Ekkert ofbeldi á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 12:08 Þjóðhátíðarhöld fóru nokkuð vel fram í gærkvöldi og nótt, að mati lögreglu. Vísir/Vilhelm Ekkert ofbeldisbrot rataði inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt. Lögregla segir þjóðhátíðarhöld hafa farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega. Á Akureyri var nóttin rólegri en oft áður en mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík. Þrátt fyrir að mikill fjöldi sé saman kominn í Vestmannaeyjum til að halda upp á þjóðhátíð var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Lögreglustjórinn segir það ánægjulegt. „Það sem ber auðvitað hæst er að það eru í raun engin ofbeldisbrot sem komu inn á borð hjá lögreglu síðasta sólarhringinn, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Tólf einstaklingar voru lærðir fyrir fíkniefnabrot. Í einu tilfelli var lagt hald á talsvert magn fíkniefna, en önnur mál voru talin minniháttar. Þá var einn kærður fyrir ölvunarakstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Grímur segir að það sé nokkuð óvanalegt fyrir þjóðhátíðarhelgina að lögregla fái engin ofbeldismál inn á sitt borð. „Það er auðvitað svo sem þekkt að menn eru að kítast og takast á þegar færist fjör í leikinn.“ Óhætt sé að segja að minna hafi verið að gera en oft áður á föstudeginum á þjóðhátið. „Þetta bara fer rosa vel af stað og mjög ánægjulegt í rauninni. En þetta er bara rétt að byrja og maður reynir nú að vera rólegur,“ segir Grímur. Grímur Hergeirsson er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Skjáskot Nokkuð prúðmannlegt á Akureyri Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. „Það var svona tiltölulega rólegt, svona miðað við oft áður um þessa helgi. Gærdagurinn og nóttin var svona á köflum erilsöm en svo sem ekkert stórt hjá okkur,“ segir Aðalsteinn Júlíusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögregla hafi þó brugðist við hópamyndun fyrir utan Sjallann, en tekist hafi að leysa úr því áður en til slagsmála kom. Eins brutust út slagsmál á ráðhústorgi, auk þess sem ráðist var á dyravörð. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu ekki aldur til áfengisneyslu. „Svona heilt yfir má kannski segja að menn hafi verið að skemmta sér svona prúðmannlega, en það var talsverð ölvun eða vímuefnanotkun.“ Sjö gistu fangageymslur í bænum Þó margir séu á faraldsfæti um helgina og haldi í átt frá Reykjavík var mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar þar var mikið um ölvun og óspektir í nótt, en sjö gistu fangageymslur lögreglunnar. Þeirra ám eðal var kona sem kastað hafði öli yfir dyraverði skemmtistaðar. Þegar lögregla hafi svo ætlað að ræða við hana hafi hún misst stjórn á skapi sínu og ítrekað reynt að sparka í og bíta lögreglumenn. Þá var maður handtekinn vegna líkamsárásar, en dyraverðir voru með hann í taki þegar lögreglu bar að garði. Eins var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í Breiðholtinu, þar sem sex til sjö manns tókust á. Mannskapurinn hafi þó róast þegar lögreglu bar að garði. Lögreglumál Vestmannaeyjar Akureyri Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira
Þrátt fyrir að mikill fjöldi sé saman kominn í Vestmannaeyjum til að halda upp á þjóðhátíð var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Lögreglustjórinn segir það ánægjulegt. „Það sem ber auðvitað hæst er að það eru í raun engin ofbeldisbrot sem komu inn á borð hjá lögreglu síðasta sólarhringinn, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Tólf einstaklingar voru lærðir fyrir fíkniefnabrot. Í einu tilfelli var lagt hald á talsvert magn fíkniefna, en önnur mál voru talin minniháttar. Þá var einn kærður fyrir ölvunarakstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Grímur segir að það sé nokkuð óvanalegt fyrir þjóðhátíðarhelgina að lögregla fái engin ofbeldismál inn á sitt borð. „Það er auðvitað svo sem þekkt að menn eru að kítast og takast á þegar færist fjör í leikinn.“ Óhætt sé að segja að minna hafi verið að gera en oft áður á föstudeginum á þjóðhátið. „Þetta bara fer rosa vel af stað og mjög ánægjulegt í rauninni. En þetta er bara rétt að byrja og maður reynir nú að vera rólegur,“ segir Grímur. Grímur Hergeirsson er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Skjáskot Nokkuð prúðmannlegt á Akureyri Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. „Það var svona tiltölulega rólegt, svona miðað við oft áður um þessa helgi. Gærdagurinn og nóttin var svona á köflum erilsöm en svo sem ekkert stórt hjá okkur,“ segir Aðalsteinn Júlíusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögregla hafi þó brugðist við hópamyndun fyrir utan Sjallann, en tekist hafi að leysa úr því áður en til slagsmála kom. Eins brutust út slagsmál á ráðhústorgi, auk þess sem ráðist var á dyravörð. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu ekki aldur til áfengisneyslu. „Svona heilt yfir má kannski segja að menn hafi verið að skemmta sér svona prúðmannlega, en það var talsverð ölvun eða vímuefnanotkun.“ Sjö gistu fangageymslur í bænum Þó margir séu á faraldsfæti um helgina og haldi í átt frá Reykjavík var mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar þar var mikið um ölvun og óspektir í nótt, en sjö gistu fangageymslur lögreglunnar. Þeirra ám eðal var kona sem kastað hafði öli yfir dyraverði skemmtistaðar. Þegar lögregla hafi svo ætlað að ræða við hana hafi hún misst stjórn á skapi sínu og ítrekað reynt að sparka í og bíta lögreglumenn. Þá var maður handtekinn vegna líkamsárásar, en dyraverðir voru með hann í taki þegar lögreglu bar að garði. Eins var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í Breiðholtinu, þar sem sex til sjö manns tókust á. Mannskapurinn hafi þó róast þegar lögreglu bar að garði.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Akureyri Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira
Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53