Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2022 07:32 Þúsundur hafa komið saman á götum Tókýó til að mótmæla hinni opinberu útför. AP Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. Hinn 67 ára Abe far skotinn til bana á kosningafundi í Nara í vesturhluta Japan í júlí síðastliðinn, fáeinum dögum fyrir kosningar í landinu. Sú ákvörðun að hafa opinbera útför fyrir Abe hefur vakið upp miklar deilur í landinu, þar sem slíkar útfarir kosta um það bil jafnvirði um 1,4 milljarða íslenskra króna í Japan. Benda skoðanakannanir til að meirihluti landsmanna sé andvígur þeirri ákvörðun forsætisráðherrans Fumio Kishida að halda opinbera útför fyrir Abe. Áætlað er að útförin kosti 1,4 milljarð króna. Þetta hefur farið illa í marga Japani.AP Áætlað er að um þúsund manns taki beinan þátt við framkvæmd útfararinnar og að um 20 þúsund lögreglumenn séu á svæðinu til að tryggja öryggi. Þá er áætlað að á fimmta þúsund sæki sjálfa athöfnina, auk þess að henni er sjónvarpað. „Þú varst maður sem hefðir átt að lifa mun lengur,“ sagði Kishida við útförina í morgun. Akie Abe, ekkja Shinzo Abe, lútir höfði.AP Mikill fjöldi erlendra leiðtoga, ýmist núverandi eða fyrrverandi, hafa komið til Japans í tilefni af útförinni, meðal annars Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Anthony Albanese, forstætisráðherra Ástralíu, Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Auk þeirra eru Christian Wulff, fyrrverandi Þýskalandsforseti, Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í hópi gesta. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er í hópi gesta útfararinnar.AP Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Mikil umræða hefur skapast um tengsl Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Abe, og Sameiningarkirkjunnar í landinu – kirkju sem Abe var virkur í – í kjölfar dauða forsætisráðherrans fyrrverandi. Morðingi Abe sakaði kirkjuna um að hafa svikið fjölskyldu sína og hirt ævisparnað foreldra sinna, en opinber rannsókn er nú hafin í Japan um tengsl kirkjunnar og flokksins. Japan Morðið á Shinzo Abe Tengdar fréttir Kveikti í sér til að mótmæla ríkisútför Abe Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna. 21. september 2022 08:07 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Hinn 67 ára Abe far skotinn til bana á kosningafundi í Nara í vesturhluta Japan í júlí síðastliðinn, fáeinum dögum fyrir kosningar í landinu. Sú ákvörðun að hafa opinbera útför fyrir Abe hefur vakið upp miklar deilur í landinu, þar sem slíkar útfarir kosta um það bil jafnvirði um 1,4 milljarða íslenskra króna í Japan. Benda skoðanakannanir til að meirihluti landsmanna sé andvígur þeirri ákvörðun forsætisráðherrans Fumio Kishida að halda opinbera útför fyrir Abe. Áætlað er að útförin kosti 1,4 milljarð króna. Þetta hefur farið illa í marga Japani.AP Áætlað er að um þúsund manns taki beinan þátt við framkvæmd útfararinnar og að um 20 þúsund lögreglumenn séu á svæðinu til að tryggja öryggi. Þá er áætlað að á fimmta þúsund sæki sjálfa athöfnina, auk þess að henni er sjónvarpað. „Þú varst maður sem hefðir átt að lifa mun lengur,“ sagði Kishida við útförina í morgun. Akie Abe, ekkja Shinzo Abe, lútir höfði.AP Mikill fjöldi erlendra leiðtoga, ýmist núverandi eða fyrrverandi, hafa komið til Japans í tilefni af útförinni, meðal annars Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Anthony Albanese, forstætisráðherra Ástralíu, Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Auk þeirra eru Christian Wulff, fyrrverandi Þýskalandsforseti, Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í hópi gesta. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er í hópi gesta útfararinnar.AP Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Mikil umræða hefur skapast um tengsl Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Abe, og Sameiningarkirkjunnar í landinu – kirkju sem Abe var virkur í – í kjölfar dauða forsætisráðherrans fyrrverandi. Morðingi Abe sakaði kirkjuna um að hafa svikið fjölskyldu sína og hirt ævisparnað foreldra sinna, en opinber rannsókn er nú hafin í Japan um tengsl kirkjunnar og flokksins.
Japan Morðið á Shinzo Abe Tengdar fréttir Kveikti í sér til að mótmæla ríkisútför Abe Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna. 21. september 2022 08:07 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Kveikti í sér til að mótmæla ríkisútför Abe Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna. 21. september 2022 08:07