sérhönnuðum gagnaverum og allir notendur eru í sömu grunnútgáfunni, þ.e. ekki er haldið utan um sértæka útgáfu fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Aðlaganir fyrir hvern og einn er hægt að gera, en grunnkerfið er alltaf í sömu útgáfu fyrir alla notendur. Þessar sértæku aðlaganir halda sér þótt ný grunnútgáfa líti dagsins ljós. Uppfærslur gerast miðlægt og kostnaður við þróun dreifist á marga aðila. Fyrirtækin aðlaga sig að lausninni frekar en að hanna eigin lausnir, sem er síðan erfitt að uppfæra án mikils kostnaðar. Við þekkjum vel slíkar lausnir en þar eru Microsoft 365 og Uniconta upplýsingakerfið góð dæmi um skýjalausnir þar sem allir eru í sömu útgáfunni þó hver og einn hafi gert einhverjar aðlaganir á hverri fyrir sig. Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja út? Miklar breytingar eiga sér nú stað með tilkomu skýjalausna og nútíma högunar á upplýsingakerfum. Áður áttu upplýsingakerfin að gera allt fyrir alla, en nú eru kröfur þannig að öflugar sérlausnir tengjast öflugu fjárhagskerfi sem tekur á íslenskum sérþörfum. Þannig er hægt að velja skýjalausn sem leysir nútíma þarfir og gömlu upplýsingakerfin fjara út, eða hreinlega hverfa. Sértækar lausnir munu gera það að verkum að gömlu kerfin standast ekki samanburð eða uppfylla þarfir nútímans. Hvað tekur við? Nú veljum við að lausnir sem henta okkur og fáum þær til að tala saman. Við veljum okkur einfaldlega besta fjárhagskerfið, besta verk- og tímaskráningarkerfið eða þá lausn sem við teljum henta okkur best hverju sinni. Síðan einfaldlega tengjum við saman það sem þarf að tengja og þau gögn sem við viljum að fari á milli með forritaskilum. Það er alltaf að verða auðveldara að tengja ólík kerfi saman. Þannig má finna þá bestu lausn sem hentar okkur í verkefnið sem á að leysa. Með tilkomu skýjalausna er líka mun auðveldra að láta lausnir tala saman því aðgengi í skýinu er auðveldara, er ekki á netþjóni innan fyrirtækis sem er lítt aðgengilegur. Hvering á að velja réttu lausnina? Fyrst skal huga að því að lausnin sé skýjalausn og sé í vottuðu og viðurkenndu umhverfi. Afritun sé í lagi og uppfærslur gerist sjálfkrafa og reglulega. Síðan skal velja rétt fjárhagskerfið sem uppfyllir íslenskar reglur og staðla og er með allar tengingar við íslenskt umhverfi. Þar ber helst að nefna, tengingu við banka, rafræna skeytamiðlara, þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, innheimtukerfi og kröfukerfi. Kerfið þarf einnig að hafa öflug forritaskil og geta tengst öðrum kerfum á auðveldan hátt. Samþáttanir og flæði á milli kerfa – nútíminn Ef þörf er á að velja sértækar lausnir eins og verk- og tímaskráningar eða önnur þau kerfi sem okkur líst vel á er nauðsynlegt að skoða gaumgæfilega hvað er í boði. Einnig er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort þörf sé á að vera með sér íslenskar aðlaganir í sértækum lausnum. Yfirleitt er það ekki hægt í sérhönnuðum sértækum skýjalausnum að vera með sér íslenskar aðlaganir, því er mikilvægt að fjárhagskerfið sé með það sem þarf til að tengjast íslensku umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Svar ehf.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar