Framsókn í leikskólamálum Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 12. maí 2022 13:46 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti. Lausnin felst ekki einungis í því að byggja fleiri leikskóla eða koma fyrir fleiri gámum við leikskólanna. Það þarf einnig að sinna viðhaldi húsnæðis til að heilsu barnanna sé ekki ógnað og bæta kjör starfsfólks svo leikskólar verði eftirsóknarverðir vinnustaðir. Við verðum að tryggja öllum börnum dagvistun að fæðingarorlofi loknu, annað er óásættanlegt. Við þurfum að nálgast dagvistunarvandann með fjölbreyttum lausnum. Meðal annars með því að efla dagforeldrakerfið og gera það aðgengilegra og gagnsærra. Við þurfum að skerpa forgangsröðina í borgarmálunum og veita þessum málefnum aukið rými og vinna að framþróun dagvistunarkerfisins. Einn af valkostum foreldra gæti og verið möguleiki til heimagreiðslna með barni sem bíður eftir leikskólaplássi. Heimgreiðslur sem ekki væru bundnar við það að foreldrar yrðu heima með barninu, heldur gætu aðrir aðstandendur barnsins til dæmis ömmur og afar fengið greiðsluna fyrir að annast gæslu barnanna. Framsókn hefur sýnt vilja í verki með því að auðvelda nýbökuðum foreldrum líf þeirra á fyrsta æviári barna og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Nú er komið að borgaryfirvöldum að bretta upp ermarnar og setja það í forgang að leysa dagvistunarvandann. Með því að foreldrar og börn geti gengið að dagvistun að loknu fæðingarorlofi dregur úr líkum á fjárhagsþrengingun ungs fólks og kvíða og streitu nýbakaðra foreldra. Framsókn vill tryggja að börn komist á leikskóla við lok fæðingarorlofs og að opnunartími þeirra sé sveigjanlegri án þess að lengja skóladag barna. Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið þannig að foreldrar hafi valkosti sem henta í hverju tilviki fyrir sig. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Setjum X við B 14. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti. Lausnin felst ekki einungis í því að byggja fleiri leikskóla eða koma fyrir fleiri gámum við leikskólanna. Það þarf einnig að sinna viðhaldi húsnæðis til að heilsu barnanna sé ekki ógnað og bæta kjör starfsfólks svo leikskólar verði eftirsóknarverðir vinnustaðir. Við verðum að tryggja öllum börnum dagvistun að fæðingarorlofi loknu, annað er óásættanlegt. Við þurfum að nálgast dagvistunarvandann með fjölbreyttum lausnum. Meðal annars með því að efla dagforeldrakerfið og gera það aðgengilegra og gagnsærra. Við þurfum að skerpa forgangsröðina í borgarmálunum og veita þessum málefnum aukið rými og vinna að framþróun dagvistunarkerfisins. Einn af valkostum foreldra gæti og verið möguleiki til heimagreiðslna með barni sem bíður eftir leikskólaplássi. Heimgreiðslur sem ekki væru bundnar við það að foreldrar yrðu heima með barninu, heldur gætu aðrir aðstandendur barnsins til dæmis ömmur og afar fengið greiðsluna fyrir að annast gæslu barnanna. Framsókn hefur sýnt vilja í verki með því að auðvelda nýbökuðum foreldrum líf þeirra á fyrsta æviári barna og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Nú er komið að borgaryfirvöldum að bretta upp ermarnar og setja það í forgang að leysa dagvistunarvandann. Með því að foreldrar og börn geti gengið að dagvistun að loknu fæðingarorlofi dregur úr líkum á fjárhagsþrengingun ungs fólks og kvíða og streitu nýbakaðra foreldra. Framsókn vill tryggja að börn komist á leikskóla við lok fæðingarorlofs og að opnunartími þeirra sé sveigjanlegri án þess að lengja skóladag barna. Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið þannig að foreldrar hafi valkosti sem henta í hverju tilviki fyrir sig. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Setjum X við B 14. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar