Barnvæn bylting Bóas Hallgrímsson skrifar 6. september 2022 13:00 Þann 16. ágúst síðastliðinn birtist á vef Vísis skoðunargrein hverrar höfundur er Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara. Grein Haraldar er mjög góð en í henni gælir höfundur við þá hugmynd að hugsanlega séu hagsmunir barna ekki endilega í hávegum hafðir þegar tekist er á um leikskólamál. Undirritaður telur að slíkar grunsemdir eigi við rök að styðjast. Á nokkurra ára fresti hafa leikskólamál tilhneigingu til þess að leita upp á yfirborðið, í auknum mæli, í samfélagslegri orðræðu og kosningar eru þá oft á næsta leyti. Fjölmargt fólk, í framboði, hefur í hyggju að láta til sín taka í samfélagsmálum stíga þá fram og lýsa yfir skoðunum sínum á menntamálum. Frambjóðendur virðast nefnilega hneigjast ríkulega til þess að ræða brúarsmíði til þess að brúa hina djúpu og breiðu gjá sem myndast á milli fæðingaroflofs foreldra og dagvistunar barna – eðlilega. Það er ekki hægt um vik fyrir alla foreldra að reiða sig á aðstandendur, vini og vandamenn til þess að brúa bilið. Hér þarf að gera betur. Brúin byggir nefnilega sig ekki sjálf á meðan verið er að ræða hönnun og útfærslu. Það má setja á sig ýmiskonar gleraugu til þess að horfa á brúarsmíðina; uppeldisfræðilegar linsur, þroskasálfræðilegar, með áherslu tekjumöguleika og atvinnulíf, jafnrétti, rétt þeirra sem minna fjármagn hafa á milli handanna til þess að eiga börn, einstakra foreldra, einstæðra foreldra og svo mætti lengi telja. Hlutverk leikskóla er, eins og Haraldur Freyr bendir á í grein sinni, að tryggja börnum gæða menntun, uppeldi og umönnun sem tekur mið af aldri barna og þroska. Þetta er hið skilgreinda þjónustuhlutverk leikskóla. Til þess að vel megi til takast þá er brýnt að saman fari stefna og aðgerðir. Það er erfitt að ætla leikskólum landsins taka við fleiri börnum og yngri börnum þegar brösuglega gengur að manna starfsstaðina, þegar að málaflokkurinn hefur ekki sama aðgang að fjármagni og eðlilegt væri. Sé það sannarlega stefnan á Íslandi að börn frá 12 mánaða aldri hafi aðgang að gæða menntun, uppeldi og umönnun þá verður að taka mið af því þegar fjármunum er útlutað til málaflokksins. En eins mætti skoða þá útfærslu sem aðrir hafa talað fyrir, að í stað þess að leikskólar landsins taki við börnum frá 12 mánaða aldri verði þeim fjármunum sem í það ætti að ráðstafa frekar deilt til þeirra foreldra sem vilja lengja sitt fæðingaroflof. Það er nefnilega ekki sanngjarnt að útdeila 12 mánuðum í fæðingarorlof þegar engin stendur brúin við lok þess tímabils. En í þeirri umræðu fara á loft viðvörunarflögg, verði farið á þá vegferð að fjölga mánuðum í fæðingarorlofi verða það þá aðrir en feður sem taka þá mánuði sem aukreitis verða? Það sem gladdi okkur hjá Samtökum sjálfstætt starfandi skóla var það að sjá Harald drepa á því að hugsanlega væru það hagsmunir annara hópa en þeirra sem kjarnastarfið á leikskólum snýst um. Nefnilega börnin. Sæunn Kjartansdóttir hefur skrifað um fyrstu árin í lífi barns og hefur bent á að á meðan við, íslenska þjóðin, bjóðum barnafjölskyldum ekki upp á 24 mánaða fæðingarorlof þá verðum við að girða okkur í brók og horfast í augu við það að það kemur til með kosta samfélagið umtalsverðar fjárhæðir að vera sannarlega lausnamiðuð í framkvæmd. Við þurfum að bjóða betri kjör fyrir það fólk sem kýs að sinna börnunum okkar, við þurfum að bjóða yngstu börnunum upp á þjónustu sem tekur mið af aldri og þroska og við verðum að setja það í algeran forgrunn að endurhugsa leikskólastarf með þarfir yngstu „nemendanna“ í huga. Það er ekki sanngjarnt að það liggi alfarið á herðum sveitarfélagana að finna úrlausn á leikskólavistun, það þarf að horfa heildrænt á vandamálið sem við okkur blasir. Leikskólar landsins hafa lengi verið við þenslumörk, leikskólastigið vex úr hlutfalli hratt og brösuglega hefur gengið að fjölga leikskólakennurum og öðru fagfólki í takt við þensluna. Samstarf ríkis og sveitarfélaga þarf að vera sterkara hvað leikskóla varðar. Sveitarfélögin keppast við að bjóða leikskólaþjónustu hvað mesta og besta, en samtalið þarf að vera stærra og allir aðilar að samtalinu þurfa að sýna fram á meðvitund um stærð og umfang. Aðilar að samtali þurfa að vera úr röðum leikskólakennara, fagfólks í skólamálum, frá sveitarfélögum, frá mennta og barnamálaráðuneytinu og barnafjölskyldum. Samtalið þarf að vera gagnsætt og skýrt og markmiðin kjörnuð – hvað er það sem við viljum sjá breytast? Við þurfum nýja sýn, við þurfum barnvæna byltingu og við þurfum að vinna að henni í sameiningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar og varamaður í stjórn Samtaka sjálfstætt starfandi skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Bóas Hallgrímsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 16. ágúst síðastliðinn birtist á vef Vísis skoðunargrein hverrar höfundur er Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara. Grein Haraldar er mjög góð en í henni gælir höfundur við þá hugmynd að hugsanlega séu hagsmunir barna ekki endilega í hávegum hafðir þegar tekist er á um leikskólamál. Undirritaður telur að slíkar grunsemdir eigi við rök að styðjast. Á nokkurra ára fresti hafa leikskólamál tilhneigingu til þess að leita upp á yfirborðið, í auknum mæli, í samfélagslegri orðræðu og kosningar eru þá oft á næsta leyti. Fjölmargt fólk, í framboði, hefur í hyggju að láta til sín taka í samfélagsmálum stíga þá fram og lýsa yfir skoðunum sínum á menntamálum. Frambjóðendur virðast nefnilega hneigjast ríkulega til þess að ræða brúarsmíði til þess að brúa hina djúpu og breiðu gjá sem myndast á milli fæðingaroflofs foreldra og dagvistunar barna – eðlilega. Það er ekki hægt um vik fyrir alla foreldra að reiða sig á aðstandendur, vini og vandamenn til þess að brúa bilið. Hér þarf að gera betur. Brúin byggir nefnilega sig ekki sjálf á meðan verið er að ræða hönnun og útfærslu. Það má setja á sig ýmiskonar gleraugu til þess að horfa á brúarsmíðina; uppeldisfræðilegar linsur, þroskasálfræðilegar, með áherslu tekjumöguleika og atvinnulíf, jafnrétti, rétt þeirra sem minna fjármagn hafa á milli handanna til þess að eiga börn, einstakra foreldra, einstæðra foreldra og svo mætti lengi telja. Hlutverk leikskóla er, eins og Haraldur Freyr bendir á í grein sinni, að tryggja börnum gæða menntun, uppeldi og umönnun sem tekur mið af aldri barna og þroska. Þetta er hið skilgreinda þjónustuhlutverk leikskóla. Til þess að vel megi til takast þá er brýnt að saman fari stefna og aðgerðir. Það er erfitt að ætla leikskólum landsins taka við fleiri börnum og yngri börnum þegar brösuglega gengur að manna starfsstaðina, þegar að málaflokkurinn hefur ekki sama aðgang að fjármagni og eðlilegt væri. Sé það sannarlega stefnan á Íslandi að börn frá 12 mánaða aldri hafi aðgang að gæða menntun, uppeldi og umönnun þá verður að taka mið af því þegar fjármunum er útlutað til málaflokksins. En eins mætti skoða þá útfærslu sem aðrir hafa talað fyrir, að í stað þess að leikskólar landsins taki við börnum frá 12 mánaða aldri verði þeim fjármunum sem í það ætti að ráðstafa frekar deilt til þeirra foreldra sem vilja lengja sitt fæðingaroflof. Það er nefnilega ekki sanngjarnt að útdeila 12 mánuðum í fæðingarorlof þegar engin stendur brúin við lok þess tímabils. En í þeirri umræðu fara á loft viðvörunarflögg, verði farið á þá vegferð að fjölga mánuðum í fæðingarorlofi verða það þá aðrir en feður sem taka þá mánuði sem aukreitis verða? Það sem gladdi okkur hjá Samtökum sjálfstætt starfandi skóla var það að sjá Harald drepa á því að hugsanlega væru það hagsmunir annara hópa en þeirra sem kjarnastarfið á leikskólum snýst um. Nefnilega börnin. Sæunn Kjartansdóttir hefur skrifað um fyrstu árin í lífi barns og hefur bent á að á meðan við, íslenska þjóðin, bjóðum barnafjölskyldum ekki upp á 24 mánaða fæðingarorlof þá verðum við að girða okkur í brók og horfast í augu við það að það kemur til með kosta samfélagið umtalsverðar fjárhæðir að vera sannarlega lausnamiðuð í framkvæmd. Við þurfum að bjóða betri kjör fyrir það fólk sem kýs að sinna börnunum okkar, við þurfum að bjóða yngstu börnunum upp á þjónustu sem tekur mið af aldri og þroska og við verðum að setja það í algeran forgrunn að endurhugsa leikskólastarf með þarfir yngstu „nemendanna“ í huga. Það er ekki sanngjarnt að það liggi alfarið á herðum sveitarfélagana að finna úrlausn á leikskólavistun, það þarf að horfa heildrænt á vandamálið sem við okkur blasir. Leikskólar landsins hafa lengi verið við þenslumörk, leikskólastigið vex úr hlutfalli hratt og brösuglega hefur gengið að fjölga leikskólakennurum og öðru fagfólki í takt við þensluna. Samstarf ríkis og sveitarfélaga þarf að vera sterkara hvað leikskóla varðar. Sveitarfélögin keppast við að bjóða leikskólaþjónustu hvað mesta og besta, en samtalið þarf að vera stærra og allir aðilar að samtalinu þurfa að sýna fram á meðvitund um stærð og umfang. Aðilar að samtali þurfa að vera úr röðum leikskólakennara, fagfólks í skólamálum, frá sveitarfélögum, frá mennta og barnamálaráðuneytinu og barnafjölskyldum. Samtalið þarf að vera gagnsætt og skýrt og markmiðin kjörnuð – hvað er það sem við viljum sjá breytast? Við þurfum nýja sýn, við þurfum barnvæna byltingu og við þurfum að vinna að henni í sameiningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar og varamaður í stjórn Samtaka sjálfstætt starfandi skóla.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun