Haustboðinn ljúfi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 08:30 Þrír hlutir sem ekki bregðast í Reykjavík Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista. Grunnskólarnir taka aftur til starfa næstkomandi mánudag og dýrmætum samverustundum fjölskyldunnar fækkar í bili. Nú nálgast haustið og þá eru foreldrar ungra barna og börnin sjálf í ærið misjafnri stöðu eftir sveitarfélögum. Við fylgjumst með örvæntingafullri baráttu foreldra barna sem bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík árum saman. Og einmitt í þessari viku fengu eflaust margir reykvískir foreldrar samhljóða tölvupóst um frístundavist næsta vetur: „Barn á biðlista um sinn“. Í póstinum er tekið fram að ekki hafi enn tekist að fullmanna frístundaheimil barnsins míns en að allt kapp sé lagt á að leysa vandann fyrir starfið sem hefjist eftir minna en viku. Meðal annars sé beðið eftir stundarskrá starfsfólks sem sé í námi. Það skrýtna er að þessi mönnunarvandi virðist mun flóknari í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við börn. Leikskólavandinn er þannig langmestur þar og lausleg könnun leiðir í ljós að takmörkun á frístundastarfi þekkist ekki í nágrannasveitarfélögum okkar. Á síðasta skólaári fékk sonur minn pláss í frístund þann 12. október. Þá höfðum við púslað saman dagskrá hans, vinnutíma okkar og tómstundum hans í tæpa tvo mánuði, en skóladegi hans lýkur um kl. 14. Reykvísk börn geta því ekki treyst á að komast í rútínu á haustin eftir rútínuleysi sumarfrísins. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist undanskilja þónokkuð mörg börn í Reykjavík. Og við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun í Reykjavík. Reykjavíkurborg þarf að tryggja börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. Það er alltof langt í næstu kosningar. Höfundur er foreldri í Reykjavík og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þrír hlutir sem ekki bregðast í Reykjavík Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista. Grunnskólarnir taka aftur til starfa næstkomandi mánudag og dýrmætum samverustundum fjölskyldunnar fækkar í bili. Nú nálgast haustið og þá eru foreldrar ungra barna og börnin sjálf í ærið misjafnri stöðu eftir sveitarfélögum. Við fylgjumst með örvæntingafullri baráttu foreldra barna sem bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík árum saman. Og einmitt í þessari viku fengu eflaust margir reykvískir foreldrar samhljóða tölvupóst um frístundavist næsta vetur: „Barn á biðlista um sinn“. Í póstinum er tekið fram að ekki hafi enn tekist að fullmanna frístundaheimil barnsins míns en að allt kapp sé lagt á að leysa vandann fyrir starfið sem hefjist eftir minna en viku. Meðal annars sé beðið eftir stundarskrá starfsfólks sem sé í námi. Það skrýtna er að þessi mönnunarvandi virðist mun flóknari í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við börn. Leikskólavandinn er þannig langmestur þar og lausleg könnun leiðir í ljós að takmörkun á frístundastarfi þekkist ekki í nágrannasveitarfélögum okkar. Á síðasta skólaári fékk sonur minn pláss í frístund þann 12. október. Þá höfðum við púslað saman dagskrá hans, vinnutíma okkar og tómstundum hans í tæpa tvo mánuði, en skóladegi hans lýkur um kl. 14. Reykvísk börn geta því ekki treyst á að komast í rútínu á haustin eftir rútínuleysi sumarfrísins. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist undanskilja þónokkuð mörg börn í Reykjavík. Og við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun í Reykjavík. Reykjavíkurborg þarf að tryggja börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. Það er alltof langt í næstu kosningar. Höfundur er foreldri í Reykjavík og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar