Sama hvaðan gott kemur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. október 2022 12:30 Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur. Þessi staða var ein helsta ástæða þess að fyrir tæpum tveimur árum fékk ég Alþingi í lið með mér til að kalla eftir því að þáverandi sjávarútvegsráðherra skilaði þinginu skýrslu með upplýsingum um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í atvinnurekstri sem ekki tengist þeirra kjarnastarfsemi; sjávarútvegi. Önnur ekki síður veigamikil ástæða var sú að hin sterka fjárhagsstaða þessara stóru útgerðarfélaga byggist á einkaleyfi þeirra til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Markmiðið var að varpa ljósi á raunveruleg ítök aðila sem hafa ótímabundið einkaleyfi til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í samfélagi okkar og atvinnulífi. Útvötnuð útgáfa ráðherra Ráðherra skilaði skýrslu í ágúst 2021 en ekki þeirri sem um var beðið. Þess í stað skilaði hann verulega útvatnaðri útgáfu sem ekki svaraði spurningunum sem fyrir hann höfðu verið lagðar. Skýrslan sem Alþingi kallaði eftir var þó í farvatninu innan ráðuneytisins þar til vinna hennar var stöðvuð af ástæðum sem ekki hafa fengist skýrðar. Ráðherra varði hina útvötnuðu útgáfu með vísan til Persónuverndar en þar á bæ höfnuðu menn þeirri söguskýringu algjörlega. Eftir sat þingheimur og almenningur áfram í myrkrinu hvað varðar upplýsingar um raunveruleg völd og áhrif sjávarútvegsrisanna í íslensku samfélagi. En viti menn. Nú hefur ráðherra sjávarútvegsmála sett af stað vinnu við að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsins í íslensku samfélagi. Nú þykir það mikilvægt að gegnsæi ríki um þessi tengsl svo hægt sé að auka traust milli sjávarútvegs og samfélags, svo vitnað sé í orð ráðherrans Svandísar Svavarsdóttur í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ekki veiti af. Lykilatriði í heilbrigðu og gegnsæu samfélagi sé að við vitum nákvæmlega hvernig eignir og þar með áhrif í samfélaginu liggi. Hluti af lýðræðislegu skrefi í átt að samfélagssátt sé að fólk sjái betur hvaða sé þarna að baki. Þetta er kjarni málsins og það er ástæða til að gleðjast yfir því að ríkistjórnin hlusti að lokum. Það er sama hvaðan gott kemur og þó ríkisstjórnin hafi í nær tvö ár forðast að birta þessar upplýsingar þá er von að núna muni hún fylgja vilja Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur. Þessi staða var ein helsta ástæða þess að fyrir tæpum tveimur árum fékk ég Alþingi í lið með mér til að kalla eftir því að þáverandi sjávarútvegsráðherra skilaði þinginu skýrslu með upplýsingum um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í atvinnurekstri sem ekki tengist þeirra kjarnastarfsemi; sjávarútvegi. Önnur ekki síður veigamikil ástæða var sú að hin sterka fjárhagsstaða þessara stóru útgerðarfélaga byggist á einkaleyfi þeirra til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Markmiðið var að varpa ljósi á raunveruleg ítök aðila sem hafa ótímabundið einkaleyfi til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í samfélagi okkar og atvinnulífi. Útvötnuð útgáfa ráðherra Ráðherra skilaði skýrslu í ágúst 2021 en ekki þeirri sem um var beðið. Þess í stað skilaði hann verulega útvatnaðri útgáfu sem ekki svaraði spurningunum sem fyrir hann höfðu verið lagðar. Skýrslan sem Alþingi kallaði eftir var þó í farvatninu innan ráðuneytisins þar til vinna hennar var stöðvuð af ástæðum sem ekki hafa fengist skýrðar. Ráðherra varði hina útvötnuðu útgáfu með vísan til Persónuverndar en þar á bæ höfnuðu menn þeirri söguskýringu algjörlega. Eftir sat þingheimur og almenningur áfram í myrkrinu hvað varðar upplýsingar um raunveruleg völd og áhrif sjávarútvegsrisanna í íslensku samfélagi. En viti menn. Nú hefur ráðherra sjávarútvegsmála sett af stað vinnu við að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsins í íslensku samfélagi. Nú þykir það mikilvægt að gegnsæi ríki um þessi tengsl svo hægt sé að auka traust milli sjávarútvegs og samfélags, svo vitnað sé í orð ráðherrans Svandísar Svavarsdóttur í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ekki veiti af. Lykilatriði í heilbrigðu og gegnsæu samfélagi sé að við vitum nákvæmlega hvernig eignir og þar með áhrif í samfélaginu liggi. Hluti af lýðræðislegu skrefi í átt að samfélagssátt sé að fólk sjái betur hvaða sé þarna að baki. Þetta er kjarni málsins og það er ástæða til að gleðjast yfir því að ríkistjórnin hlusti að lokum. Það er sama hvaðan gott kemur og þó ríkisstjórnin hafi í nær tvö ár forðast að birta þessar upplýsingar þá er von að núna muni hún fylgja vilja Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar