15.000kr á fermetra – Sjálftaka fasteignasala Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. maí 2022 10:00 Fasteignaverð er mikið rætt á Íslandi en lítið er rætt um sjálftöku fasteignasala í formi söluþóknana. Þrátt fyrir að mikill skortur hafi verið á fasteignamarkaði haldast söluþóknanir enn himinháar og hækka bara með hækkandi fasteignaverði. Raunar er meðal söluþóknun fasteignasala um 2,2% í einkasölu en 2,7% í almennri sölu. Við það bætast föst gjöld sem seljendur og kaupendur þurfa að greiða fasteignasalanum, samtals að meðaltali 136.500kr[1][2]. Til að átta okkur á umfangi sjálftökunnar skulum við rýna tölur um markaðinn það sem af er ári: Hér má sjá að fasteignasalar taka að meðaltali rúmlega eina og hálfa milljón fyrir að selja eign í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í einkasölu. Fyrstu kaupendur sem leggja út 10% af kaupverði þyrftu að safna sér rúmlega sex milljónum til að kaupa meðal fjölbýlis íbúð í höfuðborginni, en fasteignasalinn hirðir í raun strax einn fjórða af því í eigin vasa! Mánaða eða ára sparnaður fyrir nokkra klukkustunda vinnu fasteignasala. Á landinu í heild er ástandið litlu skárra, það kostar einfaldlega það sama að fá fasteignasala til að selja eina fasteign og það kostar að ráða tvo til fjóra meðallaunamenn í vinnu í heilan mánuð. Hvernig má það vera? Annar mælikvarði er að horfa á hvað fasteignasalar taka á hvern seldan fermetra. Ódýrast er það 10.000kr og upp í vel rúmlega 15.000kr. Því mættu kaupendur hugsa að þeir gætu fengið fasteignina með glænýju gólfefni, mögulega innréttingum, en áfram á sama verði ef þeir þyrftu ekki að greiða fasteignasalanum. Allar þessar upphæðir væru svo umtalsvert hærri ef um almenna sölu en ekki einkasölu væri að ræða. Á Íslandi eru margar fasteignasölur og að sama skapi hefur verið skortur á eignum til sölu. Þessi skilyrði ættu að ýta undir ríka samkeppni en hún virðist skila sér seint og illa. Sömuleiðis er það undarlegt að söluþóknanir fari nær eingöngu eftir verði fasteignar án tillits til vinnuframlags fasteignasalans. Þannig kostar skyndilega mun meira að selja sama húsnæði árið 2022 heldur en það gerði 2019, hækkun sem er langt umfram verðbólgu og almenna launaþróun. Margt fleira má segja um þessi mál, en ég læt nægja í bili að segja að mér þykir þessi sjálftaka óhófleg. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Almennt eru söluþóknanir gefnar upp án VSK og þá eru meðaltölin um 1,75%, 2,2% og 110.000kr. Fyrir almenna umræðu liggur þó beinna við að nota upphæðir með VSK þar sem almenningur greiðir það verð. [2] Heimild: Allt fasteignasala, Ás fasteignasala, Borg, Consensa, Eignamiðlun, Eignaver fasteignasala, Fasteignasala Sævars Þórs, Gimli, Heimili, Landmark, Lind fasteignasala, Miklaborg fasteignasala, Nýtt heimili og RE/MAX. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Fasteignamarkaður Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Fasteignaverð er mikið rætt á Íslandi en lítið er rætt um sjálftöku fasteignasala í formi söluþóknana. Þrátt fyrir að mikill skortur hafi verið á fasteignamarkaði haldast söluþóknanir enn himinháar og hækka bara með hækkandi fasteignaverði. Raunar er meðal söluþóknun fasteignasala um 2,2% í einkasölu en 2,7% í almennri sölu. Við það bætast föst gjöld sem seljendur og kaupendur þurfa að greiða fasteignasalanum, samtals að meðaltali 136.500kr[1][2]. Til að átta okkur á umfangi sjálftökunnar skulum við rýna tölur um markaðinn það sem af er ári: Hér má sjá að fasteignasalar taka að meðaltali rúmlega eina og hálfa milljón fyrir að selja eign í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í einkasölu. Fyrstu kaupendur sem leggja út 10% af kaupverði þyrftu að safna sér rúmlega sex milljónum til að kaupa meðal fjölbýlis íbúð í höfuðborginni, en fasteignasalinn hirðir í raun strax einn fjórða af því í eigin vasa! Mánaða eða ára sparnaður fyrir nokkra klukkustunda vinnu fasteignasala. Á landinu í heild er ástandið litlu skárra, það kostar einfaldlega það sama að fá fasteignasala til að selja eina fasteign og það kostar að ráða tvo til fjóra meðallaunamenn í vinnu í heilan mánuð. Hvernig má það vera? Annar mælikvarði er að horfa á hvað fasteignasalar taka á hvern seldan fermetra. Ódýrast er það 10.000kr og upp í vel rúmlega 15.000kr. Því mættu kaupendur hugsa að þeir gætu fengið fasteignina með glænýju gólfefni, mögulega innréttingum, en áfram á sama verði ef þeir þyrftu ekki að greiða fasteignasalanum. Allar þessar upphæðir væru svo umtalsvert hærri ef um almenna sölu en ekki einkasölu væri að ræða. Á Íslandi eru margar fasteignasölur og að sama skapi hefur verið skortur á eignum til sölu. Þessi skilyrði ættu að ýta undir ríka samkeppni en hún virðist skila sér seint og illa. Sömuleiðis er það undarlegt að söluþóknanir fari nær eingöngu eftir verði fasteignar án tillits til vinnuframlags fasteignasalans. Þannig kostar skyndilega mun meira að selja sama húsnæði árið 2022 heldur en það gerði 2019, hækkun sem er langt umfram verðbólgu og almenna launaþróun. Margt fleira má segja um þessi mál, en ég læt nægja í bili að segja að mér þykir þessi sjálftaka óhófleg. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Almennt eru söluþóknanir gefnar upp án VSK og þá eru meðaltölin um 1,75%, 2,2% og 110.000kr. Fyrir almenna umræðu liggur þó beinna við að nota upphæðir með VSK þar sem almenningur greiðir það verð. [2] Heimild: Allt fasteignasala, Ás fasteignasala, Borg, Consensa, Eignamiðlun, Eignaver fasteignasala, Fasteignasala Sævars Þórs, Gimli, Heimili, Landmark, Lind fasteignasala, Miklaborg fasteignasala, Nýtt heimili og RE/MAX.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun