Ring, ring, þing, það er neyðarástand! Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. júlí 2022 06:30 Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?...du,du,du,du,du. Ding, dong Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ritaði ágæta grein[1] sem birtist á vísi þann 2. júlí síðastliðinn þar sem hann benti á að „mikil verðbólga er til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum.“ Stuttu áður hafði sonur[2] eins fárra sjálfstæðismanna á landinu sem enn iðka stefnu Sjálfstæðisflokksins ritað grein í Viðskiptablaðið og einmitt bent á það að ungt fólk ætti ekki séns á því í dag að eignast þak yfir höfuðið. Föðurnum svelgdist á morgunkaffinu við lestur greinar sonar síns. Mér reyndar líka. Sonurinn sá, efnilegur ungur maður sem á framtíðina fyrir sér ritaði: „Við höfum verið hindruð frá þátttöku í eignamyndun. Hátt lóðaverð boxar okkur út. Við hreinlega getum ekki tekið þátt í leiknum sem heitir í dag þétting byggðar en er í raun ekkert annað en þétting eignamyndunar. Í stað þess að fleiri njóti ágóðans af góðæri verður gríðarlegur munur á eignamyndun kynslóða og töluvert erfiðara að komast inn á markaðinn,“ Og bætir um betur: „Aðrir flokkar tala ekki fyrir þessu og því miður er rödd Sjálfstæðisflokksins orðin hjáróma. Algjört stefnuleysi og vangeta á skilgreindu sjálfi stendur Sjálfstæðisflokknum fyrir þrifum. Því kalla ég eftir naflaskoðun og baráttu fyrir okkur unga fólkið á vegum Sjálfstæðisflokksins.“ Formaður Miðflokksins hefur reyndar talað sterkt fyrir því að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa ástands sem er uppi. Það er einnig samhljóða álit okkar sem störfum og stöndum vaktina í Miðflokknum að það sé hægt að ráðast strax í þrjár einfaldar aðgerðir til lausnar bráðavandanum sem kominn er upp í samfélaginu þannig að eignir og kaupmáttur almúgans fuðri ekki upp á verðbólgubálinu. Í fyrsta lagi að lækka skatta á matvæli, í öðru lagi að lækka skatta og gjöld á eldsneyti og í þriðja lagi að koma húsnæðismálunum í lag og kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Auk þess þarf að koma skipulags- og byggingarmálum í eðlilegt horf. Það er beinlínis grátlegt að horfa upp á það hve til dæmis byggingarreglugerð okkar Íslendinga er í hrópandi ósamræmi við reglugerðir nágrannalanda okkar, okkur og byggingum okkar í óhag. Heyja, heyja, hey Það ríkir stormur í hagkerfinu og ná þarf heyinu í hús fyrir veturinn. Bregðist þið við sem nú starfið á Alþingi og þið hin sem skipið framkvæmdavaldið hið fyrsta. Framangreindar aðgerðir sem Miðflokkurinn hefur bent á til lausnar bráðavandanum sem nú ríkir, er ekki mál sem kallar á skipun nefnda. Ástandið nú, kallar á aðgerðir strax og að þegar Alþingi verður kallað saman (vonandi í ágúst) að sett verði lög sem styðja við tillögur Miðflokksins á Alþingi. Lagabreytingarnar eru mjög einfaldar í sniðum og má gera með þremur pennastrikum: 1. Lækka matarskattinn, 2. lækka eldsneytisskatta og 3. kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Heyja, heyja, hey. Höfundur er byggingarverkfræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20222282067d/naudsynlegar-neydaradgerdir-i-efnahagsmalum [2] https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/sonur-ellida-hjolar-i-sjalfstaedismenn-mer-hreinlega-svelgdist-a-morgunkaffinu/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?...du,du,du,du,du. Ding, dong Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ritaði ágæta grein[1] sem birtist á vísi þann 2. júlí síðastliðinn þar sem hann benti á að „mikil verðbólga er til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum.“ Stuttu áður hafði sonur[2] eins fárra sjálfstæðismanna á landinu sem enn iðka stefnu Sjálfstæðisflokksins ritað grein í Viðskiptablaðið og einmitt bent á það að ungt fólk ætti ekki séns á því í dag að eignast þak yfir höfuðið. Föðurnum svelgdist á morgunkaffinu við lestur greinar sonar síns. Mér reyndar líka. Sonurinn sá, efnilegur ungur maður sem á framtíðina fyrir sér ritaði: „Við höfum verið hindruð frá þátttöku í eignamyndun. Hátt lóðaverð boxar okkur út. Við hreinlega getum ekki tekið þátt í leiknum sem heitir í dag þétting byggðar en er í raun ekkert annað en þétting eignamyndunar. Í stað þess að fleiri njóti ágóðans af góðæri verður gríðarlegur munur á eignamyndun kynslóða og töluvert erfiðara að komast inn á markaðinn,“ Og bætir um betur: „Aðrir flokkar tala ekki fyrir þessu og því miður er rödd Sjálfstæðisflokksins orðin hjáróma. Algjört stefnuleysi og vangeta á skilgreindu sjálfi stendur Sjálfstæðisflokknum fyrir þrifum. Því kalla ég eftir naflaskoðun og baráttu fyrir okkur unga fólkið á vegum Sjálfstæðisflokksins.“ Formaður Miðflokksins hefur reyndar talað sterkt fyrir því að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa ástands sem er uppi. Það er einnig samhljóða álit okkar sem störfum og stöndum vaktina í Miðflokknum að það sé hægt að ráðast strax í þrjár einfaldar aðgerðir til lausnar bráðavandanum sem kominn er upp í samfélaginu þannig að eignir og kaupmáttur almúgans fuðri ekki upp á verðbólgubálinu. Í fyrsta lagi að lækka skatta á matvæli, í öðru lagi að lækka skatta og gjöld á eldsneyti og í þriðja lagi að koma húsnæðismálunum í lag og kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Auk þess þarf að koma skipulags- og byggingarmálum í eðlilegt horf. Það er beinlínis grátlegt að horfa upp á það hve til dæmis byggingarreglugerð okkar Íslendinga er í hrópandi ósamræmi við reglugerðir nágrannalanda okkar, okkur og byggingum okkar í óhag. Heyja, heyja, hey Það ríkir stormur í hagkerfinu og ná þarf heyinu í hús fyrir veturinn. Bregðist þið við sem nú starfið á Alþingi og þið hin sem skipið framkvæmdavaldið hið fyrsta. Framangreindar aðgerðir sem Miðflokkurinn hefur bent á til lausnar bráðavandanum sem nú ríkir, er ekki mál sem kallar á skipun nefnda. Ástandið nú, kallar á aðgerðir strax og að þegar Alþingi verður kallað saman (vonandi í ágúst) að sett verði lög sem styðja við tillögur Miðflokksins á Alþingi. Lagabreytingarnar eru mjög einfaldar í sniðum og má gera með þremur pennastrikum: 1. Lækka matarskattinn, 2. lækka eldsneytisskatta og 3. kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Heyja, heyja, hey. Höfundur er byggingarverkfræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20222282067d/naudsynlegar-neydaradgerdir-i-efnahagsmalum [2] https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/sonur-ellida-hjolar-i-sjalfstaedismenn-mer-hreinlega-svelgdist-a-morgunkaffinu/
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun