Sáttmáli um áframhaldandi stéttaskiptingu Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 6. september 2022 19:01 Alltof margir komast rétt svo í gegnum mánuðinn, hangandi á kvíðanum, streitunni og yfirdráttarheimildinni við að reyna að láta hlutina ganga upp í þessu stéttskipta samfélagi sem við búum í. Borgarstjórn ber ábyrgð á þjónustuveitingu í nærumhverfinu og vinnur út frá stefnumótun flokka sem mynda meirihluta. Sú stefnumótun var til umræðu í borgarstjórn í dag og er stefnumótun sem tekur engan veginn á rót vandans. Rótin sem felst í því að stéttaskipting fer vaxandi í okkar samfélagi þar sem fátækt er bláköld staðreynd. Rót vandans sem felst í því að hér er húsnæðiskrísa og litið er fram hjá þeim þáttum sem viðhalda fátækt og ójöfnuði. Húsnæðisuppbygging verður að vera á félagslegum forsendum Hlutverk borgarstjórnar snýr að því að mæta grunnþörfum og byggja síðan upp. Slíkt hefur ekki verið gert síðustu ár og meirihlutasáttmálinn er yfirlýsing um óbreytt ástand. Í maímánuði þegar gengið var til kosninga voru samtals 932 á bið eftir húsnæði hjá borginni, þegar litið var til allra biðlista. Samkvæmt nýjustu tölum eru 918 sem bíða eftir húsnæði hjá borginni. Biðlistarnir verða mjög lengi að styttast með þessu áframhaldi. Núverandi stefna virkar ekki en þrátt fyrir það boðar meirihlutinn meira af því sama í húsnæðismálum. Áfram verður stuðst við það að 5% nýrra íbúða verði félagslegar íbúðir og 20% aðrar íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Það er augljóst að það dugir ekki til, þar sem undir því viðmiði eru alltaf stórir hópar skildir eftir. Í þeim mánuði sem gengið var til kosninga höfðum við nýlega fengið að sjá tölur um fjölda þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði. Áætlað var að alls 1.868 einstaklingar og þar af 19 börn byggu þannig á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík var áætlað að um 860 manneskjur væru búsettar í atvinnuhúsnæði. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki líkt og skortur á viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Meirihlutasáttmálinn nefnir „aðgerðir til að koma í veg fyrir búsetu í hættulegu og óöruggu húsnæði“ en fer ekkert nánar ofan í það. Það verður að vera til staðar ódýrt húsnæði til að tryggja það að enginn neyðist til að búa á stað sem er ekki ætlaður til búsetu. Við verðum að byggja á félagslegum grunni. Meirihlutasáttmálinn talar um að mikið verði byggt en það er ekki nóg að byggja mikið þegar það endar á því að verða jafn fokdýrt húsnæði eins og raunin hefur verið. Sáttmálinn nefnir að hugmyndir verði skoðaðar með verkalýðshreyfingunni um óhagnaðardrifna uppbyggingu. Þá er talað er um hvar það eigi að byggja, að hin sveitarfélögin eigi að byggja meira, húsnæði eigi að vera fjölbreytt og fjallað er um húsnæðisuppbyggingu í samhengi við Reykjavíkurflugvöllinn. Ekkert er talað um hvernig eigi að mæta þörfum þeirra sem kalla eftir hjálp og hafa kallað eftir hjálp síðustu árin; leigjendur, láglaunafólk, fátækt fólk - þau sem hafa ekki efni á því að vera með sitt eigið húsnæði og eru á milli sófa hjá vinum eða gista inni á ættingum. Það vantar allan stéttavinkil í þennan sáttmála eða a.m.k að einhver vinkill eða hugmyndafræði væri sýnileg varðandi það hver markmiðin eru, önnur en þau að borgin eigi að vera skemmtileg. Reykjavíkurborg verður ekki skemmtileg fyrr en tekið verður á ójöfnuðinum. Fjárhagsvæðing bernskunnar Við vitum að ýmis kostnaður fellur á foreldra skólabarna og það er mikill munur eftir sveitarfélögum, Fjarðabyggð hefur til að mynda fellt niður gjöld á skólamáltíðir en það á ekki við hér í borginni. Ýmis gjöld þarf að greiða vegna leikskóla, grunnskólamáltíða, frístundastarfs, síðdegishressingar og svo eru tómstundir, fatnaður og skólaferðir. Það er að segja fyrir þau börn sem eiga foreldra sem geta greitt slíkt. Innheimtubréfin birtast þeim foreldrum sem hafa ekki tök á því að greiða gjöld t.d. vegna skólamáltíða. Sé litið til skólaársins 2020-2021, þá fóru að meðaltali 4,2% útgefinna reikninga yfir í milliinnheimtu Momentum vegna skólamáltíðaáskrifta. Við þurfum öll að borða og sérstaklega börn í skólanum, því draumar rætast ekki á tómum maga. Það að senda ógreidda reikninga vegna skólamáltíða í innheimtu, er ekki í takt við markmið um að ætla að skipuleggja borgina út frá hagsmunum barna og barnafjölskyldna líkt og kemur fram í meirihlutasáttmála. Innheimtuaðgerðum fylgir mikið álag og auka kostnaður fyrir þann sem á ekki fyrir því. Lögum stöðuna hjá þeim sem hafa það verst Fátækt fólk, láglaunafólk og leigjendur eiga ekki að bera byrðina af því að greiða upp kostnaðinn af því að eignafólk vilji eignast íbúð númer tvö eða íbúð númer þrjú. Börnum á ekki að vera úthýst úr frístundum því foreldrar hafa ekki efni á því að greiða gjöld. Manneskjur eiga ekki að bíða eftir þjónustu sem þau eiga rétt á, fatlaðir eiga ekki að þurfa að hlusta á endalaus rifrildi um tekjustofna og greiðsludreifingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Talandi um tekjustofna, þá verðum við að fá útsvar á fjármagnstekjur. Ríkasta fólkið sem hefur tekjur sínar helst eða eingöngu af fjármagni verður að greiða til samfélagsins eins og aðrir. Þetta höfum við sósíalistar lengi talað fyrir og munum halda áfram að berjast fyrir. Flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar tala um að bæta samtalið á vinnustaðnum. Þar færi vel á því að afgreiða tillögur frá síðasta kjörtímabili sem hafa enn ekki verið afgreiddar. Má þar nefna tillögu sósíalista frá því í apríl 2020 um að grunnlaun borgarfulltrúa og 1. varaborgarfulltrúa taki ekki hækkunum í takt við þróun launavísitölu líkt og þau hafa gert. Grunnlaunin miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast í janúar og júlí ár hvert. Tillagan fól í sér að á meðan að covid-19 faraldurinn gengur yfir og samfélagið tekst á við efnahagslegar afleiðingar þess er mikilvægt að hinir betur launuðu í ráðandi stéttum sýni ábyrgð í verki. Fyrsta skrefið í þá átt er að tryggja að laun borgarfulltrúa taki ekki hækkunum á komandi mánuðum. Þá er mikilvægt að ef þessi ákvörðun yrði endurskoðuð síðar, að hún leiði ekki til afturvirkra launahækkanna. Við þurfum að skoða launamálin í heildarsamhengi og tekjur þeirra sem minnst hafa. Á meðan að manneskjur á fjárhagsðastoð þurfa að reyna að framfleyta sér á grunnupphæð sem er 217.799 fyrir skatt er ekki stuðlað að réttlátari nýtingu fjármuna líkt og fjallað er um í áherslum borgarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi Sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Alltof margir komast rétt svo í gegnum mánuðinn, hangandi á kvíðanum, streitunni og yfirdráttarheimildinni við að reyna að láta hlutina ganga upp í þessu stéttskipta samfélagi sem við búum í. Borgarstjórn ber ábyrgð á þjónustuveitingu í nærumhverfinu og vinnur út frá stefnumótun flokka sem mynda meirihluta. Sú stefnumótun var til umræðu í borgarstjórn í dag og er stefnumótun sem tekur engan veginn á rót vandans. Rótin sem felst í því að stéttaskipting fer vaxandi í okkar samfélagi þar sem fátækt er bláköld staðreynd. Rót vandans sem felst í því að hér er húsnæðiskrísa og litið er fram hjá þeim þáttum sem viðhalda fátækt og ójöfnuði. Húsnæðisuppbygging verður að vera á félagslegum forsendum Hlutverk borgarstjórnar snýr að því að mæta grunnþörfum og byggja síðan upp. Slíkt hefur ekki verið gert síðustu ár og meirihlutasáttmálinn er yfirlýsing um óbreytt ástand. Í maímánuði þegar gengið var til kosninga voru samtals 932 á bið eftir húsnæði hjá borginni, þegar litið var til allra biðlista. Samkvæmt nýjustu tölum eru 918 sem bíða eftir húsnæði hjá borginni. Biðlistarnir verða mjög lengi að styttast með þessu áframhaldi. Núverandi stefna virkar ekki en þrátt fyrir það boðar meirihlutinn meira af því sama í húsnæðismálum. Áfram verður stuðst við það að 5% nýrra íbúða verði félagslegar íbúðir og 20% aðrar íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Það er augljóst að það dugir ekki til, þar sem undir því viðmiði eru alltaf stórir hópar skildir eftir. Í þeim mánuði sem gengið var til kosninga höfðum við nýlega fengið að sjá tölur um fjölda þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði. Áætlað var að alls 1.868 einstaklingar og þar af 19 börn byggu þannig á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík var áætlað að um 860 manneskjur væru búsettar í atvinnuhúsnæði. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki líkt og skortur á viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Meirihlutasáttmálinn nefnir „aðgerðir til að koma í veg fyrir búsetu í hættulegu og óöruggu húsnæði“ en fer ekkert nánar ofan í það. Það verður að vera til staðar ódýrt húsnæði til að tryggja það að enginn neyðist til að búa á stað sem er ekki ætlaður til búsetu. Við verðum að byggja á félagslegum grunni. Meirihlutasáttmálinn talar um að mikið verði byggt en það er ekki nóg að byggja mikið þegar það endar á því að verða jafn fokdýrt húsnæði eins og raunin hefur verið. Sáttmálinn nefnir að hugmyndir verði skoðaðar með verkalýðshreyfingunni um óhagnaðardrifna uppbyggingu. Þá er talað er um hvar það eigi að byggja, að hin sveitarfélögin eigi að byggja meira, húsnæði eigi að vera fjölbreytt og fjallað er um húsnæðisuppbyggingu í samhengi við Reykjavíkurflugvöllinn. Ekkert er talað um hvernig eigi að mæta þörfum þeirra sem kalla eftir hjálp og hafa kallað eftir hjálp síðustu árin; leigjendur, láglaunafólk, fátækt fólk - þau sem hafa ekki efni á því að vera með sitt eigið húsnæði og eru á milli sófa hjá vinum eða gista inni á ættingum. Það vantar allan stéttavinkil í þennan sáttmála eða a.m.k að einhver vinkill eða hugmyndafræði væri sýnileg varðandi það hver markmiðin eru, önnur en þau að borgin eigi að vera skemmtileg. Reykjavíkurborg verður ekki skemmtileg fyrr en tekið verður á ójöfnuðinum. Fjárhagsvæðing bernskunnar Við vitum að ýmis kostnaður fellur á foreldra skólabarna og það er mikill munur eftir sveitarfélögum, Fjarðabyggð hefur til að mynda fellt niður gjöld á skólamáltíðir en það á ekki við hér í borginni. Ýmis gjöld þarf að greiða vegna leikskóla, grunnskólamáltíða, frístundastarfs, síðdegishressingar og svo eru tómstundir, fatnaður og skólaferðir. Það er að segja fyrir þau börn sem eiga foreldra sem geta greitt slíkt. Innheimtubréfin birtast þeim foreldrum sem hafa ekki tök á því að greiða gjöld t.d. vegna skólamáltíða. Sé litið til skólaársins 2020-2021, þá fóru að meðaltali 4,2% útgefinna reikninga yfir í milliinnheimtu Momentum vegna skólamáltíðaáskrifta. Við þurfum öll að borða og sérstaklega börn í skólanum, því draumar rætast ekki á tómum maga. Það að senda ógreidda reikninga vegna skólamáltíða í innheimtu, er ekki í takt við markmið um að ætla að skipuleggja borgina út frá hagsmunum barna og barnafjölskyldna líkt og kemur fram í meirihlutasáttmála. Innheimtuaðgerðum fylgir mikið álag og auka kostnaður fyrir þann sem á ekki fyrir því. Lögum stöðuna hjá þeim sem hafa það verst Fátækt fólk, láglaunafólk og leigjendur eiga ekki að bera byrðina af því að greiða upp kostnaðinn af því að eignafólk vilji eignast íbúð númer tvö eða íbúð númer þrjú. Börnum á ekki að vera úthýst úr frístundum því foreldrar hafa ekki efni á því að greiða gjöld. Manneskjur eiga ekki að bíða eftir þjónustu sem þau eiga rétt á, fatlaðir eiga ekki að þurfa að hlusta á endalaus rifrildi um tekjustofna og greiðsludreifingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Talandi um tekjustofna, þá verðum við að fá útsvar á fjármagnstekjur. Ríkasta fólkið sem hefur tekjur sínar helst eða eingöngu af fjármagni verður að greiða til samfélagsins eins og aðrir. Þetta höfum við sósíalistar lengi talað fyrir og munum halda áfram að berjast fyrir. Flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar tala um að bæta samtalið á vinnustaðnum. Þar færi vel á því að afgreiða tillögur frá síðasta kjörtímabili sem hafa enn ekki verið afgreiddar. Má þar nefna tillögu sósíalista frá því í apríl 2020 um að grunnlaun borgarfulltrúa og 1. varaborgarfulltrúa taki ekki hækkunum í takt við þróun launavísitölu líkt og þau hafa gert. Grunnlaunin miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast í janúar og júlí ár hvert. Tillagan fól í sér að á meðan að covid-19 faraldurinn gengur yfir og samfélagið tekst á við efnahagslegar afleiðingar þess er mikilvægt að hinir betur launuðu í ráðandi stéttum sýni ábyrgð í verki. Fyrsta skrefið í þá átt er að tryggja að laun borgarfulltrúa taki ekki hækkunum á komandi mánuðum. Þá er mikilvægt að ef þessi ákvörðun yrði endurskoðuð síðar, að hún leiði ekki til afturvirkra launahækkanna. Við þurfum að skoða launamálin í heildarsamhengi og tekjur þeirra sem minnst hafa. Á meðan að manneskjur á fjárhagsðastoð þurfa að reyna að framfleyta sér á grunnupphæð sem er 217.799 fyrir skatt er ekki stuðlað að réttlátari nýtingu fjármuna líkt og fjallað er um í áherslum borgarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi Sósíalista.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar