Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2025 15:49 Íslenskir Liverpool-aðdáendur geta nú loksins nefnt syni sína í höfuðið á Mohamed Salah. Getty Karlmannsnafnið Múhameð er á meðal fjögurra eiginnafna sem mannanafnanefnd samþykkti í vikunni. Kvenmannsnöfnin Latýna og Khanom hlutu hins vegar ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Mannanafnanefnd kvað upp níu úrskurði um nöfn á þriðjudag. Auk þess að samþykkja Múhameð fyrir drengi lagði hún blessun sína yfir kvenmannsnöfnin Tenchi, Ivy, Ýri og Meryem. Þá féllst hún á föðurkenninguna Ísaksdóttir í máli konu sem vildi kenna sig við föður sinn, sem heitir Isaac. Beiðni um karlmannsnafnið Jaokhun var hafnað þar sem ritháttur þess samræmist ekki almennum ritreglum íslensks máls. Kvenmannsnafninu Khanom var hafnað með sömu rökum. Ástæða þess að kvenmannsnafninu Latýnu var hafnað var sú að það væri borið fram eins og latína. Heiti tungumála hefðu ekki verið notuð sem eiginnöfn á Íslandi. Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að skrá nafnið Latína með úrskurði fyrr á þessu ári. Hvað varðar nafnið Tenchi kom til álita hvort það væri ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls vegna þess að bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu. Aðeins væri hægt að samþykkja það ef hefð væri fyrir þessum rithætti. Studdist nefndin við vinnureglur sem kveða meðal annars á um að hægt sé að gera undantekningar fyrir rithátt sé hann gjaldgengur í öðru tungumáli. Vísaði nefndin til þess að Tenchi væri rótgróið japanskt tökunafn og ritað með þessum hætti í enskumælandi löndum. Mannanöfn Stjórnsýsla Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Mannanafnanefnd kvað upp níu úrskurði um nöfn á þriðjudag. Auk þess að samþykkja Múhameð fyrir drengi lagði hún blessun sína yfir kvenmannsnöfnin Tenchi, Ivy, Ýri og Meryem. Þá féllst hún á föðurkenninguna Ísaksdóttir í máli konu sem vildi kenna sig við föður sinn, sem heitir Isaac. Beiðni um karlmannsnafnið Jaokhun var hafnað þar sem ritháttur þess samræmist ekki almennum ritreglum íslensks máls. Kvenmannsnafninu Khanom var hafnað með sömu rökum. Ástæða þess að kvenmannsnafninu Latýnu var hafnað var sú að það væri borið fram eins og latína. Heiti tungumála hefðu ekki verið notuð sem eiginnöfn á Íslandi. Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að skrá nafnið Latína með úrskurði fyrr á þessu ári. Hvað varðar nafnið Tenchi kom til álita hvort það væri ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls vegna þess að bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu. Aðeins væri hægt að samþykkja það ef hefð væri fyrir þessum rithætti. Studdist nefndin við vinnureglur sem kveða meðal annars á um að hægt sé að gera undantekningar fyrir rithátt sé hann gjaldgengur í öðru tungumáli. Vísaði nefndin til þess að Tenchi væri rótgróið japanskt tökunafn og ritað með þessum hætti í enskumælandi löndum.
Mannanöfn Stjórnsýsla Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira