Nauðganir í hernaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 22. maí 2022 14:30 Hver hefði trúað því að líkamar karla væru eitt helsta stríðstól 21. aldarinnar? Að hluti af sigurlaunum herja væri í sumum tilvikum sé að níðast á varnarlausu fólki og fá veiðileyfi til að nauðga konum og börnum. Að slíkt sé einnig notað til að veikja baráttuþrek andstæðings og brjóta hann niður. Það er með ólíkindum að heimsbyggðin gerir sér ekki grein fyrir að eitt af vopnum í stríðsátökum er getnaðarlimur karla. Þetta „vopn“ er óspart notað í stríðsátökum til að niðurlægja konur, stúlkur og börn. Þannig er hluti af líkama karla notaður sem vopn með þegjandi samþykki ríkisstjórna, hermálayfirvalda, hershöfðingja og hermannanna sjálfra í flestum ríkjum heims. Stundum eru þessi ofbeldisverk gerð með beinni skipun að ofan. Öll stríð segja frá nauðgunum, limlestingjum og aftökum án dóms og laga á saklausu fólki. Almenningur lætur hins vegar of lítið í sér heyra um þessa siðlausu hegðun hermanna sinna. Hugleysi karlmanna í hernaði Hugleysi karlmanna í nútímahernaði er með eindæmum þegar þeir ráðast á vopnlausar konur og varnarlaus börn og stunda raðnauðganir fyrir framan fjölskyldu fórnarlambanna. Hvernig geta gerendurnir litið framan í börn sín, eiginkonur eða unnustur eftir slíka framkomu? Þessi kafli sögunnar er því miður ekki nýr og flestir kannast við kynlífsþrælkun svokallaðra „huggunarkvenna“ í Japan og nauðganir hermanna í Berlín í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ofbeldisverkin í Rúanda man fólk ennþá, þó þau og önnur voðaverk hafa verið látin falla „í þægilega gleymsku“. Voðaverkin í fyrrum Júgóslavíu eru ekki langt frá okkur í tíma. Hver getur nauðgað barni og látið sem ekkert sé? Það er ekkert sem réttlætir nauðganir og niðurlægingu á konum og börnum í stríðsátökum nútímans. Eða eru nauðganir á börnum og konum í stríði bara allt í lagi? En jafnvel í dag berast fréttir af slíkum voðaverkum í Úkraínu. Slíkt siðleysi og framferði er óafsakanlegt. Það að líkamar karla séu notaðir sem vopn í hernaði segir ansi mikið um þá úrkynjun sem er orðin innan herja í boði stjórnvalda. Herir eru settir á stofn til að verja eigið land og þjóð. Til forna var til siðs að hneppa fólk í þrældóm til að nota sem ókeypis vinnuafl og kynlífsþræla. Og enn er svo, því miður. Erum við ekki komin lengra á 21. öldinni? Árið 2018 fengu Nadia Murad og Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels vegna baráttu þeirra gegn því að kynferðislegt ofbeldi væri notað sem vopn í hernaðarátökum. Árið 2018 lýsti Mukwege læknir hræðilegum afleiðingum nauðgunar á kynfæri barna og kvenna í Kongó. Lýsingar hans á ástandi sjúklinga sinna, sérstaklega ungra barna, er ekki hægt að hafa eftir ógrátandi. En þegar heimurinn frétti af þessum ránum og nauðgunum gerist lítið. Hvers vegna situr heimsbyggðin hjá þegar kemur að þessum voðaverkum? Hvað hugsa konur? Við búum svo vel að hafa réttarkerfi sem ætti að taka á nauðgunum í stríði. Þá eru hermenn að stunda vinnu sína og engin starfslýsing þar felur í sér nauðganir. Þrátt fyrir það eru þessi ofbeldisverknaðir notaðir markvisst í stríðum nútímans. Hvað hugsa eiginkonur, börn, mæður, systur, frænkur og ömmur hermanna þegar þær heyra að nauðganir á konum og börnum séu notuð sem vopn í stríðsátökum? Slík hegðun er á ábyrgð ráðherra, herforingja, þingmanna og forseta viðkomandi ríkja auk alþjóðasamtaka. Það er þeirra að afnema slíka hegðun innan herja sinna, framfylgja banni við slíkum verknaði og taka upp refsingar gegn slíkum afbrotum. Slíkt myndi einnig hafa áhrif meðal almennings þar sem konur eru enn að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Það að hunsa nauðganir hermanna er gróft mannréttindabrot og stríðir gegn lögum. Hvar eru hins vegar þjóðþingin innan Sameinuðu þjóðanna og önnur alþjóðasamtök að hugsa? Af hverju eru þessir stríðsglæpir hunsaðir í þeim mæli sem raun ber vitni? Almenningur allur þarf að standa upp og krefjast þess með lögum og framkvæmd að hermenn þeirra hætti öllum nauðgunum. Opnið augu ykkar fyrir þessum hörmungum og komið á refsingum fyrir kynferðislegt ofbeldi í hernaði um allan heim. Aðgerðarleysi í þessum málum er framhald á þeim glæpum sem nauðganir í hernaði eru. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hernaður Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hver hefði trúað því að líkamar karla væru eitt helsta stríðstól 21. aldarinnar? Að hluti af sigurlaunum herja væri í sumum tilvikum sé að níðast á varnarlausu fólki og fá veiðileyfi til að nauðga konum og börnum. Að slíkt sé einnig notað til að veikja baráttuþrek andstæðings og brjóta hann niður. Það er með ólíkindum að heimsbyggðin gerir sér ekki grein fyrir að eitt af vopnum í stríðsátökum er getnaðarlimur karla. Þetta „vopn“ er óspart notað í stríðsátökum til að niðurlægja konur, stúlkur og börn. Þannig er hluti af líkama karla notaður sem vopn með þegjandi samþykki ríkisstjórna, hermálayfirvalda, hershöfðingja og hermannanna sjálfra í flestum ríkjum heims. Stundum eru þessi ofbeldisverk gerð með beinni skipun að ofan. Öll stríð segja frá nauðgunum, limlestingjum og aftökum án dóms og laga á saklausu fólki. Almenningur lætur hins vegar of lítið í sér heyra um þessa siðlausu hegðun hermanna sinna. Hugleysi karlmanna í hernaði Hugleysi karlmanna í nútímahernaði er með eindæmum þegar þeir ráðast á vopnlausar konur og varnarlaus börn og stunda raðnauðganir fyrir framan fjölskyldu fórnarlambanna. Hvernig geta gerendurnir litið framan í börn sín, eiginkonur eða unnustur eftir slíka framkomu? Þessi kafli sögunnar er því miður ekki nýr og flestir kannast við kynlífsþrælkun svokallaðra „huggunarkvenna“ í Japan og nauðganir hermanna í Berlín í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ofbeldisverkin í Rúanda man fólk ennþá, þó þau og önnur voðaverk hafa verið látin falla „í þægilega gleymsku“. Voðaverkin í fyrrum Júgóslavíu eru ekki langt frá okkur í tíma. Hver getur nauðgað barni og látið sem ekkert sé? Það er ekkert sem réttlætir nauðganir og niðurlægingu á konum og börnum í stríðsátökum nútímans. Eða eru nauðganir á börnum og konum í stríði bara allt í lagi? En jafnvel í dag berast fréttir af slíkum voðaverkum í Úkraínu. Slíkt siðleysi og framferði er óafsakanlegt. Það að líkamar karla séu notaðir sem vopn í hernaði segir ansi mikið um þá úrkynjun sem er orðin innan herja í boði stjórnvalda. Herir eru settir á stofn til að verja eigið land og þjóð. Til forna var til siðs að hneppa fólk í þrældóm til að nota sem ókeypis vinnuafl og kynlífsþræla. Og enn er svo, því miður. Erum við ekki komin lengra á 21. öldinni? Árið 2018 fengu Nadia Murad og Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels vegna baráttu þeirra gegn því að kynferðislegt ofbeldi væri notað sem vopn í hernaðarátökum. Árið 2018 lýsti Mukwege læknir hræðilegum afleiðingum nauðgunar á kynfæri barna og kvenna í Kongó. Lýsingar hans á ástandi sjúklinga sinna, sérstaklega ungra barna, er ekki hægt að hafa eftir ógrátandi. En þegar heimurinn frétti af þessum ránum og nauðgunum gerist lítið. Hvers vegna situr heimsbyggðin hjá þegar kemur að þessum voðaverkum? Hvað hugsa konur? Við búum svo vel að hafa réttarkerfi sem ætti að taka á nauðgunum í stríði. Þá eru hermenn að stunda vinnu sína og engin starfslýsing þar felur í sér nauðganir. Þrátt fyrir það eru þessi ofbeldisverknaðir notaðir markvisst í stríðum nútímans. Hvað hugsa eiginkonur, börn, mæður, systur, frænkur og ömmur hermanna þegar þær heyra að nauðganir á konum og börnum séu notuð sem vopn í stríðsátökum? Slík hegðun er á ábyrgð ráðherra, herforingja, þingmanna og forseta viðkomandi ríkja auk alþjóðasamtaka. Það er þeirra að afnema slíka hegðun innan herja sinna, framfylgja banni við slíkum verknaði og taka upp refsingar gegn slíkum afbrotum. Slíkt myndi einnig hafa áhrif meðal almennings þar sem konur eru enn að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Það að hunsa nauðganir hermanna er gróft mannréttindabrot og stríðir gegn lögum. Hvar eru hins vegar þjóðþingin innan Sameinuðu þjóðanna og önnur alþjóðasamtök að hugsa? Af hverju eru þessir stríðsglæpir hunsaðir í þeim mæli sem raun ber vitni? Almenningur allur þarf að standa upp og krefjast þess með lögum og framkvæmd að hermenn þeirra hætti öllum nauðgunum. Opnið augu ykkar fyrir þessum hörmungum og komið á refsingum fyrir kynferðislegt ofbeldi í hernaði um allan heim. Aðgerðarleysi í þessum málum er framhald á þeim glæpum sem nauðganir í hernaði eru. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun