Of svalir fyrir sjálfa sig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 10. maí 2022 15:31 Framsóknarflokkurinn eða Ný Framsókn eins og þeir virðast nú kalla sig, að hætti Tonys Blair, hefur að undanförnu hrakið frá sumt af sínu dyggasta fólki í sveitarstjórnum. Vel liðið og reynslumikið fólk. Í þessu skyni hefur ýmsum aðferðum verið beitt sem allar virðast þó fyrst og fremst snúast um að nota hvaða leiðir sem dygðu til að ná fram vilja „flokkseigenda“. Skýringarnar hafa reynst ekki síður sérkennilegar en aðferðirnar. Fráfarandi forseti bæjarstjórnar í Árborg lýsti því að hann hefði fengið að heyra að „Ný“ Framsókn teldi hann ekki „söluvæna vöru“ og tími til kominn að skipta honum út fyrir „yngra og ferskara fólk“. Forsagan Fyrir síðustu Alþingiskosningar náði Framsóknarflokkurinn óvæntum árangri eftir að auglýsingastofa fann upp slagorð sem hljómaði sérkennilega í fyrstu (með því að spyrja kjósendur hvort það væri ekki bara auðveldast að láta sig hafa það að kjósa Framsókn) en fangaði augljóslega tíðarandann. Flokkurinn leitaði líka hátt og lágt að frægu fólki í framboð og kona sem hafði vakið athygli fyrir að skilgreina sig sem klámstjörnu var fengin á fund flokksins sem eldgleypir. Eftir árangurinn af þessu virðast höndlarar flokksins líta svo á að Framsóknarflokkurinn sé orðinn of svalur fyrir sjálfan sig. Fyrir vikið nálgast þeir hann eins og verslunarstjórar í tískuvöruverslun. Eftir að „flokkseigendur“ endurheimtu yfirráð í flokknum á sínum tíma, með aðferðum sem ég hef lítið rætt opinberlega, og tóku næst til við að ýta út öllum sem þeir töldu geta orðið ógn við nýgripið vald sagði ég skilið við flokkinn. Sama dag veitti ég viðtal á Bylgjunni og fór yfir hvernig „viðskiptamódel“ flokksins yrði. Viðskiptamódelið Ég fór yfir það að flokkurinn myndi snúa sér að því að leita að frægu fólki í framboð og ráða auglýsingastofur til að endurskapa hann fyrir hverjar kosningar. Markmiðið yrði bara að ná nægu fylgi til að skipta máli við stjórnarmyndun þar sem flokkurinn yrði til í hvað sem er með hverjum sem er gegn því að fá ráðherrastóla og geta útdeilt gæðum. Þessi aðferð fellur sérstaklega vel að ímyndar- eða umbúðastjórnmálum samtímans þar sem yfirlýst markmið og umbúðir skipta jafnan meira máli en innihald og raunveruleg áhrif. Þannig gat flokkur sem hafði fengið Samtök um betri spítala á betri stað til að halda með sér blaðamannafund rétt fyrir kosningar gert það að sínu fyrsta verki eftir kosningar að hverfa frá kröfunni um betri spítala á betri stað áður en stjórnarmyndunarviðræður hófust. Þannig gat flokkur sem hafði lofað að fylgja eftir því sem lagt var upp með við uppgjör slitabúanna og endurskipulagningu bankakerfisins tekið U-beygju um leið og hann komst aftur í ríkisstjórn, skilað Arion banka til vogunarsjóðanna og ráðist í einkavæðingu Íslandsbanka án áforma um kerfisbætur. Þannig gat flokkur sem lagðist gegn áformum um óendanlega dýra Borgarlínu (sem er beinlínis ætlað að þrengja að annarri umferð) lagt til ný gjöld á umferð og varið 50 milljörðum af almannafé (til að byrja með) í að koma Borgarlínunni af stað. Ég læt vera að rekja öll einnota kosningaloforðin, svissnesku leiðina, kjarabætur eldri borgara, vexti og verðtryggingu og allt það. En þannig getur flokkur sem áður bauð fram í Reykjavík undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir nú boðað brotthvarf Reykjavíkurflugvallar (og þar með staðfest þær ráðstafanir sem fulltrúar flokksins í ríkisstjórn hafa gert með meirihlutanum í Reykjavík). Vegna forsögunnar og vegna þess að í Framsóknarflokknum hefur starfað mjög margt gott fólk hef ég oft eftirlátið öðrum gagnrýni á flokkinn og vonast til að hann yrði aftur prinsippflokkur. Meiri gagnrýni hefur verið beint að Sjálfstæðisflokknum og Vg, sem einnig hafa mjög margt gott fólk innanborðs, og þá einkum fyrir að hverfa frá bestu prinsippum þessara flokka. En er ekki bara best að taka Nýju Framsókn úr umbúðunum? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn eða Ný Framsókn eins og þeir virðast nú kalla sig, að hætti Tonys Blair, hefur að undanförnu hrakið frá sumt af sínu dyggasta fólki í sveitarstjórnum. Vel liðið og reynslumikið fólk. Í þessu skyni hefur ýmsum aðferðum verið beitt sem allar virðast þó fyrst og fremst snúast um að nota hvaða leiðir sem dygðu til að ná fram vilja „flokkseigenda“. Skýringarnar hafa reynst ekki síður sérkennilegar en aðferðirnar. Fráfarandi forseti bæjarstjórnar í Árborg lýsti því að hann hefði fengið að heyra að „Ný“ Framsókn teldi hann ekki „söluvæna vöru“ og tími til kominn að skipta honum út fyrir „yngra og ferskara fólk“. Forsagan Fyrir síðustu Alþingiskosningar náði Framsóknarflokkurinn óvæntum árangri eftir að auglýsingastofa fann upp slagorð sem hljómaði sérkennilega í fyrstu (með því að spyrja kjósendur hvort það væri ekki bara auðveldast að láta sig hafa það að kjósa Framsókn) en fangaði augljóslega tíðarandann. Flokkurinn leitaði líka hátt og lágt að frægu fólki í framboð og kona sem hafði vakið athygli fyrir að skilgreina sig sem klámstjörnu var fengin á fund flokksins sem eldgleypir. Eftir árangurinn af þessu virðast höndlarar flokksins líta svo á að Framsóknarflokkurinn sé orðinn of svalur fyrir sjálfan sig. Fyrir vikið nálgast þeir hann eins og verslunarstjórar í tískuvöruverslun. Eftir að „flokkseigendur“ endurheimtu yfirráð í flokknum á sínum tíma, með aðferðum sem ég hef lítið rætt opinberlega, og tóku næst til við að ýta út öllum sem þeir töldu geta orðið ógn við nýgripið vald sagði ég skilið við flokkinn. Sama dag veitti ég viðtal á Bylgjunni og fór yfir hvernig „viðskiptamódel“ flokksins yrði. Viðskiptamódelið Ég fór yfir það að flokkurinn myndi snúa sér að því að leita að frægu fólki í framboð og ráða auglýsingastofur til að endurskapa hann fyrir hverjar kosningar. Markmiðið yrði bara að ná nægu fylgi til að skipta máli við stjórnarmyndun þar sem flokkurinn yrði til í hvað sem er með hverjum sem er gegn því að fá ráðherrastóla og geta útdeilt gæðum. Þessi aðferð fellur sérstaklega vel að ímyndar- eða umbúðastjórnmálum samtímans þar sem yfirlýst markmið og umbúðir skipta jafnan meira máli en innihald og raunveruleg áhrif. Þannig gat flokkur sem hafði fengið Samtök um betri spítala á betri stað til að halda með sér blaðamannafund rétt fyrir kosningar gert það að sínu fyrsta verki eftir kosningar að hverfa frá kröfunni um betri spítala á betri stað áður en stjórnarmyndunarviðræður hófust. Þannig gat flokkur sem hafði lofað að fylgja eftir því sem lagt var upp með við uppgjör slitabúanna og endurskipulagningu bankakerfisins tekið U-beygju um leið og hann komst aftur í ríkisstjórn, skilað Arion banka til vogunarsjóðanna og ráðist í einkavæðingu Íslandsbanka án áforma um kerfisbætur. Þannig gat flokkur sem lagðist gegn áformum um óendanlega dýra Borgarlínu (sem er beinlínis ætlað að þrengja að annarri umferð) lagt til ný gjöld á umferð og varið 50 milljörðum af almannafé (til að byrja með) í að koma Borgarlínunni af stað. Ég læt vera að rekja öll einnota kosningaloforðin, svissnesku leiðina, kjarabætur eldri borgara, vexti og verðtryggingu og allt það. En þannig getur flokkur sem áður bauð fram í Reykjavík undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir nú boðað brotthvarf Reykjavíkurflugvallar (og þar með staðfest þær ráðstafanir sem fulltrúar flokksins í ríkisstjórn hafa gert með meirihlutanum í Reykjavík). Vegna forsögunnar og vegna þess að í Framsóknarflokknum hefur starfað mjög margt gott fólk hef ég oft eftirlátið öðrum gagnrýni á flokkinn og vonast til að hann yrði aftur prinsippflokkur. Meiri gagnrýni hefur verið beint að Sjálfstæðisflokknum og Vg, sem einnig hafa mjög margt gott fólk innanborðs, og þá einkum fyrir að hverfa frá bestu prinsippum þessara flokka. En er ekki bara best að taka Nýju Framsókn úr umbúðunum? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar