Víst er ég Reykvíkingur Sabine Leskopf skrifar 11. maí 2022 11:46 Mikið hefur verið rætt um meintan flótta íbúa úr borginni. Í Pallborði hjá Vísi og Stöð2 benti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar fyrir nokkru réttilega á að Reykvíkingum hafi fjölgað um 10.000 á síðustu fjórum árum. Þá svaraði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins: „En megnið af því fólki er að koma að utan.“ Innflytjendur teljast sem sagt ekki með. Ég hef búið á Íslandi í 22 ár, ég veit varla lengur hvort ég sé Þjóðverji eða Íslendingur. En ég á heima í Laugardalnum, þar gengu börnin mín í skólann, þar labba ég með hundinn minn, þar tek ég spjall við fólkið í hverfisbúðinni. Ég kom hingað með MA og viðbótarnám sem kostuðu íslenska skattborgara ekki krónu. Ég kom líka hingað með lífs- og starfsreynslu og síðast en ekki síst með tvö af börnunum mínum sem þýska heilbrigðiskerfið sá um að koma í heiminn alveg ókeypis fyrir íslenska skattgreiðendur. Ég hef unnið hér í 22 ár og þar að auki starfað þrautalaust sem sjálfboðaliði og aktívisti í þágu samfélagsins, í málefnum innflytjenda, í foreldrastarfi og dýravernd sem dæmi. En fólk eins og ég telst sem sagt ekki með. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa valið mér flokk sem er þessari fullyrðingu Einars bara alls ekki sammála. Ég hafði reyndar áður fengið boð um að vera neðarlega á lista hjá öðrum flokki en bara Samfylkingin bauð mér tækifæri að komast í áhrifastöðu, að vera hluti af öflugu teymi sem litur á mig sem jafningja og þátttakanda í þessu samfélagi. Ég er ekki tilbúin að afskrifa fólk sem kemur hingað „að utan“ og er oft með mikla menntun og lífsreynslu, með þrár og drauma, með óbilandi metnað fyrir framtíð barnanna sinna. Fólk sem oftast er á besta aldri sem leggur samkvæmt öllum tölum miklu meira til samfélagsins en það fær úthlutað. Nú eru samt sem áður flestir flokkar að vakna við þann veruleika að samkvæmt nýjum kosningalögum eiga yfir 23.000 innflytjendur á landinu öllu rétt á að kjósa í sveitarstjórnarkosningum. Kosningaréttindi eru bundin við að hafa haft lögheimili hér í þrjú ár en Norðurlandabúar mega kjósa strax. Flestir flokkar þýða núna eitthvað á ensku, sumir líka á pólsku og eiginlega allir eru með innflytjendur í skrautsætum. Stjórnarráðið hefur hins vegar varla haft fyrir því að dreifa þessum upplýsingum; einhverjar upplýsingar á ensku eru faldar á íslenska vefsvæðinu en enska vefsvæðið nefnir ekki einu sinni sveitarstjórnarkosningar. Áhugaleysi á málaflokknum hjá ríkisstjórninni er alger enda ekki einu sinni búið að skipa innflytjendaráð félagsmálaráðuneytisins sem átti að starfa á milli kosninga. Og framkvæmdaráætlunin í málefnum innflytjenda hefur legið tilbúin en óafgreidd í skúffum ríkisstjórnarinnar í tvö ár. Sá flokkur sem að mínu mati sker sig úr er Samfylkingin. Samfylkingin í Reykjavík er með fjölbreyttan lista, einn meðal efstu fjögurra frambjóðenda er innflytjandi, fjögur á meðal efstu 20 og samtals eru sex frambjóðendur á öllum listanum sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Samfylkingin er líka með mjög metnaðarfulla stefnu í málefnum innflytjenda, hefur stóraukið fjármagn sem fer til barna af erlendum uppruna í Reykjavík, lækkað launamun sem var til staðar á grundvelli ríkisfangs og beitt sér til dæmis fyrir þátttöku listafólks af erlendum uppruna í menningarlífi borgarinnar. Nú í þessum kosningum hefur Samfylkingin einnig boðið upp á upplýsingar um kosningaþátttöku á tíu tungumálum og lagt sérstaka áherslu á að láta innflytjendur vita að þeir séu með kosningarétt þegar við bönkum á dyr, hringjum símtöl og göngum milli húsa. Við höfum átt samtal við íbúa alls staðar í borginni og því viljum við halda áfram - sama hvaðan þeir koma. Því fjölbreytileikinn auðgar samfélagið og bætir fyrir okkur öll. Ég er Reykvíkingur. Ég er líka jafnaðarmaður og stolt af borginni minni og hverfinu mínu því þar er samfélag sem er opið, umburðarlynt og skemmtilegt. Ég telst víst með. Höfundur skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Innflytjendamál Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um meintan flótta íbúa úr borginni. Í Pallborði hjá Vísi og Stöð2 benti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar fyrir nokkru réttilega á að Reykvíkingum hafi fjölgað um 10.000 á síðustu fjórum árum. Þá svaraði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins: „En megnið af því fólki er að koma að utan.“ Innflytjendur teljast sem sagt ekki með. Ég hef búið á Íslandi í 22 ár, ég veit varla lengur hvort ég sé Þjóðverji eða Íslendingur. En ég á heima í Laugardalnum, þar gengu börnin mín í skólann, þar labba ég með hundinn minn, þar tek ég spjall við fólkið í hverfisbúðinni. Ég kom hingað með MA og viðbótarnám sem kostuðu íslenska skattborgara ekki krónu. Ég kom líka hingað með lífs- og starfsreynslu og síðast en ekki síst með tvö af börnunum mínum sem þýska heilbrigðiskerfið sá um að koma í heiminn alveg ókeypis fyrir íslenska skattgreiðendur. Ég hef unnið hér í 22 ár og þar að auki starfað þrautalaust sem sjálfboðaliði og aktívisti í þágu samfélagsins, í málefnum innflytjenda, í foreldrastarfi og dýravernd sem dæmi. En fólk eins og ég telst sem sagt ekki með. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa valið mér flokk sem er þessari fullyrðingu Einars bara alls ekki sammála. Ég hafði reyndar áður fengið boð um að vera neðarlega á lista hjá öðrum flokki en bara Samfylkingin bauð mér tækifæri að komast í áhrifastöðu, að vera hluti af öflugu teymi sem litur á mig sem jafningja og þátttakanda í þessu samfélagi. Ég er ekki tilbúin að afskrifa fólk sem kemur hingað „að utan“ og er oft með mikla menntun og lífsreynslu, með þrár og drauma, með óbilandi metnað fyrir framtíð barnanna sinna. Fólk sem oftast er á besta aldri sem leggur samkvæmt öllum tölum miklu meira til samfélagsins en það fær úthlutað. Nú eru samt sem áður flestir flokkar að vakna við þann veruleika að samkvæmt nýjum kosningalögum eiga yfir 23.000 innflytjendur á landinu öllu rétt á að kjósa í sveitarstjórnarkosningum. Kosningaréttindi eru bundin við að hafa haft lögheimili hér í þrjú ár en Norðurlandabúar mega kjósa strax. Flestir flokkar þýða núna eitthvað á ensku, sumir líka á pólsku og eiginlega allir eru með innflytjendur í skrautsætum. Stjórnarráðið hefur hins vegar varla haft fyrir því að dreifa þessum upplýsingum; einhverjar upplýsingar á ensku eru faldar á íslenska vefsvæðinu en enska vefsvæðið nefnir ekki einu sinni sveitarstjórnarkosningar. Áhugaleysi á málaflokknum hjá ríkisstjórninni er alger enda ekki einu sinni búið að skipa innflytjendaráð félagsmálaráðuneytisins sem átti að starfa á milli kosninga. Og framkvæmdaráætlunin í málefnum innflytjenda hefur legið tilbúin en óafgreidd í skúffum ríkisstjórnarinnar í tvö ár. Sá flokkur sem að mínu mati sker sig úr er Samfylkingin. Samfylkingin í Reykjavík er með fjölbreyttan lista, einn meðal efstu fjögurra frambjóðenda er innflytjandi, fjögur á meðal efstu 20 og samtals eru sex frambjóðendur á öllum listanum sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Samfylkingin er líka með mjög metnaðarfulla stefnu í málefnum innflytjenda, hefur stóraukið fjármagn sem fer til barna af erlendum uppruna í Reykjavík, lækkað launamun sem var til staðar á grundvelli ríkisfangs og beitt sér til dæmis fyrir þátttöku listafólks af erlendum uppruna í menningarlífi borgarinnar. Nú í þessum kosningum hefur Samfylkingin einnig boðið upp á upplýsingar um kosningaþátttöku á tíu tungumálum og lagt sérstaka áherslu á að láta innflytjendur vita að þeir séu með kosningarétt þegar við bönkum á dyr, hringjum símtöl og göngum milli húsa. Við höfum átt samtal við íbúa alls staðar í borginni og því viljum við halda áfram - sama hvaðan þeir koma. Því fjölbreytileikinn auðgar samfélagið og bætir fyrir okkur öll. Ég er Reykvíkingur. Ég er líka jafnaðarmaður og stolt af borginni minni og hverfinu mínu því þar er samfélag sem er opið, umburðarlynt og skemmtilegt. Ég telst víst með. Höfundur skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun