Skoðun

Af hverju Bæjar­listann fyrir Hafnar­fjörð?

Jón Ragnar Gunnarsson skrifar

Það gleymist oft að þegar framboðslistar og flokkar eru í harðri keppni um völdin í Hafnarfirði að snýst sú keppni ekki eingöngu um setu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, heldur þeim mun meira um það góða fólk sem stendur að bakið framboðunum, einstaklingana sem koma til með að taka sæti í ýmsu ráðum og nefndum bæjarins, einstaklingar sem brenna fyrir því að sveitafélagið standi betur á öllum sviðum.

X-L Bæjarlistinn vill hagsmunapólitíkina út úr bæjarstjórninni, kjörnir fulltrúar eru fyrir fólkið og málefnin í bænum, en ekki fyrir fámenna hópa hagsmunaaðila og einstaklinga sem njóta fyrirgreiðslu umfram aðra vegna (réttra) tengsla við meirihlutann. X-L er fyrir Hafnarfjörð.

X-L Bæjarlistinn hefur átt sterka fulltrúa í ráðum og nefndum Hafnarfjarðar á síðasta kjörtímabili og má þar meðal annars nefna, bæjarráð, fjölskylduráð, fræðsluráð, skipulags- og byggingaráð, stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar, barnaverndarnefnd, fjölmenningarráð, umhverfis og framkvæmdaráð. Einum kjörnum fulltrúa X-L fylgir réttur til setu í nefndum og ráðum Hafnarfjarðarbæjar, það er því nauðsynlegt fyrir Hafnarfjörð að X-L fái brautargengi í komandi sveitarstjórnarkosningum svo hægt sé að vinna áfram að þeim málum sem við höfum talað fyrir, að fá fjölbreyttan hóp hæfra einstaklinga til að vinna fyrir okkur Hafnfirðinga. Við viljum alls ekki fá of einsleitan hóp með þrönga pólitíska sýn á það styrkir og bætir bæinn okkar.

Ef þú sem einstaklingur ert ánægður með stöðu mála í Hafnarfirði í dag og síðustu ára, sáttur með íhaldið, sáttur við hagsmunapólitík, hræddur við breytingar, þá er Bæjarlistinn ekki rétti flokkurinn fyrir þig?

Bæjarlistinn X-Lstendur fyrir jákvæðar breytingar, stórbætt samgöngumannvirki innan sveitafélagsins og tengingar við nærsveitafélögin, styður einstaklingsframtakið og einyrkja til afreka, umhyggju, náungakærleika, samstöðu, janfræði allra, uppbyggingu og ekki síst arðbæran rekstur sveitafélagsins en þar er á brattann að sækja.

Nýtum þann einstaka rétt sem við eigum öll, að kjósa í lýðræðislegri kosningu þau framboð og það fólk sem við treystum til góðra verka fyrir sveitafélagið okkar.

Týnum ekki rödd Hafnfirðinga, veljum X-L á laugardaginn.

RÖDDIN YKKAR ER RÖDDIN OKKAR,

Höfundur skipar 7. sæti á Bæjarlistanum í Hafnarfirði.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×