Erlent

Undir­rituðu vilja­yfir­lýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það fór vel á með forsetunum í París í gær.
Það fór vel á með forsetunum í París í gær. Getty/Corbis/Antoine Gyori

Stjórnvöld í Úkraínu hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotur, dróna, loftvarnakerfi og annan búnað af Frökkum á næstu tíu árum.

Kaupin miða að því að efla hernaðarlega getu Úkraínu og efla varnir hennar til framtíðar.

Viljayfirlýsingin var undirrituð í forsetahöllinni í París, af Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Selenskí sagði um að ræða sögulegt samkomulag og þá lofaði Macron það sem næsta skrefið í samskiptum ríkjanna.

Macron sagði samkomulagið fela í sér sölu nýjustu herþota Frakklands til Úkraínu, ásamt öllum tilheyrandi vopnakerfum og þjálfun. Samkomulagið kveður ekki á um afhendingartíma en þjálfun flugmanna er sögð taka um þrjú ár.

Hver Rafale þota er sögð kost um það bil 100 milljónir dala.

Úkraínumenn höfðu áður undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að 150 Gripen herþotum frá Svíþjóð á næstu tíu árum. Úkraínuher notast nú við F-16 herþotur frá Bandaríkjunum og Mirage-vélar frá Frakklandi.

Selenskí segir uppbyggingu herþotu flota Úkraínu þannig vel á veg kominn og hefur gefið til kynna að þar sem flugmenn Úkraínu kunni nú þegar á Mirage þoturnar muni það taka þá innan við ár að læra á Rafale-vélarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×