Framsókn í leikskólamálum Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 12. maí 2022 13:46 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti. Lausnin felst ekki einungis í því að byggja fleiri leikskóla eða koma fyrir fleiri gámum við leikskólanna. Það þarf einnig að sinna viðhaldi húsnæðis til að heilsu barnanna sé ekki ógnað og bæta kjör starfsfólks svo leikskólar verði eftirsóknarverðir vinnustaðir. Við verðum að tryggja öllum börnum dagvistun að fæðingarorlofi loknu, annað er óásættanlegt. Við þurfum að nálgast dagvistunarvandann með fjölbreyttum lausnum. Meðal annars með því að efla dagforeldrakerfið og gera það aðgengilegra og gagnsærra. Við þurfum að skerpa forgangsröðina í borgarmálunum og veita þessum málefnum aukið rými og vinna að framþróun dagvistunarkerfisins. Einn af valkostum foreldra gæti og verið möguleiki til heimagreiðslna með barni sem bíður eftir leikskólaplássi. Heimgreiðslur sem ekki væru bundnar við það að foreldrar yrðu heima með barninu, heldur gætu aðrir aðstandendur barnsins til dæmis ömmur og afar fengið greiðsluna fyrir að annast gæslu barnanna. Framsókn hefur sýnt vilja í verki með því að auðvelda nýbökuðum foreldrum líf þeirra á fyrsta æviári barna og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Nú er komið að borgaryfirvöldum að bretta upp ermarnar og setja það í forgang að leysa dagvistunarvandann. Með því að foreldrar og börn geti gengið að dagvistun að loknu fæðingarorlofi dregur úr líkum á fjárhagsþrengingun ungs fólks og kvíða og streitu nýbakaðra foreldra. Framsókn vill tryggja að börn komist á leikskóla við lok fæðingarorlofs og að opnunartími þeirra sé sveigjanlegri án þess að lengja skóladag barna. Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið þannig að foreldrar hafi valkosti sem henta í hverju tilviki fyrir sig. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Setjum X við B 14. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti. Lausnin felst ekki einungis í því að byggja fleiri leikskóla eða koma fyrir fleiri gámum við leikskólanna. Það þarf einnig að sinna viðhaldi húsnæðis til að heilsu barnanna sé ekki ógnað og bæta kjör starfsfólks svo leikskólar verði eftirsóknarverðir vinnustaðir. Við verðum að tryggja öllum börnum dagvistun að fæðingarorlofi loknu, annað er óásættanlegt. Við þurfum að nálgast dagvistunarvandann með fjölbreyttum lausnum. Meðal annars með því að efla dagforeldrakerfið og gera það aðgengilegra og gagnsærra. Við þurfum að skerpa forgangsröðina í borgarmálunum og veita þessum málefnum aukið rými og vinna að framþróun dagvistunarkerfisins. Einn af valkostum foreldra gæti og verið möguleiki til heimagreiðslna með barni sem bíður eftir leikskólaplássi. Heimgreiðslur sem ekki væru bundnar við það að foreldrar yrðu heima með barninu, heldur gætu aðrir aðstandendur barnsins til dæmis ömmur og afar fengið greiðsluna fyrir að annast gæslu barnanna. Framsókn hefur sýnt vilja í verki með því að auðvelda nýbökuðum foreldrum líf þeirra á fyrsta æviári barna og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Nú er komið að borgaryfirvöldum að bretta upp ermarnar og setja það í forgang að leysa dagvistunarvandann. Með því að foreldrar og börn geti gengið að dagvistun að loknu fæðingarorlofi dregur úr líkum á fjárhagsþrengingun ungs fólks og kvíða og streitu nýbakaðra foreldra. Framsókn vill tryggja að börn komist á leikskóla við lok fæðingarorlofs og að opnunartími þeirra sé sveigjanlegri án þess að lengja skóladag barna. Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið þannig að foreldrar hafi valkosti sem henta í hverju tilviki fyrir sig. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Setjum X við B 14. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar