Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2022 10:51 Ezra Miller hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Vísir/Getty Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. Insider birti í gær viðamikla grein um Ezra Miller, þar sem meðal annars er fjallað um veru Miller hér á landi. Íslandsdvöl Miller komst í heimsfréttirnar þegar myndband af því þegar hán (Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán) tók konu hálstaki á Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Í frétt Insider kemur fram að Miller hafi leigt íbúðarhúsnæði í úthverfi Kópavogs í gegnum Airbnb. Þar hafi Miller, samkvæmt viðmælendum Insider, stofnað eins konar kommúnu þar sem listamenn, andlega þenkjandi einstaklingar og fleiri vöndu komu sína. Sagt hafa reynt að hreinsa Bíó Paradís af illum öndum Þá er Miller meðal annars sagt hafa verið fastagestur í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Insider hefur eftir ónafngreindum starfsmönnum kvikmyndahússins að Miller hafi átt það til að brenna reykelsi á staðnum, til að hreinsa það af illum öndum, líkt og það er orðað í frétt Insider. Í frétt Insider segir að á þessum tíma hafi orðrómur verið á sveimi í Reykjavík um að Miller hafi verið að reka sértrúarsöfnuð í húsnæðinu í Kópavogi. Tveir heimildarmenn Insider segja að Miller hafi átt það til að ýja að því að hán byggi yfir ofurkröftum. Þá leiddi félagi háns gesti hússins í íhugunarathöfnum. Efni íhugunarinnar var oftar en ekki, að sögn heimildarmanna Insider, mikilvægi félagslegs réttlætis fyrir jaðarhópa samfélagsins. Segja viðmælendur Insider að þeir hafi deilt skoðunum með Miller á þessu málefni, en að hán hafi átt það til að ganga of langt. „Það mátti eiginlega enginn vera ósammála háni,“ hefur Insider eftir ónafngreindri konu sem átti í stuttu sambandi við Miller á meðan dvöl háns stóð hér á landi. Sagt hafa tryllst af reiði vegna smáhluta Önnur ung kona segist hafa orðið vitni að því þegar Miller trylltist af reiði þegar vinahópur sem var staddur í húsnæðinu í Kópavogi ætlaði sér að velja lag til að spila í gegnum hátalakerfið. Segir hún að Miller hafi öskrað og blótað þeim í sand og ösku, og krafist þess að hópurinn yfirgæfi húsið. „Hán fór frá því að vera vinalegur gestgjafi yfir í að vera mjög reitt,“segir konan. Þá er Miller sagt hafa haldið því fram að hán gæti lesið huga konu sem var gestur á heimili háns. Sem fyrr segir hefur hallað mjög undan fæti hjá Miller undanfarin ár. Síðast fréttist af háni á Hawaii, þar sem Miller var handtekinn, grunaður um líkamsárás. Hollywood Reykjavík Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Insider birti í gær viðamikla grein um Ezra Miller, þar sem meðal annars er fjallað um veru Miller hér á landi. Íslandsdvöl Miller komst í heimsfréttirnar þegar myndband af því þegar hán (Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán) tók konu hálstaki á Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Í frétt Insider kemur fram að Miller hafi leigt íbúðarhúsnæði í úthverfi Kópavogs í gegnum Airbnb. Þar hafi Miller, samkvæmt viðmælendum Insider, stofnað eins konar kommúnu þar sem listamenn, andlega þenkjandi einstaklingar og fleiri vöndu komu sína. Sagt hafa reynt að hreinsa Bíó Paradís af illum öndum Þá er Miller meðal annars sagt hafa verið fastagestur í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Insider hefur eftir ónafngreindum starfsmönnum kvikmyndahússins að Miller hafi átt það til að brenna reykelsi á staðnum, til að hreinsa það af illum öndum, líkt og það er orðað í frétt Insider. Í frétt Insider segir að á þessum tíma hafi orðrómur verið á sveimi í Reykjavík um að Miller hafi verið að reka sértrúarsöfnuð í húsnæðinu í Kópavogi. Tveir heimildarmenn Insider segja að Miller hafi átt það til að ýja að því að hán byggi yfir ofurkröftum. Þá leiddi félagi háns gesti hússins í íhugunarathöfnum. Efni íhugunarinnar var oftar en ekki, að sögn heimildarmanna Insider, mikilvægi félagslegs réttlætis fyrir jaðarhópa samfélagsins. Segja viðmælendur Insider að þeir hafi deilt skoðunum með Miller á þessu málefni, en að hán hafi átt það til að ganga of langt. „Það mátti eiginlega enginn vera ósammála háni,“ hefur Insider eftir ónafngreindri konu sem átti í stuttu sambandi við Miller á meðan dvöl háns stóð hér á landi. Sagt hafa tryllst af reiði vegna smáhluta Önnur ung kona segist hafa orðið vitni að því þegar Miller trylltist af reiði þegar vinahópur sem var staddur í húsnæðinu í Kópavogi ætlaði sér að velja lag til að spila í gegnum hátalakerfið. Segir hún að Miller hafi öskrað og blótað þeim í sand og ösku, og krafist þess að hópurinn yfirgæfi húsið. „Hán fór frá því að vera vinalegur gestgjafi yfir í að vera mjög reitt,“segir konan. Þá er Miller sagt hafa haldið því fram að hán gæti lesið huga konu sem var gestur á heimili háns. Sem fyrr segir hefur hallað mjög undan fæti hjá Miller undanfarin ár. Síðast fréttist af háni á Hawaii, þar sem Miller var handtekinn, grunaður um líkamsárás.
Hollywood Reykjavík Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11