Ekkert ofbeldi á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 12:08 Þjóðhátíðarhöld fóru nokkuð vel fram í gærkvöldi og nótt, að mati lögreglu. Vísir/Vilhelm Ekkert ofbeldisbrot rataði inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt. Lögregla segir þjóðhátíðarhöld hafa farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega. Á Akureyri var nóttin rólegri en oft áður en mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík. Þrátt fyrir að mikill fjöldi sé saman kominn í Vestmannaeyjum til að halda upp á þjóðhátíð var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Lögreglustjórinn segir það ánægjulegt. „Það sem ber auðvitað hæst er að það eru í raun engin ofbeldisbrot sem komu inn á borð hjá lögreglu síðasta sólarhringinn, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Tólf einstaklingar voru lærðir fyrir fíkniefnabrot. Í einu tilfelli var lagt hald á talsvert magn fíkniefna, en önnur mál voru talin minniháttar. Þá var einn kærður fyrir ölvunarakstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Grímur segir að það sé nokkuð óvanalegt fyrir þjóðhátíðarhelgina að lögregla fái engin ofbeldismál inn á sitt borð. „Það er auðvitað svo sem þekkt að menn eru að kítast og takast á þegar færist fjör í leikinn.“ Óhætt sé að segja að minna hafi verið að gera en oft áður á föstudeginum á þjóðhátið. „Þetta bara fer rosa vel af stað og mjög ánægjulegt í rauninni. En þetta er bara rétt að byrja og maður reynir nú að vera rólegur,“ segir Grímur. Grímur Hergeirsson er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Skjáskot Nokkuð prúðmannlegt á Akureyri Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. „Það var svona tiltölulega rólegt, svona miðað við oft áður um þessa helgi. Gærdagurinn og nóttin var svona á köflum erilsöm en svo sem ekkert stórt hjá okkur,“ segir Aðalsteinn Júlíusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögregla hafi þó brugðist við hópamyndun fyrir utan Sjallann, en tekist hafi að leysa úr því áður en til slagsmála kom. Eins brutust út slagsmál á ráðhústorgi, auk þess sem ráðist var á dyravörð. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu ekki aldur til áfengisneyslu. „Svona heilt yfir má kannski segja að menn hafi verið að skemmta sér svona prúðmannlega, en það var talsverð ölvun eða vímuefnanotkun.“ Sjö gistu fangageymslur í bænum Þó margir séu á faraldsfæti um helgina og haldi í átt frá Reykjavík var mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar þar var mikið um ölvun og óspektir í nótt, en sjö gistu fangageymslur lögreglunnar. Þeirra ám eðal var kona sem kastað hafði öli yfir dyraverði skemmtistaðar. Þegar lögregla hafi svo ætlað að ræða við hana hafi hún misst stjórn á skapi sínu og ítrekað reynt að sparka í og bíta lögreglumenn. Þá var maður handtekinn vegna líkamsárásar, en dyraverðir voru með hann í taki þegar lögreglu bar að garði. Eins var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í Breiðholtinu, þar sem sex til sjö manns tókust á. Mannskapurinn hafi þó róast þegar lögreglu bar að garði. Lögreglumál Vestmannaeyjar Akureyri Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þrátt fyrir að mikill fjöldi sé saman kominn í Vestmannaeyjum til að halda upp á þjóðhátíð var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Lögreglustjórinn segir það ánægjulegt. „Það sem ber auðvitað hæst er að það eru í raun engin ofbeldisbrot sem komu inn á borð hjá lögreglu síðasta sólarhringinn, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Tólf einstaklingar voru lærðir fyrir fíkniefnabrot. Í einu tilfelli var lagt hald á talsvert magn fíkniefna, en önnur mál voru talin minniháttar. Þá var einn kærður fyrir ölvunarakstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Grímur segir að það sé nokkuð óvanalegt fyrir þjóðhátíðarhelgina að lögregla fái engin ofbeldismál inn á sitt borð. „Það er auðvitað svo sem þekkt að menn eru að kítast og takast á þegar færist fjör í leikinn.“ Óhætt sé að segja að minna hafi verið að gera en oft áður á föstudeginum á þjóðhátið. „Þetta bara fer rosa vel af stað og mjög ánægjulegt í rauninni. En þetta er bara rétt að byrja og maður reynir nú að vera rólegur,“ segir Grímur. Grímur Hergeirsson er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Skjáskot Nokkuð prúðmannlegt á Akureyri Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. „Það var svona tiltölulega rólegt, svona miðað við oft áður um þessa helgi. Gærdagurinn og nóttin var svona á köflum erilsöm en svo sem ekkert stórt hjá okkur,“ segir Aðalsteinn Júlíusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögregla hafi þó brugðist við hópamyndun fyrir utan Sjallann, en tekist hafi að leysa úr því áður en til slagsmála kom. Eins brutust út slagsmál á ráðhústorgi, auk þess sem ráðist var á dyravörð. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu ekki aldur til áfengisneyslu. „Svona heilt yfir má kannski segja að menn hafi verið að skemmta sér svona prúðmannlega, en það var talsverð ölvun eða vímuefnanotkun.“ Sjö gistu fangageymslur í bænum Þó margir séu á faraldsfæti um helgina og haldi í átt frá Reykjavík var mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar þar var mikið um ölvun og óspektir í nótt, en sjö gistu fangageymslur lögreglunnar. Þeirra ám eðal var kona sem kastað hafði öli yfir dyraverði skemmtistaðar. Þegar lögregla hafi svo ætlað að ræða við hana hafi hún misst stjórn á skapi sínu og ítrekað reynt að sparka í og bíta lögreglumenn. Þá var maður handtekinn vegna líkamsárásar, en dyraverðir voru með hann í taki þegar lögreglu bar að garði. Eins var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í Breiðholtinu, þar sem sex til sjö manns tókust á. Mannskapurinn hafi þó róast þegar lögreglu bar að garði.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Akureyri Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53