Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2022 10:51 Ezra Miller hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Vísir/Getty Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. Insider birti í gær viðamikla grein um Ezra Miller, þar sem meðal annars er fjallað um veru Miller hér á landi. Íslandsdvöl Miller komst í heimsfréttirnar þegar myndband af því þegar hán (Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán) tók konu hálstaki á Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Í frétt Insider kemur fram að Miller hafi leigt íbúðarhúsnæði í úthverfi Kópavogs í gegnum Airbnb. Þar hafi Miller, samkvæmt viðmælendum Insider, stofnað eins konar kommúnu þar sem listamenn, andlega þenkjandi einstaklingar og fleiri vöndu komu sína. Sagt hafa reynt að hreinsa Bíó Paradís af illum öndum Þá er Miller meðal annars sagt hafa verið fastagestur í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Insider hefur eftir ónafngreindum starfsmönnum kvikmyndahússins að Miller hafi átt það til að brenna reykelsi á staðnum, til að hreinsa það af illum öndum, líkt og það er orðað í frétt Insider. Í frétt Insider segir að á þessum tíma hafi orðrómur verið á sveimi í Reykjavík um að Miller hafi verið að reka sértrúarsöfnuð í húsnæðinu í Kópavogi. Tveir heimildarmenn Insider segja að Miller hafi átt það til að ýja að því að hán byggi yfir ofurkröftum. Þá leiddi félagi háns gesti hússins í íhugunarathöfnum. Efni íhugunarinnar var oftar en ekki, að sögn heimildarmanna Insider, mikilvægi félagslegs réttlætis fyrir jaðarhópa samfélagsins. Segja viðmælendur Insider að þeir hafi deilt skoðunum með Miller á þessu málefni, en að hán hafi átt það til að ganga of langt. „Það mátti eiginlega enginn vera ósammála háni,“ hefur Insider eftir ónafngreindri konu sem átti í stuttu sambandi við Miller á meðan dvöl háns stóð hér á landi. Sagt hafa tryllst af reiði vegna smáhluta Önnur ung kona segist hafa orðið vitni að því þegar Miller trylltist af reiði þegar vinahópur sem var staddur í húsnæðinu í Kópavogi ætlaði sér að velja lag til að spila í gegnum hátalakerfið. Segir hún að Miller hafi öskrað og blótað þeim í sand og ösku, og krafist þess að hópurinn yfirgæfi húsið. „Hán fór frá því að vera vinalegur gestgjafi yfir í að vera mjög reitt,“segir konan. Þá er Miller sagt hafa haldið því fram að hán gæti lesið huga konu sem var gestur á heimili háns. Sem fyrr segir hefur hallað mjög undan fæti hjá Miller undanfarin ár. Síðast fréttist af háni á Hawaii, þar sem Miller var handtekinn, grunaður um líkamsárás. Hollywood Reykjavík Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Insider birti í gær viðamikla grein um Ezra Miller, þar sem meðal annars er fjallað um veru Miller hér á landi. Íslandsdvöl Miller komst í heimsfréttirnar þegar myndband af því þegar hán (Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán) tók konu hálstaki á Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Í frétt Insider kemur fram að Miller hafi leigt íbúðarhúsnæði í úthverfi Kópavogs í gegnum Airbnb. Þar hafi Miller, samkvæmt viðmælendum Insider, stofnað eins konar kommúnu þar sem listamenn, andlega þenkjandi einstaklingar og fleiri vöndu komu sína. Sagt hafa reynt að hreinsa Bíó Paradís af illum öndum Þá er Miller meðal annars sagt hafa verið fastagestur í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Insider hefur eftir ónafngreindum starfsmönnum kvikmyndahússins að Miller hafi átt það til að brenna reykelsi á staðnum, til að hreinsa það af illum öndum, líkt og það er orðað í frétt Insider. Í frétt Insider segir að á þessum tíma hafi orðrómur verið á sveimi í Reykjavík um að Miller hafi verið að reka sértrúarsöfnuð í húsnæðinu í Kópavogi. Tveir heimildarmenn Insider segja að Miller hafi átt það til að ýja að því að hán byggi yfir ofurkröftum. Þá leiddi félagi háns gesti hússins í íhugunarathöfnum. Efni íhugunarinnar var oftar en ekki, að sögn heimildarmanna Insider, mikilvægi félagslegs réttlætis fyrir jaðarhópa samfélagsins. Segja viðmælendur Insider að þeir hafi deilt skoðunum með Miller á þessu málefni, en að hán hafi átt það til að ganga of langt. „Það mátti eiginlega enginn vera ósammála háni,“ hefur Insider eftir ónafngreindri konu sem átti í stuttu sambandi við Miller á meðan dvöl háns stóð hér á landi. Sagt hafa tryllst af reiði vegna smáhluta Önnur ung kona segist hafa orðið vitni að því þegar Miller trylltist af reiði þegar vinahópur sem var staddur í húsnæðinu í Kópavogi ætlaði sér að velja lag til að spila í gegnum hátalakerfið. Segir hún að Miller hafi öskrað og blótað þeim í sand og ösku, og krafist þess að hópurinn yfirgæfi húsið. „Hán fór frá því að vera vinalegur gestgjafi yfir í að vera mjög reitt,“segir konan. Þá er Miller sagt hafa haldið því fram að hán gæti lesið huga konu sem var gestur á heimili háns. Sem fyrr segir hefur hallað mjög undan fæti hjá Miller undanfarin ár. Síðast fréttist af háni á Hawaii, þar sem Miller var handtekinn, grunaður um líkamsárás.
Hollywood Reykjavík Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11