Norrænt samstarf í 100 ár! Hrannar Björn Arnarsson og Ragnheiður H Þórarinsdóttir skrifa 29. september 2022 09:31 Norræna félagið á Íslandi fagnar í dag að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun félagsins. Þau voru satt best að segja ekki mörg sem sáu tilgang eða mikið vit í hugmyndinni um norrænt samstarf þegar félagið var stofnað 29. september árið 1922, enda kanski ekki von. Noregur, Finnland og Ísland voru eðlilega með hugan við eigið sjálfstæði og grunnt á því góða á milli norrænu frændþjóðanna sem hver um sig reyndi að fóta sig í nýjum heimi eftir hildarleik heimsstyrjaldarinnar fyrri. En hugmyndinni um norrænt samstarf, samstöðu og vinskap tókst að festa rætur í hrjóstrugum jarðvegi millistríðsáranna, lifa af og vaxa í gegnum heimsstyrjöldina síðari og sprynga síðan út, sem kröftug fjöldahreyfing um öll Norðurlöndin. Enginn efast í dag um mikilvægi og ríkulegan ávöxt norræns samstarfs enda njóta fáar pólitískar hugmyndir eins víðtæks stuðning almennings og stjórnmálaflokka. Norrænt samstarf hefur gefið af sér einhver farsælustu samfélög veraldarsögunnar, gríðarlegar efnahagslegar og samfélagslegar framfarir og Norðurlöndin hafa í sameiningu verið leiðandi afl í mannréttindum, umhverfismálum og félagslegu réttlæti í heiminum. En það sem er mest um vert og án nokkurs vafa dýrmætasti ávöxtur hugsjónarinnar um norrænt samstarf, er sú vinátta, samhugur og samstaða sem nú ríkir milli íbúa norrænu landanna átta. Þau traustu vinabönd eru fráleitt sjálfgefin eða sjálfsögð, hvort sem horft er til blóðugrar átakasögu norrænna þjóða á fyrr á tíð, eða stríðsátaka nútímans, meðal bræða og systraþjóða Evrópu. Þetta hefur tekist með einarðri baráttu norrænu félaganna í eitt hundrað ár og því þéttriðna norræna samstarfi á flestum sviðum samfélagins, sem sú barátta hefur skilað. Við sem viljum veg norræns samstarfs sem mestan, getum því litið afar stolt um öxl á hundrað ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Við getum líka og eigum að horfa hnarreist fram á vegin, sannfærð um mikilvægi og óþrjótandi möguleika norræns samstarfs og þá dýrmætu gjöf sem vinátta norrænu þjóðanna sannarlega er. Til hamingju með daginn – meira norrænt samstarf! Höfundar eru formaður og varaformaður Norræna félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurlandaráð Utanríkismál Tímamót Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Norræna félagið á Íslandi fagnar í dag að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun félagsins. Þau voru satt best að segja ekki mörg sem sáu tilgang eða mikið vit í hugmyndinni um norrænt samstarf þegar félagið var stofnað 29. september árið 1922, enda kanski ekki von. Noregur, Finnland og Ísland voru eðlilega með hugan við eigið sjálfstæði og grunnt á því góða á milli norrænu frændþjóðanna sem hver um sig reyndi að fóta sig í nýjum heimi eftir hildarleik heimsstyrjaldarinnar fyrri. En hugmyndinni um norrænt samstarf, samstöðu og vinskap tókst að festa rætur í hrjóstrugum jarðvegi millistríðsáranna, lifa af og vaxa í gegnum heimsstyrjöldina síðari og sprynga síðan út, sem kröftug fjöldahreyfing um öll Norðurlöndin. Enginn efast í dag um mikilvægi og ríkulegan ávöxt norræns samstarfs enda njóta fáar pólitískar hugmyndir eins víðtæks stuðning almennings og stjórnmálaflokka. Norrænt samstarf hefur gefið af sér einhver farsælustu samfélög veraldarsögunnar, gríðarlegar efnahagslegar og samfélagslegar framfarir og Norðurlöndin hafa í sameiningu verið leiðandi afl í mannréttindum, umhverfismálum og félagslegu réttlæti í heiminum. En það sem er mest um vert og án nokkurs vafa dýrmætasti ávöxtur hugsjónarinnar um norrænt samstarf, er sú vinátta, samhugur og samstaða sem nú ríkir milli íbúa norrænu landanna átta. Þau traustu vinabönd eru fráleitt sjálfgefin eða sjálfsögð, hvort sem horft er til blóðugrar átakasögu norrænna þjóða á fyrr á tíð, eða stríðsátaka nútímans, meðal bræða og systraþjóða Evrópu. Þetta hefur tekist með einarðri baráttu norrænu félaganna í eitt hundrað ár og því þéttriðna norræna samstarfi á flestum sviðum samfélagins, sem sú barátta hefur skilað. Við sem viljum veg norræns samstarfs sem mestan, getum því litið afar stolt um öxl á hundrað ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Við getum líka og eigum að horfa hnarreist fram á vegin, sannfærð um mikilvægi og óþrjótandi möguleika norræns samstarfs og þá dýrmætu gjöf sem vinátta norrænu þjóðanna sannarlega er. Til hamingju með daginn – meira norrænt samstarf! Höfundar eru formaður og varaformaður Norræna félagsins.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun