Konur, friður og öryggi Stella Samúelsdóttir skrifar 22. júní 2022 08:01 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Sáttmálinn, sem í daglegu tali er nefndur Kvennasáttmálinn (e. CEDAW), inniheldur grunnreglur um jafnrétti og áætlanir sem 189 ríki heims hafa undirgengist og þar með skuldbundið sig til að hafa í hávegum til að koma í veg fyrir kynbundna mismunun. Slíkur samningur er því afar mikilvæg yfirlýsing sjálfstæðra þjóða um að gera sitt til að setja jafnréttismál á oddinn, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Kynjahlutföll skipta máli Ísland undirritaði sáttmálann á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 1980, en hann var fullgiltur á Alþingi árið 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum hérlendis. Einhverra hluta vegna hefur samningurinn þó ekki verið innleiddur í lög hérlendis. Í 8. gr. samningsins segir: „Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja konum til jafns við karla, og án nokkurs misréttis, tækifæri til þess að koma fram fyrir hönd ríkisstjórna sinna á alþjóðavettvangi og taka þátt í störfum alþjóðastofnana.“ Þetta er afar mikilvæg grein og undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld líti í eigin barm þegar það kemur að skipun embætta. UN Women hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að konur eigi sæti við borðið þegar kemur að friðarviðræðum og mikilvægum fundum á vegum SÞ, Evrópuráðs eða NATO. Það vakti til dæmis athygli að á fundi á vegum NATO í maí síðastliðnum voru mætt til leiks 27 karlar og 4 konur sem fulltrúar þjóða sinna. Það er því enn langt í land að raddir kvenna heyrist jafn hátt og raddir karla á þessu mikilvæga sviði alþjóðasamvinnu. Við Íslendingar leggjum þó okkar af mörkum, þar sem bæði forsætisráðherra landsins og utanríkisráðherra eru konur. Þær hafa svo sannarlega nýtt rödd sína vel á alþjóðavettvangi og ítrekað mikilvægi aukinnar þátttöku kvenna. Langvarandi friður Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 um konur, frið og öryggi er að sama skapi gríðarlega mikilvæg. En þar viðurkenndi öryggisráðið í fyrsta skipti sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar. Ályktunin undirstrikar mikilvægt hlutverk kvenna við átakavarnir, friðsamlega lausn átaka og friðaruppbyggingu og leggur áherslu á jafna þátttöku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem ætlað er að viðhalda og stuðla að friði og öryggi. Samkvæmt henni eiga konur að vera þátttakendur á öllum stigum friðarviðræðna, friðaruppbyggingar og varnamála. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar konur eru með í ráðum eru friðarskeiðin lengri og farsælli og minni líkur á langvarandi átökum. Það ætti því að vera algjört forgangsatriði að tryggja að raddir kvenna heyrist í ríkara mæli á alþjóðasviðinu sérstaklega núna á þessum átakatímum – enda til mikils að vinna að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Stríð, átök, hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgastefnur fela í sér kynjamismunun og hafa hræðileg áhrif á líf kvenna og stúlkna. Það er því mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld haldi áfram að nýta sína einstöku rödd jafnréttis og þrýsti enn frekar á aðkomu kvenna þegar kemur að friðarumleitunum og tali fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið. Höfundur er fframkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Sáttmálinn, sem í daglegu tali er nefndur Kvennasáttmálinn (e. CEDAW), inniheldur grunnreglur um jafnrétti og áætlanir sem 189 ríki heims hafa undirgengist og þar með skuldbundið sig til að hafa í hávegum til að koma í veg fyrir kynbundna mismunun. Slíkur samningur er því afar mikilvæg yfirlýsing sjálfstæðra þjóða um að gera sitt til að setja jafnréttismál á oddinn, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Kynjahlutföll skipta máli Ísland undirritaði sáttmálann á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 1980, en hann var fullgiltur á Alþingi árið 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum hérlendis. Einhverra hluta vegna hefur samningurinn þó ekki verið innleiddur í lög hérlendis. Í 8. gr. samningsins segir: „Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja konum til jafns við karla, og án nokkurs misréttis, tækifæri til þess að koma fram fyrir hönd ríkisstjórna sinna á alþjóðavettvangi og taka þátt í störfum alþjóðastofnana.“ Þetta er afar mikilvæg grein og undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld líti í eigin barm þegar það kemur að skipun embætta. UN Women hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að konur eigi sæti við borðið þegar kemur að friðarviðræðum og mikilvægum fundum á vegum SÞ, Evrópuráðs eða NATO. Það vakti til dæmis athygli að á fundi á vegum NATO í maí síðastliðnum voru mætt til leiks 27 karlar og 4 konur sem fulltrúar þjóða sinna. Það er því enn langt í land að raddir kvenna heyrist jafn hátt og raddir karla á þessu mikilvæga sviði alþjóðasamvinnu. Við Íslendingar leggjum þó okkar af mörkum, þar sem bæði forsætisráðherra landsins og utanríkisráðherra eru konur. Þær hafa svo sannarlega nýtt rödd sína vel á alþjóðavettvangi og ítrekað mikilvægi aukinnar þátttöku kvenna. Langvarandi friður Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 um konur, frið og öryggi er að sama skapi gríðarlega mikilvæg. En þar viðurkenndi öryggisráðið í fyrsta skipti sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar. Ályktunin undirstrikar mikilvægt hlutverk kvenna við átakavarnir, friðsamlega lausn átaka og friðaruppbyggingu og leggur áherslu á jafna þátttöku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem ætlað er að viðhalda og stuðla að friði og öryggi. Samkvæmt henni eiga konur að vera þátttakendur á öllum stigum friðarviðræðna, friðaruppbyggingar og varnamála. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar konur eru með í ráðum eru friðarskeiðin lengri og farsælli og minni líkur á langvarandi átökum. Það ætti því að vera algjört forgangsatriði að tryggja að raddir kvenna heyrist í ríkara mæli á alþjóðasviðinu sérstaklega núna á þessum átakatímum – enda til mikils að vinna að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Stríð, átök, hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgastefnur fela í sér kynjamismunun og hafa hræðileg áhrif á líf kvenna og stúlkna. Það er því mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld haldi áfram að nýta sína einstöku rödd jafnréttis og þrýsti enn frekar á aðkomu kvenna þegar kemur að friðarumleitunum og tali fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið. Höfundur er fframkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun