Það skiptir máli hver stjórnar – þess vegna þurfum við Vg í bæjarstjórn Árborgar Sigurður Torfi Sigurðsson, Guðbjörg Grímsdóttir, Jón Özur Snorrason, Sædís Ósk Harðardóttir og Guðrún Runólfsdóttir skrifa 13. maí 2022 13:41 Það styttist í kosningar. Hér í Árborg eru í boði sex framboð sem öll eru með frambærilegt fólk á sínum listum. Allir vilja samfélaginu vel. Oft er úr vöndu að ráða þegar kemur að því að setja X við listabókstaf á kjördag. Þess vegna er mikilvægt að ígrunda vel og skoða hvað flokkarnir hafa fram að færa og hversu trúverðugir þeir eru. Loforð og efndir fara ekki alltaf saman og því skiptir máli hverjir fara með völdin að kosningum loknum. Í Árborg hefur orðið mikil fólksfjölgun á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að innviðir samfélagsins hafa ekki fylgt eftir í sama hlutfalli og því er mikilvægt að breyta. Þess vegna er nauðsynlegt að setja upp skýra framtíðarsýn, hvernig við viljum sjá sveitarfélagið okkar í náinni framtíð? Það er ekki nóg að grípa til bráðabirgðalausna heldur verður að móta skýra stefnu til margra ára og fylgja henni eftir. Í hraði uppbyggingar er eins og hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf sveitarfélagið að vera öflugur stjórnandi og gæta þarf að uppbyggingin sé í samræmi við sérkenni svæðisins. Í því samhengi þarf að fylgja gildandi skipulagi en jafnframt að það sé í takt við það sem fyrir er á svæðinu. Þar þarf að taka tillit til ýmissa sérkenna t.d. útlit og stærð bygginga, náttúru og menningarminja. Hafa þarf í huga að miklar framkvæmdir og breytingar á umhverfi hafa oftast óafturkræf áhrif. Eitt af forgangsmálum komandi kjörtímabils verður að byggja upp þjónustu og innviði sveitarfélagsins í takt við íbúafjölgun og í sátt við umhverfið. Það skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar í öllum málaflokkum og hafa jafnrétti, jöfnuð og umhverfismál að leiðarljósi í ört stækkandi sveitarfélagi. Við í Vinstri grænum horfum bjartsýn til framtíðar því stefnumál okkar eru skýr: Áhersla er lögð á fjölskylduvænt, réttlátt og umhverfisvænt samfélag þar sem allir íbúar Árborgar sitja við sama borð. Það skiptir máli hver stjórnar og því teljum við mikilvægt að Vinstri græn nái góðum árangri í þessum kosningum. Þess vegna óskum við eftir þínum stuðningi á kjördag, svo við getum komið stefnumálum okkar í framkvæmd, sveitarfélaginu Árborg til heilla. Kjósum V á kjördag Sigurður Torfi Sigurðsson, 1. sæti Vinstri grænna Guðbjörg Grímsdóttir, 2. sæti Vinstri grænna Jón Özur Snorrason, 3.sæti Vinstri grænna Sædís Ósk Harðardóttir, 4. sæti Vinstri grænna Guðrún Runólfsdóttir, 5.sæti Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það styttist í kosningar. Hér í Árborg eru í boði sex framboð sem öll eru með frambærilegt fólk á sínum listum. Allir vilja samfélaginu vel. Oft er úr vöndu að ráða þegar kemur að því að setja X við listabókstaf á kjördag. Þess vegna er mikilvægt að ígrunda vel og skoða hvað flokkarnir hafa fram að færa og hversu trúverðugir þeir eru. Loforð og efndir fara ekki alltaf saman og því skiptir máli hverjir fara með völdin að kosningum loknum. Í Árborg hefur orðið mikil fólksfjölgun á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að innviðir samfélagsins hafa ekki fylgt eftir í sama hlutfalli og því er mikilvægt að breyta. Þess vegna er nauðsynlegt að setja upp skýra framtíðarsýn, hvernig við viljum sjá sveitarfélagið okkar í náinni framtíð? Það er ekki nóg að grípa til bráðabirgðalausna heldur verður að móta skýra stefnu til margra ára og fylgja henni eftir. Í hraði uppbyggingar er eins og hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf sveitarfélagið að vera öflugur stjórnandi og gæta þarf að uppbyggingin sé í samræmi við sérkenni svæðisins. Í því samhengi þarf að fylgja gildandi skipulagi en jafnframt að það sé í takt við það sem fyrir er á svæðinu. Þar þarf að taka tillit til ýmissa sérkenna t.d. útlit og stærð bygginga, náttúru og menningarminja. Hafa þarf í huga að miklar framkvæmdir og breytingar á umhverfi hafa oftast óafturkræf áhrif. Eitt af forgangsmálum komandi kjörtímabils verður að byggja upp þjónustu og innviði sveitarfélagsins í takt við íbúafjölgun og í sátt við umhverfið. Það skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar í öllum málaflokkum og hafa jafnrétti, jöfnuð og umhverfismál að leiðarljósi í ört stækkandi sveitarfélagi. Við í Vinstri grænum horfum bjartsýn til framtíðar því stefnumál okkar eru skýr: Áhersla er lögð á fjölskylduvænt, réttlátt og umhverfisvænt samfélag þar sem allir íbúar Árborgar sitja við sama borð. Það skiptir máli hver stjórnar og því teljum við mikilvægt að Vinstri græn nái góðum árangri í þessum kosningum. Þess vegna óskum við eftir þínum stuðningi á kjördag, svo við getum komið stefnumálum okkar í framkvæmd, sveitarfélaginu Árborg til heilla. Kjósum V á kjördag Sigurður Torfi Sigurðsson, 1. sæti Vinstri grænna Guðbjörg Grímsdóttir, 2. sæti Vinstri grænna Jón Özur Snorrason, 3.sæti Vinstri grænna Sædís Ósk Harðardóttir, 4. sæti Vinstri grænna Guðrún Runólfsdóttir, 5.sæti Vinstri grænna
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun