Framsókn í leikskólamálum Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 12. maí 2022 13:46 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti. Lausnin felst ekki einungis í því að byggja fleiri leikskóla eða koma fyrir fleiri gámum við leikskólanna. Það þarf einnig að sinna viðhaldi húsnæðis til að heilsu barnanna sé ekki ógnað og bæta kjör starfsfólks svo leikskólar verði eftirsóknarverðir vinnustaðir. Við verðum að tryggja öllum börnum dagvistun að fæðingarorlofi loknu, annað er óásættanlegt. Við þurfum að nálgast dagvistunarvandann með fjölbreyttum lausnum. Meðal annars með því að efla dagforeldrakerfið og gera það aðgengilegra og gagnsærra. Við þurfum að skerpa forgangsröðina í borgarmálunum og veita þessum málefnum aukið rými og vinna að framþróun dagvistunarkerfisins. Einn af valkostum foreldra gæti og verið möguleiki til heimagreiðslna með barni sem bíður eftir leikskólaplássi. Heimgreiðslur sem ekki væru bundnar við það að foreldrar yrðu heima með barninu, heldur gætu aðrir aðstandendur barnsins til dæmis ömmur og afar fengið greiðsluna fyrir að annast gæslu barnanna. Framsókn hefur sýnt vilja í verki með því að auðvelda nýbökuðum foreldrum líf þeirra á fyrsta æviári barna og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Nú er komið að borgaryfirvöldum að bretta upp ermarnar og setja það í forgang að leysa dagvistunarvandann. Með því að foreldrar og börn geti gengið að dagvistun að loknu fæðingarorlofi dregur úr líkum á fjárhagsþrengingun ungs fólks og kvíða og streitu nýbakaðra foreldra. Framsókn vill tryggja að börn komist á leikskóla við lok fæðingarorlofs og að opnunartími þeirra sé sveigjanlegri án þess að lengja skóladag barna. Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið þannig að foreldrar hafi valkosti sem henta í hverju tilviki fyrir sig. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Setjum X við B 14. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti. Lausnin felst ekki einungis í því að byggja fleiri leikskóla eða koma fyrir fleiri gámum við leikskólanna. Það þarf einnig að sinna viðhaldi húsnæðis til að heilsu barnanna sé ekki ógnað og bæta kjör starfsfólks svo leikskólar verði eftirsóknarverðir vinnustaðir. Við verðum að tryggja öllum börnum dagvistun að fæðingarorlofi loknu, annað er óásættanlegt. Við þurfum að nálgast dagvistunarvandann með fjölbreyttum lausnum. Meðal annars með því að efla dagforeldrakerfið og gera það aðgengilegra og gagnsærra. Við þurfum að skerpa forgangsröðina í borgarmálunum og veita þessum málefnum aukið rými og vinna að framþróun dagvistunarkerfisins. Einn af valkostum foreldra gæti og verið möguleiki til heimagreiðslna með barni sem bíður eftir leikskólaplássi. Heimgreiðslur sem ekki væru bundnar við það að foreldrar yrðu heima með barninu, heldur gætu aðrir aðstandendur barnsins til dæmis ömmur og afar fengið greiðsluna fyrir að annast gæslu barnanna. Framsókn hefur sýnt vilja í verki með því að auðvelda nýbökuðum foreldrum líf þeirra á fyrsta æviári barna og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Nú er komið að borgaryfirvöldum að bretta upp ermarnar og setja það í forgang að leysa dagvistunarvandann. Með því að foreldrar og börn geti gengið að dagvistun að loknu fæðingarorlofi dregur úr líkum á fjárhagsþrengingun ungs fólks og kvíða og streitu nýbakaðra foreldra. Framsókn vill tryggja að börn komist á leikskóla við lok fæðingarorlofs og að opnunartími þeirra sé sveigjanlegri án þess að lengja skóladag barna. Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið þannig að foreldrar hafi valkosti sem henta í hverju tilviki fyrir sig. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Setjum X við B 14. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun