Kosið um traust Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 14. maí 2022 08:31 Kæru Reykvíkingar. Í dag göngum til kosninga og kjósum um framtíð borgarinnar. Það verður kosið um stefnu. Og það er kosið um traust. Viðreisn er stolt af vinnu sinni á kjörtímabilinu enda höfum við uppfyllt yfir 90% af okkar kosningaloforðum, sem er ekki eitthvað sem margir stjórnmálaflokkar geta státað af. Það er því mikilvægt fyrir Reykjavík að Viðreisn verði sterk rödd í borgarstjórn til að geta uppfyllt þau loforð sem við höfum nú boðið fram, loforð um betri borg, frelsi til skóla, betri rekstur og skemmtilegri hverfi. Við erum flokkur sem leggur upp úr því að vandað sé til verka og að almannahagsmunir séu settir í fyrsta sæti. Við erum líka flokkur sem vinnur að raunhæfum lausnum að vandamálum til að tryggja góða þjónustu á forsendum borgarbúa, þeirra sem nota þjónustuna. Það skiptir okkur meira máli að vinna málin vel en að setja fram glansmyndir á samfélagsmiðlum. Við stöndum við kosningaloforðin Við lofuðum því að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á síðasta kjörtímabili og við stóðum við það. Nú lofum við að ganga enn lengra og lækka skattana en meira. Við í Viðreisn viljum tryggja að borgarbúar hafi raunverulegt val um hvernig við ferðumst um borgina. Þess vegna styðjum við Sundabraut, hágæða Borgarlínu og vel tengt hjólastíganet. Við erum með skýra sýn til framtíðar. Sýn um hvernig Reykjavík verður enn betri borg, með því að halda áfram met uppbyggingu undandarinnar ára. Húsnæðismál eru ekki eins og Neskaffi. Það er ekki hægt að leysa lóðaskort með skyndilausnum. En það sem mikilvægt að gera, strax er að innviðaráðherra einfaldi reglulgerðarfarganið í byggingmálum, líkt og Reykjavíkurborg, OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lagt til. Það mun flýta allri uppbyggingu töluvert. Við segjum líka að það sé lykilatriði að fá atvinnu inn í hverfin. Það er mikilvægt til að fólk geti unnið í hverfinu sínu. Það er mikilvægt vegna þess að atvinna í hverfum eykur aðra þjónustu og það gerir hverfin enn skemmtilegri. Viðreisn er rödd frjálslyndis, jafnrétti og ábyrgðar í fjármálum Viðreisn er mikilvæg rödd í borgarstjórn Reykjavík, sem talar fyrir frjálslyndi, jafnrétti og ábyrgð í fjármálum. Eftir því höfum við starfað og munum gera það áfram. Við höfum skýra sýn um hvernig borg við viljum sjá. Við viljum sjá borg sem heldur betur utan um börnin sín og fólkið í borginni. Borg sem heldur vel utan um rekstur og þjónustu. Borg með lifandi og skemmtilegum hverfum. Við biðjum um þinn stuðning til að halda áfram að byggja upp mennska og skemmtilega borg. Á móti geta Reykvíkingar treyst á að við í Viðreisn stöndum við okkar. Gleðilegan kjördag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Kæru Reykvíkingar. Í dag göngum til kosninga og kjósum um framtíð borgarinnar. Það verður kosið um stefnu. Og það er kosið um traust. Viðreisn er stolt af vinnu sinni á kjörtímabilinu enda höfum við uppfyllt yfir 90% af okkar kosningaloforðum, sem er ekki eitthvað sem margir stjórnmálaflokkar geta státað af. Það er því mikilvægt fyrir Reykjavík að Viðreisn verði sterk rödd í borgarstjórn til að geta uppfyllt þau loforð sem við höfum nú boðið fram, loforð um betri borg, frelsi til skóla, betri rekstur og skemmtilegri hverfi. Við erum flokkur sem leggur upp úr því að vandað sé til verka og að almannahagsmunir séu settir í fyrsta sæti. Við erum líka flokkur sem vinnur að raunhæfum lausnum að vandamálum til að tryggja góða þjónustu á forsendum borgarbúa, þeirra sem nota þjónustuna. Það skiptir okkur meira máli að vinna málin vel en að setja fram glansmyndir á samfélagsmiðlum. Við stöndum við kosningaloforðin Við lofuðum því að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á síðasta kjörtímabili og við stóðum við það. Nú lofum við að ganga enn lengra og lækka skattana en meira. Við í Viðreisn viljum tryggja að borgarbúar hafi raunverulegt val um hvernig við ferðumst um borgina. Þess vegna styðjum við Sundabraut, hágæða Borgarlínu og vel tengt hjólastíganet. Við erum með skýra sýn til framtíðar. Sýn um hvernig Reykjavík verður enn betri borg, með því að halda áfram met uppbyggingu undandarinnar ára. Húsnæðismál eru ekki eins og Neskaffi. Það er ekki hægt að leysa lóðaskort með skyndilausnum. En það sem mikilvægt að gera, strax er að innviðaráðherra einfaldi reglulgerðarfarganið í byggingmálum, líkt og Reykjavíkurborg, OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lagt til. Það mun flýta allri uppbyggingu töluvert. Við segjum líka að það sé lykilatriði að fá atvinnu inn í hverfin. Það er mikilvægt til að fólk geti unnið í hverfinu sínu. Það er mikilvægt vegna þess að atvinna í hverfum eykur aðra þjónustu og það gerir hverfin enn skemmtilegri. Viðreisn er rödd frjálslyndis, jafnrétti og ábyrgðar í fjármálum Viðreisn er mikilvæg rödd í borgarstjórn Reykjavík, sem talar fyrir frjálslyndi, jafnrétti og ábyrgð í fjármálum. Eftir því höfum við starfað og munum gera það áfram. Við höfum skýra sýn um hvernig borg við viljum sjá. Við viljum sjá borg sem heldur betur utan um börnin sín og fólkið í borginni. Borg sem heldur vel utan um rekstur og þjónustu. Borg með lifandi og skemmtilegum hverfum. Við biðjum um þinn stuðning til að halda áfram að byggja upp mennska og skemmtilega borg. Á móti geta Reykvíkingar treyst á að við í Viðreisn stöndum við okkar. Gleðilegan kjördag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar