Hægfara dauði leikskólakennarans Súsanna Ósk Gestsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 09:01 Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar. Ég er með fimm ára háskólanám að baki, ég er sérfræðingur hjá hinu opinbera og deildarstjóri á mínum vinnustað. Ég er með mannaforráð, ég sé um samskipti við foreldra og er í nánu samneyti við börnin á deildinni minni. Ég er hluti af stjórnendateymi leikskólans og tek faglegar ákvarðanir er varða leikskólastarfið. Ég hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi. Ég hlakka til þess að mæta brosi og faðmlögum og heyra hvað börnin hafa að segja um lífið og tilveruna. Mér þykir samt leitt að það sé litið á starf leikskólakennarans sem sjálfboðaliðastarf. Launin eru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir auk þess sem margir leikskólakennarar ákveða að starfsaðstæður auk hlunninda sem eru í boði á grunnskólastiginu séu ákjósanlegri en þau sem standa okkur til boða hér í leikskólanum. Þar sem þetta er kvennastétt er ekki við öðru að búast eða hvað? Lausnir ykkar er snúa að leikskólanum eru í formi skammtímaúrræða. Ég vil að þið stefnið að því að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla þar sem að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna eru leikskólakennarar að mennt. Fagfólk innan leikskólanna á að fá að starfa með öðru fagfólki. Annað er óásættanlegt. Þangað til ætti að vera krafa um að fara fram á álagsgreiðslur til leikskólakennara þar sem að hvergi næst að uppfylla áðurnefnd lög. Það er álag að fá til sín nýtt ófaglært starfsólk, misáhugasamt, á hverju hausti og þurfa að byrja á því að leiðbeina fólki hvernig unnið er í leikskóla og hver sýnin er. Foreldrar sem sækja um leikskólavist fyrir börnin sín þurfa og eiga að setja fram kröfur um að lög um rekstur leikskóla séu virt. Þar sem börn eru í auknum mæli yngri en áður þegar þau hefja leikskólagöngu er þetta ekki síst mikilvægt þar sem að leikskólakennarar eru fagmenn og sérfræðingar í málefnum barna, líðan, þroska og námi. Leikskólakennarar eru þeir sem ættu að hafa umsjón með öllum deildum leikskóla borgarinnar. Eins og Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, nefnir í pistli sínum, er ör stækkun leikskóla að skapa óviðunandi aðstæður fyrir börn og leikskólakennara. Kæru borgarfulltrúar. Þið eruð kosin af fólki sem býst við meiru af ykkur. Leikskólamál snúast um meira en steypu og tölur á blaði. Þau snúast um börnin okkar – framtíð landsins. Þau snúast um fagstétt kennara – fólk sem hefur sérmenntun sem á að nýta til góðs. Starfsvettvangur minn, leikskólinn, er sífellt talaður niður í fjölmiðlum. Enginn vill vinna í leikskóla því að launin eru lág og álagið mikið. Ef laun leikskólakennara yrðu lagfærð myndi álagið minnka og mönnunarvandi sömuleiðis. Það væri langtímamarkmið sem eitthvað vit væri í. Það getur ekki hver sem er unnið í leikskóla. Þegar við tölum þannig erum við að gera lítið úr skjólstæðingum okkar, börnunum, og fagmenntuðu fólki. Það þarf að vera hvati fyrir fólk að fara í leikskólakennaranám og ég vil þakka Lilju Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, fyrir að hafa unnið gott starf í þágu nýliðunar leikskólakennarastéttarinnar. En við þurfum líka að finna út úr því hvernig við höldum í þetta sama fólk. Uppi eru hugmyndir um að bakvarðasveit frá frístundaheimilum hoppi inn í leikskólana á morgnana áður en frístundaheimilin opna eftir hádegi. Hvar er framtíðarsýnin? Plástrar munu ekki skila neinum árangri og innantóm kosningaloforð ykkar eru að gera útaf við starfsstétt mína. Ég efast um að borgarfulltrúar væru til í að vinna með Pétri og Páli bara til þess að „redda hlutunum“. Við viljum framtíðarlausn á þessum málaflokki – þið eruð í alvöru að redda málunum með því að setja börn í gáma! Og talandi um leikskólavandann – það var borgin sem skapaði hann og enginn annar og ykkur ber að leysa hann. Hefði ekki verið vænleg að ráðfæra sig við leikskólakennara áður en loforð um leikskólavistun 12 mánaða barna voru sett fram? Hvernig væri að stofna samráðshóp með fulltrúum leikskólakennara? Væri það ekki upphaf af raunhæfri og faglegri framtíðarsýn á rekstri leikskóla í Reykjavík? Það má nefna til gamans að borgin hefur í áratugi sparað sér það fjármagn sem hefði átt að fara í launakostnað leikskólakennara þar sem leikskólakennarar hafa ekki fengist til þess að vinna við fagið sitt sökum… lágra launa. Þetta er svo öfugsnúið að það hálfa væri nóg. Hefur Reykjavíkurborg hag af því að ráða til sín ófaglært fólk á lágum launum? Eru hagsmunir Reykjavíkurborgar fólgnir í því að rústa endanlega stétt leikskólakennara sem hafa unun af starfi sínu og sinna börnum af kostgæfni og veita þeim öryggi og gæðamenntun? Hver er raunverulegur hagur Reykjavíkurborgar í málefnum sem snerta foreldra og börn þeirra? Hækkun launa er eina raunverulega lausnin sem hægt er að bjóða fram. Höfundur er leikskólakennari við Leikskólann Múlaborg í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar. Ég er með fimm ára háskólanám að baki, ég er sérfræðingur hjá hinu opinbera og deildarstjóri á mínum vinnustað. Ég er með mannaforráð, ég sé um samskipti við foreldra og er í nánu samneyti við börnin á deildinni minni. Ég er hluti af stjórnendateymi leikskólans og tek faglegar ákvarðanir er varða leikskólastarfið. Ég hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi. Ég hlakka til þess að mæta brosi og faðmlögum og heyra hvað börnin hafa að segja um lífið og tilveruna. Mér þykir samt leitt að það sé litið á starf leikskólakennarans sem sjálfboðaliðastarf. Launin eru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir auk þess sem margir leikskólakennarar ákveða að starfsaðstæður auk hlunninda sem eru í boði á grunnskólastiginu séu ákjósanlegri en þau sem standa okkur til boða hér í leikskólanum. Þar sem þetta er kvennastétt er ekki við öðru að búast eða hvað? Lausnir ykkar er snúa að leikskólanum eru í formi skammtímaúrræða. Ég vil að þið stefnið að því að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla þar sem að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna eru leikskólakennarar að mennt. Fagfólk innan leikskólanna á að fá að starfa með öðru fagfólki. Annað er óásættanlegt. Þangað til ætti að vera krafa um að fara fram á álagsgreiðslur til leikskólakennara þar sem að hvergi næst að uppfylla áðurnefnd lög. Það er álag að fá til sín nýtt ófaglært starfsólk, misáhugasamt, á hverju hausti og þurfa að byrja á því að leiðbeina fólki hvernig unnið er í leikskóla og hver sýnin er. Foreldrar sem sækja um leikskólavist fyrir börnin sín þurfa og eiga að setja fram kröfur um að lög um rekstur leikskóla séu virt. Þar sem börn eru í auknum mæli yngri en áður þegar þau hefja leikskólagöngu er þetta ekki síst mikilvægt þar sem að leikskólakennarar eru fagmenn og sérfræðingar í málefnum barna, líðan, þroska og námi. Leikskólakennarar eru þeir sem ættu að hafa umsjón með öllum deildum leikskóla borgarinnar. Eins og Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, nefnir í pistli sínum, er ör stækkun leikskóla að skapa óviðunandi aðstæður fyrir börn og leikskólakennara. Kæru borgarfulltrúar. Þið eruð kosin af fólki sem býst við meiru af ykkur. Leikskólamál snúast um meira en steypu og tölur á blaði. Þau snúast um börnin okkar – framtíð landsins. Þau snúast um fagstétt kennara – fólk sem hefur sérmenntun sem á að nýta til góðs. Starfsvettvangur minn, leikskólinn, er sífellt talaður niður í fjölmiðlum. Enginn vill vinna í leikskóla því að launin eru lág og álagið mikið. Ef laun leikskólakennara yrðu lagfærð myndi álagið minnka og mönnunarvandi sömuleiðis. Það væri langtímamarkmið sem eitthvað vit væri í. Það getur ekki hver sem er unnið í leikskóla. Þegar við tölum þannig erum við að gera lítið úr skjólstæðingum okkar, börnunum, og fagmenntuðu fólki. Það þarf að vera hvati fyrir fólk að fara í leikskólakennaranám og ég vil þakka Lilju Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, fyrir að hafa unnið gott starf í þágu nýliðunar leikskólakennarastéttarinnar. En við þurfum líka að finna út úr því hvernig við höldum í þetta sama fólk. Uppi eru hugmyndir um að bakvarðasveit frá frístundaheimilum hoppi inn í leikskólana á morgnana áður en frístundaheimilin opna eftir hádegi. Hvar er framtíðarsýnin? Plástrar munu ekki skila neinum árangri og innantóm kosningaloforð ykkar eru að gera útaf við starfsstétt mína. Ég efast um að borgarfulltrúar væru til í að vinna með Pétri og Páli bara til þess að „redda hlutunum“. Við viljum framtíðarlausn á þessum málaflokki – þið eruð í alvöru að redda málunum með því að setja börn í gáma! Og talandi um leikskólavandann – það var borgin sem skapaði hann og enginn annar og ykkur ber að leysa hann. Hefði ekki verið vænleg að ráðfæra sig við leikskólakennara áður en loforð um leikskólavistun 12 mánaða barna voru sett fram? Hvernig væri að stofna samráðshóp með fulltrúum leikskólakennara? Væri það ekki upphaf af raunhæfri og faglegri framtíðarsýn á rekstri leikskóla í Reykjavík? Það má nefna til gamans að borgin hefur í áratugi sparað sér það fjármagn sem hefði átt að fara í launakostnað leikskólakennara þar sem leikskólakennarar hafa ekki fengist til þess að vinna við fagið sitt sökum… lágra launa. Þetta er svo öfugsnúið að það hálfa væri nóg. Hefur Reykjavíkurborg hag af því að ráða til sín ófaglært fólk á lágum launum? Eru hagsmunir Reykjavíkurborgar fólgnir í því að rústa endanlega stétt leikskólakennara sem hafa unun af starfi sínu og sinna börnum af kostgæfni og veita þeim öryggi og gæðamenntun? Hver er raunverulegur hagur Reykjavíkurborgar í málefnum sem snerta foreldra og börn þeirra? Hækkun launa er eina raunverulega lausnin sem hægt er að bjóða fram. Höfundur er leikskólakennari við Leikskólann Múlaborg í Reykjavík.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun