Til hamingju kennarar Mjöll Matthíasdóttir skrifar 5. október 2022 09:01 Kennarar! Til hamingju með daginn okkar. Í dag 5. október er alþjóðadagur kennara. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1994 að frumkvæði UNESCO, UNICEF og EI, alþjóðasamtaka kennara. Markmiðið er að beina sjónum að mikilvægi kennarastarfsins fyrir samfélög heimsins. Yfirskrift dagsins í ár er “The transformation of education begins with teachers! Umbreyting menntunar hefst hjá kennurum” Í ár er einnig sérstaklega vakin athygli á því að fleiri menntaða kennara vantar til starfa um heim allan. Það er því miður líka staðan hér á landi - á öllum skólastigum. Það er alvarleg staða og hún snertir samfélagið allt. Aðgerðir til að fjölga nemum í kennaranámi hafa skilað árangri en þrátt fyrir það vantar okkur miklu fleiri í hópinn. Við eigum frábæra kennara í skólum landsins sem daglega mæta margvíslegum áskorunum í störfum sínum. Margt má betur fara í starfsaðstæðum þeirra. En í þessum hópi býr eldmóður og gróska. Nýlega var ég svo heppin að taka þátt í mennta viðburðinum Utís-online. Tvö þúsund kennarar hlýddu þar á útsendingu fjölda fyrirlestra, horfðu á kynningar á áhugaverðum verkefnum í íslenskum skólum og tóku þátt í umræðum. Síðar í þessari viku er haldin Menntakvika en þar verða fluttir yfir 200 fyrirlestrar um uppeldis- og menntamál. Allir kennararnir sem taka þátt í þessum viðburðum bera svo nýjar hugmyndir heim á sinn starfsvettvang. Það er svo þar sem töfrarnir gerast! Við sem samfélag þurfum að hlúa að kennurunum okkar - þannig verður til framúrskarandi skólastarf, nemendum til heilla. Kennarasamband Íslands heldur í dag skólamálaþing undir yfirskriftinni “Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum”. Hægt er að fylgjast með þinginu í streymi sem nálgast má á vef KÍ klukkan 15. Verða kennarar á vegi þínum í dag? Það er tilvalið að óska þeim til hamingju með daginn. Höfundur er grunnskólakennari og tekur við formennsku í félagi grunnskólakennara 18. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Kennarar! Til hamingju með daginn okkar. Í dag 5. október er alþjóðadagur kennara. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1994 að frumkvæði UNESCO, UNICEF og EI, alþjóðasamtaka kennara. Markmiðið er að beina sjónum að mikilvægi kennarastarfsins fyrir samfélög heimsins. Yfirskrift dagsins í ár er “The transformation of education begins with teachers! Umbreyting menntunar hefst hjá kennurum” Í ár er einnig sérstaklega vakin athygli á því að fleiri menntaða kennara vantar til starfa um heim allan. Það er því miður líka staðan hér á landi - á öllum skólastigum. Það er alvarleg staða og hún snertir samfélagið allt. Aðgerðir til að fjölga nemum í kennaranámi hafa skilað árangri en þrátt fyrir það vantar okkur miklu fleiri í hópinn. Við eigum frábæra kennara í skólum landsins sem daglega mæta margvíslegum áskorunum í störfum sínum. Margt má betur fara í starfsaðstæðum þeirra. En í þessum hópi býr eldmóður og gróska. Nýlega var ég svo heppin að taka þátt í mennta viðburðinum Utís-online. Tvö þúsund kennarar hlýddu þar á útsendingu fjölda fyrirlestra, horfðu á kynningar á áhugaverðum verkefnum í íslenskum skólum og tóku þátt í umræðum. Síðar í þessari viku er haldin Menntakvika en þar verða fluttir yfir 200 fyrirlestrar um uppeldis- og menntamál. Allir kennararnir sem taka þátt í þessum viðburðum bera svo nýjar hugmyndir heim á sinn starfsvettvang. Það er svo þar sem töfrarnir gerast! Við sem samfélag þurfum að hlúa að kennurunum okkar - þannig verður til framúrskarandi skólastarf, nemendum til heilla. Kennarasamband Íslands heldur í dag skólamálaþing undir yfirskriftinni “Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum”. Hægt er að fylgjast með þinginu í streymi sem nálgast má á vef KÍ klukkan 15. Verða kennarar á vegi þínum í dag? Það er tilvalið að óska þeim til hamingju með daginn. Höfundur er grunnskólakennari og tekur við formennsku í félagi grunnskólakennara 18. október.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun