Opið bréf til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu Birgir Birgisson og Árni Davíðsson skrifa 27. júlí 2022 14:00 Samantekt: - Ætlar enginn að gera tilraun til að framfylgja 1,5 metra reglunni?- Hvar er hlutlægnin í ummælum Lögreglu um umferðaróhöpp?- Hvað tefur tölfræðina um reiðhjólaþjófnaði og samstarf við borgaryfirvöld? Að sinna skyldu sinni Þann 1. Janúar 2020 gengu í gildi ný og endurskoðuð umferðarlög. Eitt af nýjum ákvæðum í þeim lögum er 3. mgr. 23. gr. laganna: “Sá sem ekur fram úr öðru ökutæki skal hafa nægilegt hliðarbil milli ökutækis síns og þess sem ekið er fram úr. Sé ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil að lágmarki vera 1,5 metrar.” Viðurlögin við því að brjóta þessa lagagrein eru þau sömu og að aka um á einu nagladekki að sumri til, sekt upp á 20 þúsund krónur. Hver upphæðin er skiptir reyndar afskaplega litlu máli því það virðist ekkert vera gert til að framfylgja þessari lagagrein, hvað þá að bregðast við þegar brot á henni eru kærð. Kannski er þetta ein af þeim lagagreinum sem líta vel út á blaði, en er í reynd ómögulegt að framfylgja? Væri ekki fróðlegt að komast því hvort eitthvað hafi í raun verið gert til að framfylgja henni? Á hverjum degi eru ákvæði 23. greinar þverbrotin og oftast í mesta þéttbýlinu þar sem ólíkar tegundir vegfarenda nýta sama rýmið til að komast leiðar sinnar. En það gerist þó líka furðulega oft úti á þjóðvegum landsins þar sem þó er rýmra um hvern vegfaranda. Allt of oft skapast mikil hætta fyrir hjólandi fólk því ökumenn virðast almennt ekki gera sér mikla grein fyrir þeirri hættu sem þeir setja hjólreiðafólk í þegar brotin eru framin og virðast oftar en ekki miða aksturinn meira við það að rispa ekki bílana sína en að hlífa lífi og heilsu hjólreiðafólks. Stundum eru brotin framin ítrekað og af mjög einbeittum brotavilja af sama aðila og þá þætti nú einhverjum full ástæða til að bregðast við á einhvern hátt. Kannski er þetta sú tegund máls þar sem við neyðumst til að bíða fyrst eftir dauðaslysinu svo opinber tölfræði gefi loksins tilefni til að bregðast við? Margoft hafa atvik verið kærð til lögreglu, sem er þó oft æði hikandi við að taka á móti kærunum. Í mörgum slíkum tilfellum hafa lögreglu verið boðnar myndbandsupptökur af atvikunum til staðfestingar á kæruefninu. Móttöku á slíku efni er oftar en ekki hafnað á mjög undarlegum forsendum. Iðulega er vísað í einhver óskilgreind dómafordæmi og hversu ólíklegt sé að efnið dugi til að sanna sök ökumanns. Stundum er fullyrt að slíkar upptökur þurfi að koma frá Lögreglunni sjálfri, ef þær eiga að koma að gagni. Í nokkur skipti hefur slíkum upptökum verið hafnað á þeim forsendum að þær dugi ekki til að sanna hver hafi ekið ökutækinu þegar atvikið átti sér stað. Þetta gerist þrátt fyrir að 53. gr. sömu umferðarlaga taki á einmitt slíkum aðstæðum: “Eiganda eða eftir atvikum umráðamanni ökutækis er skylt, þegar lögreglan krefst þess, að gera grein fyrir hver hafi stjórnað því á tilteknum tíma.” Á sama tíma les hjólreiðafólk reglulega fréttir af því að lögregla hafi brugðist skjótt við og handsamað fátækt ógæfufólk sem stelur samlokum sér til matar úr stórmarkaði eða kjörbúð. Þetta hlýtur að vera tilefni til að spyrjast aðeins fyrir um forgangsröðun verkefna lögreglunnar. Eða getur það verið að sá tölfræðilegi ómöguleiki eigi sér stað að samlokustuldur gerist eingöngu á þeim tíma þegar lítið er um önnur aðkallandi verkefni? Að gæta orða sinna Í nútíma samfélagi hafa leiðir Lögreglunnar til samskipta við borgaranna sem betur fer breyst nokkuð frá því sem var. Snögg skilaboð með aðstoð samfélagsmiðla geta verið mjög gagnleg og hjálpað til við ýmsar aðstæður. En þá er mikilvægt að þeir sem tjá sig fyrir hönd Lögreglu kunni skil á umfjöllunarefninu. Það hefur á undanförnum mánuðum gerst of oft að ökumenn sendi Lögreglu myndir af hjólandi fólki í umferðinni og biðji um staðfestingu á því hvort farið sé að lögum. Svörin hafa stöku sinnum komið mjög á óvart og í einhverjum tilvikum ekki verið í samræmi við gildandi umferðarlög, sem ýtir undir ranga hegðun ökumanna, sem telja sig nú hafa einhvers konar réttlætingu fyrir því að sýna hjólreiðafólki ógnandi hegðun. Síðastliðinn vetur, sérstaklega á tímabilinu frá lokum október mánaðar og fram í desember, var nokkuð mikið um atvik þar sem ekið var á óvarða vegfarendur. Þar var ýmist um að ræða gangandi, hjólandi eða vegfarendur á rafhlaupahjólum. Ítrekað leituðu fjölmiðlar til lögreglu eftir einhvers konar ummælum um atvikin. Þau ummæli sem voru höfð eftir Lögreglu í helstu fjölmiðlum eiga það helst sameiginlegt að þar var lítið sem ekkert minnst á þá ábyrgð ökumanna að haga akstri eftir aðstæðum. Til dæmis að biðja ökumenn að draga úr hraða þegar útsýni er skert eða þegar vegyfirborð er hálla en að sumri til. Hins vegar skorti ekkert á að óvarðir vegfarendur væru minntir á að nota endurskinsmerki og ættu ekki að flýta sér of mikið. Það eru vissulega þarfar ábendingar, en eiga ekki að útiloka að ökumenn séu líka minntir á sinn stóra ábyrgðarhluta. Þegar svo vetrarmyrkrið var í hámarki, nánar tiltekið 22. desember s.l., kom aðalvarðstjóri umferðardeildar fram í útvarpsviðtali og líkti umferðinni við dans á dansgólfi þar sem allir þyrftu að taka tillit hver til annars þó dansaðir væru ólíkir dansar á gólfinu. Þessi samlíking vekur hrylling, nema kannski að því yrði bætt við að flestir á dansgólfinu eru í þungum öryggisskóm með stáltá á meðan aðrir eru í balletskóm. Við þær aðstæður er ekki mikill vafi á því hvor hópurinn skapar hinum meiri hættu. Hvers vegna geta viðbrögð Lögreglu ekki tekið mið af þessum augljósa aðstöðumun? Þá tók steininn úr í byrjun júní þegar atvik varð á Laugavegi í Reykjavík, nokkur hundruð metra frá Lögreglustöðinni við Hverfisgötuna. Þar ógnaði ökumaður hjólreiðamanni án nokkurar sýnilegrar ástæðu. Svo áköf og ítrekuð var ógnin að það vakti athygli nærstaddra vitna sem fóru að fylgjast betur með því sem var að gerast. Ökumaðurinn sem hafði sýnt ógnandi hegðun um einhvern tíma ók svo beint á reiðhjól hjólreiðamannsins, ók yfir það og stakk svo af alltof hratt niður göngugötu. Svo öfgakennd atvik eru sem betur fer sjaldgæf og miklu frekar undantekning en regla í daglegri umferð. Margt fólk átti því von á að nú loksins myndu viðbrögð Lögreglunnar vera í samræmi við atvik og aðstæður, enda rík ástæða til. En því var aldeilis ekki til að heilsa. Aðalvarðstjóri umferðardeildar kom fram í bæði útvarps- og blaðaviðtölum dagana á eftir og talaði um að fólk yrði einfaldlega að sýna “gagnkvæma tillitssemi”. Þarf nokkuð að taka fram að þau orð vöktu mikla undrun og jafnvel reiði? Að veita aðstoð Nýlega samþykktu borgaryfirvöld nýja Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, sem lýsir framtíðinni innan borgarinnar og tekur til þau atriði og þær framkvæmdir sem borgaryfirvöld geta sett af stað til að hvetja fólk til að nota reiðhjól í ríkari mæli, sérstaklega til styttri ferða. Þetta er að sjálfsögðu bæði gert til að liðka fyrir flæði umferðar með því að fækka bílum á götunum en líka og ekki síður til að færa samfélagið allt nær takmarki sínu um kolefnishlutleysi innan næstu 18 ára. Eitt af því sem borgin getur gert til að hvetja fólk til aukinna hjólreiða er að stemma stigu við þeirri vaxandi bylgju hjólreiðaþjófnaða sem virðist herja á borgina, sérstaklega miðbæjarsvæðið nærri Lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Til þess að kanna hvaða úrræða borgin getur gripið til þurfti þó fyrst að stofna starfshóp sem myndi kanna umfang vandamálsins og leita leiða til að draga úr þessum brotum, þ.e. reiðhjólaþjófnaði. Að sögn þáverandi formanns borgarráðs hefur ekki verið hægt að setja þessa vinnu af stað vegna þess að frumskilyrði er að gera sér grein fyrir umfangi vandans. Til þess þarf samantekt á tölfræði frá Lögreglunni, væntanlega fjölda tilkynntra þjófnaða og mögulega þann mikla fjölda reiðhjóla sem dagar uppi hjá Óskilamunadeild Lögreglunnar. Þessar upplýsingar áttu að koma frá Lögreglunni en nú, heilu ári síðar, bólar enn ekkert á þeim. Það væri ákaflega fróðlegt að fá að vita hvað veldur þessari töf. Innan stærstu grasrótarsamtaka hjólreiðafólks eru tæplega 8.000 einstaklingar sem bíða nú spennt efir því að fá að vita hvers vegna Lögreglan velur að hunsa þá mikilvægu lagagrein sem mælir fyrir um lágmarksmillibil við framúrakstur vélknúinna ökutækja fram úr reiðhjólum. Okkur þyrstir einnig að vita hvers vegna það virðist svona erfitt fyrir Lögreglu að gæta hlutlægni og jafnræðis í ummælum sínum um ábyrgð fólks þegar óhöpp og slys gerast. Við myndum líka þiggja einhvers konar útskýringu á því hvers vegna Lögreglu virðist fyrirmunað að taka tillit til þess mikla aðstöðumunar sem er á ólíkum vegfarendum, þ.e. þeim sem annars vegar ferðast óvarinn um á 10 kg reiðhjóli og hins vegar þeim sem ekur hratt um á margra tonna og mörg hundruð hestafla bíl. Hvað er það í daglegri forgangsröðun Lögreglunnar sem veldur því að Löregla telur sig ekki þurfa að vernda líf, heilsu eða eignir hjólreiðafólks til jafns við aðra, að minnsta kosti ekki til jafns við samlokurnar í kjörbúðunum? Í því samhengi er kannski ástæða til að minna á eftirfarandi texta, sem er stytt brot af textanum á vefsíðu Lögregluembættisins: “Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi; stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota; greiða götu borgaranna og veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu. Lögregla skal sýna árverkni í starfi og þekkja góð skil á skyldum sínum og ábyrgð þeirri sem starfinu fylgir. Gætt skal samviskusemi, hlutlægni, réttsýni og hófsemi. Í störfum sínum ber lögreglan ábyrgð gangvart borgurum og yfirvöldum. Starfsmenn lögreglu geta því aðeins vænst trausts og virðingar vegna starfa sinna að þeir gegni hlutverki lögreglu með það að leiðarljósi að þjóna samfélaginu af heiðarleika, hlutlægni, réttsýni, nærgætni, trúmennsku, þagmælsku og þekkingu.” Við viljum því gjarna biðja um svör við þessum mikilvægu spurningum: Hvernig samræmist það hlutverki Lögreglu að gæta réttaröryggis borgaranna, þegar myndböndum sem staðfesta mikilvæg atriði í kærum hjólreiðafólks er ítrekað hafnað? Hvernig samræmist það kröfunni um hlutlægni þegar Lögregla er ítrekað ófær um að minna ökumenn á þeirra ábyrgðarhluta eftir að ekið er á óvarða vegfarendur Hvernig samræmist það því hlutverki Lögreglu að stemma stigu við afbrotum, að það taki meira en ár að útvega nauðsynlega grunntölfræði um reiðhjólaþjófnaði svo hægt sé að vinna að forvörnum Hversu oft hefur Lögregla sektað ökumenn fyrir brot á 1,5 metra reglu núgildandi umferðarlaga (3. mgr. 23. gr. umferðarlaga nr 77 frá 2019)? Birgir Birgisson er formaður Reiðhjólabænda og Árni Davíðsson er formaður Landssamtaka Hjólreiðamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Lögreglan Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Samantekt: - Ætlar enginn að gera tilraun til að framfylgja 1,5 metra reglunni?- Hvar er hlutlægnin í ummælum Lögreglu um umferðaróhöpp?- Hvað tefur tölfræðina um reiðhjólaþjófnaði og samstarf við borgaryfirvöld? Að sinna skyldu sinni Þann 1. Janúar 2020 gengu í gildi ný og endurskoðuð umferðarlög. Eitt af nýjum ákvæðum í þeim lögum er 3. mgr. 23. gr. laganna: “Sá sem ekur fram úr öðru ökutæki skal hafa nægilegt hliðarbil milli ökutækis síns og þess sem ekið er fram úr. Sé ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil að lágmarki vera 1,5 metrar.” Viðurlögin við því að brjóta þessa lagagrein eru þau sömu og að aka um á einu nagladekki að sumri til, sekt upp á 20 þúsund krónur. Hver upphæðin er skiptir reyndar afskaplega litlu máli því það virðist ekkert vera gert til að framfylgja þessari lagagrein, hvað þá að bregðast við þegar brot á henni eru kærð. Kannski er þetta ein af þeim lagagreinum sem líta vel út á blaði, en er í reynd ómögulegt að framfylgja? Væri ekki fróðlegt að komast því hvort eitthvað hafi í raun verið gert til að framfylgja henni? Á hverjum degi eru ákvæði 23. greinar þverbrotin og oftast í mesta þéttbýlinu þar sem ólíkar tegundir vegfarenda nýta sama rýmið til að komast leiðar sinnar. En það gerist þó líka furðulega oft úti á þjóðvegum landsins þar sem þó er rýmra um hvern vegfaranda. Allt of oft skapast mikil hætta fyrir hjólandi fólk því ökumenn virðast almennt ekki gera sér mikla grein fyrir þeirri hættu sem þeir setja hjólreiðafólk í þegar brotin eru framin og virðast oftar en ekki miða aksturinn meira við það að rispa ekki bílana sína en að hlífa lífi og heilsu hjólreiðafólks. Stundum eru brotin framin ítrekað og af mjög einbeittum brotavilja af sama aðila og þá þætti nú einhverjum full ástæða til að bregðast við á einhvern hátt. Kannski er þetta sú tegund máls þar sem við neyðumst til að bíða fyrst eftir dauðaslysinu svo opinber tölfræði gefi loksins tilefni til að bregðast við? Margoft hafa atvik verið kærð til lögreglu, sem er þó oft æði hikandi við að taka á móti kærunum. Í mörgum slíkum tilfellum hafa lögreglu verið boðnar myndbandsupptökur af atvikunum til staðfestingar á kæruefninu. Móttöku á slíku efni er oftar en ekki hafnað á mjög undarlegum forsendum. Iðulega er vísað í einhver óskilgreind dómafordæmi og hversu ólíklegt sé að efnið dugi til að sanna sök ökumanns. Stundum er fullyrt að slíkar upptökur þurfi að koma frá Lögreglunni sjálfri, ef þær eiga að koma að gagni. Í nokkur skipti hefur slíkum upptökum verið hafnað á þeim forsendum að þær dugi ekki til að sanna hver hafi ekið ökutækinu þegar atvikið átti sér stað. Þetta gerist þrátt fyrir að 53. gr. sömu umferðarlaga taki á einmitt slíkum aðstæðum: “Eiganda eða eftir atvikum umráðamanni ökutækis er skylt, þegar lögreglan krefst þess, að gera grein fyrir hver hafi stjórnað því á tilteknum tíma.” Á sama tíma les hjólreiðafólk reglulega fréttir af því að lögregla hafi brugðist skjótt við og handsamað fátækt ógæfufólk sem stelur samlokum sér til matar úr stórmarkaði eða kjörbúð. Þetta hlýtur að vera tilefni til að spyrjast aðeins fyrir um forgangsröðun verkefna lögreglunnar. Eða getur það verið að sá tölfræðilegi ómöguleiki eigi sér stað að samlokustuldur gerist eingöngu á þeim tíma þegar lítið er um önnur aðkallandi verkefni? Að gæta orða sinna Í nútíma samfélagi hafa leiðir Lögreglunnar til samskipta við borgaranna sem betur fer breyst nokkuð frá því sem var. Snögg skilaboð með aðstoð samfélagsmiðla geta verið mjög gagnleg og hjálpað til við ýmsar aðstæður. En þá er mikilvægt að þeir sem tjá sig fyrir hönd Lögreglu kunni skil á umfjöllunarefninu. Það hefur á undanförnum mánuðum gerst of oft að ökumenn sendi Lögreglu myndir af hjólandi fólki í umferðinni og biðji um staðfestingu á því hvort farið sé að lögum. Svörin hafa stöku sinnum komið mjög á óvart og í einhverjum tilvikum ekki verið í samræmi við gildandi umferðarlög, sem ýtir undir ranga hegðun ökumanna, sem telja sig nú hafa einhvers konar réttlætingu fyrir því að sýna hjólreiðafólki ógnandi hegðun. Síðastliðinn vetur, sérstaklega á tímabilinu frá lokum október mánaðar og fram í desember, var nokkuð mikið um atvik þar sem ekið var á óvarða vegfarendur. Þar var ýmist um að ræða gangandi, hjólandi eða vegfarendur á rafhlaupahjólum. Ítrekað leituðu fjölmiðlar til lögreglu eftir einhvers konar ummælum um atvikin. Þau ummæli sem voru höfð eftir Lögreglu í helstu fjölmiðlum eiga það helst sameiginlegt að þar var lítið sem ekkert minnst á þá ábyrgð ökumanna að haga akstri eftir aðstæðum. Til dæmis að biðja ökumenn að draga úr hraða þegar útsýni er skert eða þegar vegyfirborð er hálla en að sumri til. Hins vegar skorti ekkert á að óvarðir vegfarendur væru minntir á að nota endurskinsmerki og ættu ekki að flýta sér of mikið. Það eru vissulega þarfar ábendingar, en eiga ekki að útiloka að ökumenn séu líka minntir á sinn stóra ábyrgðarhluta. Þegar svo vetrarmyrkrið var í hámarki, nánar tiltekið 22. desember s.l., kom aðalvarðstjóri umferðardeildar fram í útvarpsviðtali og líkti umferðinni við dans á dansgólfi þar sem allir þyrftu að taka tillit hver til annars þó dansaðir væru ólíkir dansar á gólfinu. Þessi samlíking vekur hrylling, nema kannski að því yrði bætt við að flestir á dansgólfinu eru í þungum öryggisskóm með stáltá á meðan aðrir eru í balletskóm. Við þær aðstæður er ekki mikill vafi á því hvor hópurinn skapar hinum meiri hættu. Hvers vegna geta viðbrögð Lögreglu ekki tekið mið af þessum augljósa aðstöðumun? Þá tók steininn úr í byrjun júní þegar atvik varð á Laugavegi í Reykjavík, nokkur hundruð metra frá Lögreglustöðinni við Hverfisgötuna. Þar ógnaði ökumaður hjólreiðamanni án nokkurar sýnilegrar ástæðu. Svo áköf og ítrekuð var ógnin að það vakti athygli nærstaddra vitna sem fóru að fylgjast betur með því sem var að gerast. Ökumaðurinn sem hafði sýnt ógnandi hegðun um einhvern tíma ók svo beint á reiðhjól hjólreiðamannsins, ók yfir það og stakk svo af alltof hratt niður göngugötu. Svo öfgakennd atvik eru sem betur fer sjaldgæf og miklu frekar undantekning en regla í daglegri umferð. Margt fólk átti því von á að nú loksins myndu viðbrögð Lögreglunnar vera í samræmi við atvik og aðstæður, enda rík ástæða til. En því var aldeilis ekki til að heilsa. Aðalvarðstjóri umferðardeildar kom fram í bæði útvarps- og blaðaviðtölum dagana á eftir og talaði um að fólk yrði einfaldlega að sýna “gagnkvæma tillitssemi”. Þarf nokkuð að taka fram að þau orð vöktu mikla undrun og jafnvel reiði? Að veita aðstoð Nýlega samþykktu borgaryfirvöld nýja Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, sem lýsir framtíðinni innan borgarinnar og tekur til þau atriði og þær framkvæmdir sem borgaryfirvöld geta sett af stað til að hvetja fólk til að nota reiðhjól í ríkari mæli, sérstaklega til styttri ferða. Þetta er að sjálfsögðu bæði gert til að liðka fyrir flæði umferðar með því að fækka bílum á götunum en líka og ekki síður til að færa samfélagið allt nær takmarki sínu um kolefnishlutleysi innan næstu 18 ára. Eitt af því sem borgin getur gert til að hvetja fólk til aukinna hjólreiða er að stemma stigu við þeirri vaxandi bylgju hjólreiðaþjófnaða sem virðist herja á borgina, sérstaklega miðbæjarsvæðið nærri Lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Til þess að kanna hvaða úrræða borgin getur gripið til þurfti þó fyrst að stofna starfshóp sem myndi kanna umfang vandamálsins og leita leiða til að draga úr þessum brotum, þ.e. reiðhjólaþjófnaði. Að sögn þáverandi formanns borgarráðs hefur ekki verið hægt að setja þessa vinnu af stað vegna þess að frumskilyrði er að gera sér grein fyrir umfangi vandans. Til þess þarf samantekt á tölfræði frá Lögreglunni, væntanlega fjölda tilkynntra þjófnaða og mögulega þann mikla fjölda reiðhjóla sem dagar uppi hjá Óskilamunadeild Lögreglunnar. Þessar upplýsingar áttu að koma frá Lögreglunni en nú, heilu ári síðar, bólar enn ekkert á þeim. Það væri ákaflega fróðlegt að fá að vita hvað veldur þessari töf. Innan stærstu grasrótarsamtaka hjólreiðafólks eru tæplega 8.000 einstaklingar sem bíða nú spennt efir því að fá að vita hvers vegna Lögreglan velur að hunsa þá mikilvægu lagagrein sem mælir fyrir um lágmarksmillibil við framúrakstur vélknúinna ökutækja fram úr reiðhjólum. Okkur þyrstir einnig að vita hvers vegna það virðist svona erfitt fyrir Lögreglu að gæta hlutlægni og jafnræðis í ummælum sínum um ábyrgð fólks þegar óhöpp og slys gerast. Við myndum líka þiggja einhvers konar útskýringu á því hvers vegna Lögreglu virðist fyrirmunað að taka tillit til þess mikla aðstöðumunar sem er á ólíkum vegfarendum, þ.e. þeim sem annars vegar ferðast óvarinn um á 10 kg reiðhjóli og hins vegar þeim sem ekur hratt um á margra tonna og mörg hundruð hestafla bíl. Hvað er það í daglegri forgangsröðun Lögreglunnar sem veldur því að Löregla telur sig ekki þurfa að vernda líf, heilsu eða eignir hjólreiðafólks til jafns við aðra, að minnsta kosti ekki til jafns við samlokurnar í kjörbúðunum? Í því samhengi er kannski ástæða til að minna á eftirfarandi texta, sem er stytt brot af textanum á vefsíðu Lögregluembættisins: “Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi; stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota; greiða götu borgaranna og veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu. Lögregla skal sýna árverkni í starfi og þekkja góð skil á skyldum sínum og ábyrgð þeirri sem starfinu fylgir. Gætt skal samviskusemi, hlutlægni, réttsýni og hófsemi. Í störfum sínum ber lögreglan ábyrgð gangvart borgurum og yfirvöldum. Starfsmenn lögreglu geta því aðeins vænst trausts og virðingar vegna starfa sinna að þeir gegni hlutverki lögreglu með það að leiðarljósi að þjóna samfélaginu af heiðarleika, hlutlægni, réttsýni, nærgætni, trúmennsku, þagmælsku og þekkingu.” Við viljum því gjarna biðja um svör við þessum mikilvægu spurningum: Hvernig samræmist það hlutverki Lögreglu að gæta réttaröryggis borgaranna, þegar myndböndum sem staðfesta mikilvæg atriði í kærum hjólreiðafólks er ítrekað hafnað? Hvernig samræmist það kröfunni um hlutlægni þegar Lögregla er ítrekað ófær um að minna ökumenn á þeirra ábyrgðarhluta eftir að ekið er á óvarða vegfarendur Hvernig samræmist það því hlutverki Lögreglu að stemma stigu við afbrotum, að það taki meira en ár að útvega nauðsynlega grunntölfræði um reiðhjólaþjófnaði svo hægt sé að vinna að forvörnum Hversu oft hefur Lögregla sektað ökumenn fyrir brot á 1,5 metra reglu núgildandi umferðarlaga (3. mgr. 23. gr. umferðarlaga nr 77 frá 2019)? Birgir Birgisson er formaður Reiðhjólabænda og Árni Davíðsson er formaður Landssamtaka Hjólreiðamanna.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun