Hvers vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 13. maí 2022 17:01 Á morgun verður kosið til sveitarstjórnarkosninga á Íslandi og mikið af öflugu fólki býður sig fram fyrir Miðflokkinn um land allt. Ómar Már Jónsson, fyrrum sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, skipar oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík og tekur þar við keflinu af Vigdísi Hauksdóttur, sitjandi borgarfulltrúa. Vigdís Hauksdóttir, hefur síðustu fjögur ár veitt meirihlutanum aðhald sem eftir hefur verið tekið í rekstri borgarinnar. Hún hefur vakið athygli á þeirri óreiðu sem ríkir í fjármálum borgarinnar, þ.á.m. Braggamálinu, dönsku stráunum, pálmatrjám í Vogabyggð, endalausum mannaráðningum á skrifstofu borgarstjóra, framúrakstri framkvæmda í miðbænum og margt fleira. Kosningarnar á morgun eru mikilvægar fyrir borgina og í mínum huga verður endanlega kosið um borgarlínu og flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur staðið í lappirnar hvað varðar borgarlínu og flugvöllinn. Við höfum alfarið verið á móti borgarlínu miðað við núverandi forsendur en viljum þess í stað stuðla að því að byggja upp núverandi almenningssamgöngur. Ef borgarlína verður að veruleika munum við Reykvíkingar sjá gríðarlega mikla þrengingu að einkabílnum, þar sem Suðurlandsbraut mun fækka um eina akrein í hvora átt. Sama má segja um Sæbraut, þar verður þrengt að umferð og flæði truflað. Fjármögnun borgarlínu er ein allsherjar óvissuferð, enginn getur sagt fyrir um hvað hún mun kosta. Nú þegar er búið að eyða gríðarlegum upphæðum í undirbúning sem vel hefði mátt nýta í að reka strætó gjaldfrjálsan. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni mun fara ef Miðflokkurinn verður ekki sterkur í borgarstjórn, aðrir stjórnmálaflokkar hafa ítrekað lýst yfir vilja til að færa flugvöllinn, þó að engin valkostur sé til staðar eftir að Hvassahraun var úr sögunni. Allir vita að flugvöllurinn verður að vera nálægt Landspítala, þar sem sjúkraflugið fer þar um. Nú hefur ríkisstjórnin hafið uppbyggingu á Landspítala við Hringbraut og því ekkert mikilvægara en að sjúkraflugið sé í nálægð við spítalann. Ómar Már Jónsson hefur sýnt það í sinni tíð sem sveitarstjóri að hann stendur við gefin loforð. Í sinni tíð sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi kom hann því á árið 2005 að hreppurinn væri fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem bauð upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir alla. Þess vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn. Ég treysti Ómari Má Jónssyni, oddvita Miðflokksins, til að stöðva borgarlínubrjálæðið og verja flugvöllinn. Tryggjum Ómar Má í borgarstjórn, hann mun standa við gefin loforð. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Á morgun verður kosið til sveitarstjórnarkosninga á Íslandi og mikið af öflugu fólki býður sig fram fyrir Miðflokkinn um land allt. Ómar Már Jónsson, fyrrum sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, skipar oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík og tekur þar við keflinu af Vigdísi Hauksdóttur, sitjandi borgarfulltrúa. Vigdís Hauksdóttir, hefur síðustu fjögur ár veitt meirihlutanum aðhald sem eftir hefur verið tekið í rekstri borgarinnar. Hún hefur vakið athygli á þeirri óreiðu sem ríkir í fjármálum borgarinnar, þ.á.m. Braggamálinu, dönsku stráunum, pálmatrjám í Vogabyggð, endalausum mannaráðningum á skrifstofu borgarstjóra, framúrakstri framkvæmda í miðbænum og margt fleira. Kosningarnar á morgun eru mikilvægar fyrir borgina og í mínum huga verður endanlega kosið um borgarlínu og flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur staðið í lappirnar hvað varðar borgarlínu og flugvöllinn. Við höfum alfarið verið á móti borgarlínu miðað við núverandi forsendur en viljum þess í stað stuðla að því að byggja upp núverandi almenningssamgöngur. Ef borgarlína verður að veruleika munum við Reykvíkingar sjá gríðarlega mikla þrengingu að einkabílnum, þar sem Suðurlandsbraut mun fækka um eina akrein í hvora átt. Sama má segja um Sæbraut, þar verður þrengt að umferð og flæði truflað. Fjármögnun borgarlínu er ein allsherjar óvissuferð, enginn getur sagt fyrir um hvað hún mun kosta. Nú þegar er búið að eyða gríðarlegum upphæðum í undirbúning sem vel hefði mátt nýta í að reka strætó gjaldfrjálsan. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni mun fara ef Miðflokkurinn verður ekki sterkur í borgarstjórn, aðrir stjórnmálaflokkar hafa ítrekað lýst yfir vilja til að færa flugvöllinn, þó að engin valkostur sé til staðar eftir að Hvassahraun var úr sögunni. Allir vita að flugvöllurinn verður að vera nálægt Landspítala, þar sem sjúkraflugið fer þar um. Nú hefur ríkisstjórnin hafið uppbyggingu á Landspítala við Hringbraut og því ekkert mikilvægara en að sjúkraflugið sé í nálægð við spítalann. Ómar Már Jónsson hefur sýnt það í sinni tíð sem sveitarstjóri að hann stendur við gefin loforð. Í sinni tíð sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi kom hann því á árið 2005 að hreppurinn væri fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem bauð upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir alla. Þess vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn. Ég treysti Ómari Má Jónssyni, oddvita Miðflokksins, til að stöðva borgarlínubrjálæðið og verja flugvöllinn. Tryggjum Ómar Má í borgarstjórn, hann mun standa við gefin loforð. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar