Einkavæðingu Vífilsstaða skotið á frest Kristófer Ingi Svavarsson skrifar 7. september 2022 11:00 Föstudaginn 2. september var starfsfólk Vífilsstaða enn boðað á fund um rekstur og framtíð þeirra, eða Öldrunardeildar H í Landspítala, eins og Vífilsstaðir heita á vefsíðu sjúkrahússins. Á fundinum var mönnum tjáð að ekkert yrði úr áformum um að bjóða út þá starfsemi sem þar færi fram um „fyrirsjáanlega framtíð“. Engin skýring var gefin á þessari kúvendingu. Hvorki hvort enginn treysti sér til að einkareka Vífilsstaði, né hvort þessi tilraun hefði mætt mótspyrnu á stjórnarheimilinu. Þá var ekki fjallað um þá staðreynd að Sjúkratrygginar Íslands buðu alls ekki út þá starfsemi sem fram fer á Vífilsstöðum heldur annars konar þjónustu; rekstur líknardeildar og skammtíma- og hvíldardeildar fyrir roskið fólk. Hins vegar var því heitið þrívegis að auglýst yrði eftir starfsfólki til að fylla skarð þeirra fjölmörgu sem horfið hafa burt undanfarið, meðal annars vegna útboðsáformanna. Heilbrigðisráðherra tók svo af skarið og tjáði sig um þetta mál í Vísi í gær. Engin sinnaskipti ráðamanna, engin mótspyrna VG-flokksins í ríkisstjórn. Það bauð bara enginn í reksturinn! Og hin „fyrirsjáanlega framtíð“ nær aðeins fram yfir áramót! Það verður „ekkert úr þessu á þessu ári,“ en málið sé í biðstöðu, enda „um að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í.“ Og ráðherra ítrekar: „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Auðvitað, auðvitað! „Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi.“ Auðvitað er löngu tímabært að öldrunarlæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og óbreyttir strafsmenn sem árum saman hafa hjúkrað rosknum sjúklingum í sjúkrahúsi þjóðarinnar átti sig á þessum boðskap mr. McKinsey: Þið eigið ekki standa í þessu vafstri! Auðvitað eiga ættingjar og ástvinir þessara sjúklinga að átta sig á þessu líka. Reyndar segir heilbrigðisráðherra sjálfur í nýlegri grein um framtíð endurhæfingar að það sé „...skylda stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri allra til að búa við bestu heilsu sem mögulegt er og endurhæfing er þar eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni okkar.“ Eiga sjúklingar á aldrinum 70-95 ára ekki rétt á þessu verkfæri, og öðrum, úr verkfærakistu ráðherrans (svo notað séu undarlegt myndmál hans sjálfs)? En til að hleypa þessu verkfæramáli af stokkunum hyggst ráðherra setja nefnd í málið; endurhæfingaráð! Ég vil ítreka það sem ég sagði í liðlega vikugamalli grein hér í Vísi: Það sem vistmenn á Vífilsstöðum eiga sameiginlegt er að þeir eru svo sjúkir að þeir geta ekki dvalist heima hjá sér, þrátt fyrir heimahjúkrun og aðhlynningu ættingja og ástvina, en eru fæstir alveg í fjörbrotunum. Þetta fólk er ofurselt þeim þrautum sem iðulega fylgja ellinni og hljóta að teljast sjúkdómar. Allir þekkja böl kennt við þá James Parkinson og Alois Alzheimer, krabbamein, og alvarlega hjartasjúkdóma. En ótal aðrir vágestir gera gömlu fólki lífið leitt; svo sem byltubeinbrot, hatrömm gigt, hnjáslit, jafnvægisröskun, meltingartruflun og veruleikaskyn á hverfanda hveli. Svo sitthvað sé nefnt. Oft herjar margt af þessu á sjúklinginn samtímis. Hvers vegna umönnun þessa fólks sé ekki hluti af „kjarnastarfsemi“ ríkisrekins háskólasjúkrahúss, eina sjúkrahúss landsmanna, er ofar mínum skilningi. Og hver er þessi "kjarni"? Eru öldrunardeildir í Landakoti og Fossvogi í honum, eða hyggjast menn bjóða rekstur þeirra út líka? Eða er "kjarninn" landfræðilegt hugtak en ekki læknisfræðilegt? Allt utan Reykjavíkur því utan hans? Ég vil gjarnan fá svör við þessu. Ekki útúrsnúninga og stjórnmálaskæting, ekki þokukennda "framtíðarsýn" og aðrar klisjur, enga verkfærakassa, heldur rökföst viti borin svör. Eitt sinn átti íslenska þjóðin aðeins eina sameign sem metin var til fjár. Það var klukka. Sameign er skammaryrði í hugum margra. Landspítalinn er sameign þjóðarinnar, hann eiga allir, ungir og aldnir. En blikur eru á lofti! Vei þeim valdsherrum sem reyna að tortíma honum! Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjúkrunarheimili Garðabær Heilbrigðismál Eldri borgarar Kristófer Ingi Svavarsson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 2. september var starfsfólk Vífilsstaða enn boðað á fund um rekstur og framtíð þeirra, eða Öldrunardeildar H í Landspítala, eins og Vífilsstaðir heita á vefsíðu sjúkrahússins. Á fundinum var mönnum tjáð að ekkert yrði úr áformum um að bjóða út þá starfsemi sem þar færi fram um „fyrirsjáanlega framtíð“. Engin skýring var gefin á þessari kúvendingu. Hvorki hvort enginn treysti sér til að einkareka Vífilsstaði, né hvort þessi tilraun hefði mætt mótspyrnu á stjórnarheimilinu. Þá var ekki fjallað um þá staðreynd að Sjúkratrygginar Íslands buðu alls ekki út þá starfsemi sem fram fer á Vífilsstöðum heldur annars konar þjónustu; rekstur líknardeildar og skammtíma- og hvíldardeildar fyrir roskið fólk. Hins vegar var því heitið þrívegis að auglýst yrði eftir starfsfólki til að fylla skarð þeirra fjölmörgu sem horfið hafa burt undanfarið, meðal annars vegna útboðsáformanna. Heilbrigðisráðherra tók svo af skarið og tjáði sig um þetta mál í Vísi í gær. Engin sinnaskipti ráðamanna, engin mótspyrna VG-flokksins í ríkisstjórn. Það bauð bara enginn í reksturinn! Og hin „fyrirsjáanlega framtíð“ nær aðeins fram yfir áramót! Það verður „ekkert úr þessu á þessu ári,“ en málið sé í biðstöðu, enda „um að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í.“ Og ráðherra ítrekar: „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Auðvitað, auðvitað! „Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi.“ Auðvitað er löngu tímabært að öldrunarlæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og óbreyttir strafsmenn sem árum saman hafa hjúkrað rosknum sjúklingum í sjúkrahúsi þjóðarinnar átti sig á þessum boðskap mr. McKinsey: Þið eigið ekki standa í þessu vafstri! Auðvitað eiga ættingjar og ástvinir þessara sjúklinga að átta sig á þessu líka. Reyndar segir heilbrigðisráðherra sjálfur í nýlegri grein um framtíð endurhæfingar að það sé „...skylda stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri allra til að búa við bestu heilsu sem mögulegt er og endurhæfing er þar eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni okkar.“ Eiga sjúklingar á aldrinum 70-95 ára ekki rétt á þessu verkfæri, og öðrum, úr verkfærakistu ráðherrans (svo notað séu undarlegt myndmál hans sjálfs)? En til að hleypa þessu verkfæramáli af stokkunum hyggst ráðherra setja nefnd í málið; endurhæfingaráð! Ég vil ítreka það sem ég sagði í liðlega vikugamalli grein hér í Vísi: Það sem vistmenn á Vífilsstöðum eiga sameiginlegt er að þeir eru svo sjúkir að þeir geta ekki dvalist heima hjá sér, þrátt fyrir heimahjúkrun og aðhlynningu ættingja og ástvina, en eru fæstir alveg í fjörbrotunum. Þetta fólk er ofurselt þeim þrautum sem iðulega fylgja ellinni og hljóta að teljast sjúkdómar. Allir þekkja böl kennt við þá James Parkinson og Alois Alzheimer, krabbamein, og alvarlega hjartasjúkdóma. En ótal aðrir vágestir gera gömlu fólki lífið leitt; svo sem byltubeinbrot, hatrömm gigt, hnjáslit, jafnvægisröskun, meltingartruflun og veruleikaskyn á hverfanda hveli. Svo sitthvað sé nefnt. Oft herjar margt af þessu á sjúklinginn samtímis. Hvers vegna umönnun þessa fólks sé ekki hluti af „kjarnastarfsemi“ ríkisrekins háskólasjúkrahúss, eina sjúkrahúss landsmanna, er ofar mínum skilningi. Og hver er þessi "kjarni"? Eru öldrunardeildir í Landakoti og Fossvogi í honum, eða hyggjast menn bjóða rekstur þeirra út líka? Eða er "kjarninn" landfræðilegt hugtak en ekki læknisfræðilegt? Allt utan Reykjavíkur því utan hans? Ég vil gjarnan fá svör við þessu. Ekki útúrsnúninga og stjórnmálaskæting, ekki þokukennda "framtíðarsýn" og aðrar klisjur, enga verkfærakassa, heldur rökföst viti borin svör. Eitt sinn átti íslenska þjóðin aðeins eina sameign sem metin var til fjár. Það var klukka. Sameign er skammaryrði í hugum margra. Landspítalinn er sameign þjóðarinnar, hann eiga allir, ungir og aldnir. En blikur eru á lofti! Vei þeim valdsherrum sem reyna að tortíma honum! Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar