Óréttlætið við leikskólann Hörður Svavarsson skrifar 9. maí 2022 21:01 Á vorin hefst skipulag við innritun barna í leikskólana fyrir haustið. Á haustin hætta elstu leikskólabörnin í skólanum sínum og fara í grunnskóla. Þá verður til rými fyrir yngri börn og vorskipulag innritunarfulltrúa sveitarfélaganna snýst um að úthluta þessu plássum til þeirra barna sem elst eru á biðlistanum. Víðast hvar er börnum raðað inn eftir aldri, það þykir réttlát aðferð. Leikskólapláss eru takmörkuð auðlind eins og þekkt er. Færri komast að en vilja. Það má deila um það hversu gott yngstu börnin hafa af því að fara í leikskóla og vera þar afar langan skóladag. En það er augljóst, að það er slæmt að vera á vergangi með barnið sitt eftir fæðingarorlof, af því að dagforeldrum fer fækkandi og leikskólar eru ekki nógu margir, stórir og öflugir. Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi. Á þessum árstíma þegar úthlutun plássa í leikskólana hefst fara að berast símtöl til leikskólastjóranna frá örvæntingarfullum foreldrum sem eru að uppgötva að barnið þeirra kemst líklega ekki í leikskóla í haust. Það er nefnilega aldrei hægt að ganga út frá neinu vísu með það. Í fyrra gát sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu úthlutað leikskólaplássum til barna sem voru fædd fram í maí árið á undan. Árið 2020 gátu sömu sveitarfélög úthlutað plássum til barna sem voru fædd fram í júlí árið á undan. Íbúum hefur fjölgað og árgangar stækkað, en leikskólarnir stækka ekki neitt. Núna í ár eru árgangar ennþá stærri og líkur eru til að sum sveitarfélög geti ekki innritað börn sem eru fædd eftir mars 2021. Auðvitað reyna allir að gera sitt besta og leita logandi ljósi að öllum lausnum. Í gegnum tíðina hafa svokallaðar færanlegar kennslustofur verið fljótlegasta lausnin. En í barnsfæðingabylgjunni eftir hið svokallaða fjármálahrun var sú lausn notuð og þær stofur eru flestar fullskipaðar ennþá. Það verður væntanlega gripið til þessara ráða aftur, þar sem pláss er, en þá á eftir að manna þessar viðbótarstofur með hæfu og góður starfsfólki. Þetta starfsfólk er aldrei til þegar það er uppsveifla á vinnumarkaði eins og nú virðist vera að fara í gang. Það mun því fara svo að í öllum sveitarfélögunum verður dregin einhver lína við einhverja tiltekna dagsetningu. Þeir sem fæðast fyrir línuna komast að í leikskóla í haust. Þau sem fæddust eftir línuna komast ekki í leikskóla fyrr en ári seinna. Óréttlætið við leikskólann er að þau sem fæðast í apríl fá ári skemmri skólagöngu en þau sem fæddust í mars. Margar rannsóknir hafa bent til þess að þeir sem fæðast snemma í árinu standi sig betur á prófum í grunn- og framhaldsskóla en þeir sem fæðast seinna. Það er skiljanlegt að einhverju leyti, sú sem fæðist í janúar er 10 mánuðum eldri en sá sem fæddist í október, þegar þau bæði hefja grunnskólagöngu. En nú höfum við bætt á þetta misvægi, sú sem fæddist í janúar hefur ári lengri skólagöngu að baki þegar grunnskólaganga hefst. Þetta er hægt að leysa ef fólk setur sér áætlun um það. Grundvallaratriðið er að ákveða til að byrja með, að gera það vel sem verið er að gera, áður en farið er í að opna eina og eina ungbarnadeild samkvæmt tilviljunarkenndu prógrammi. Í Stokkhólmi hefur fyrirkomulagið verið þannig í áratugi að þegar barnið þitt er 18 mánaða getur þú gengið út frá því að fá pláss fyrir það í leikskóla. Ef við færum þannig að hér, myndi vera innritað í hverjum mánuði ársins. Það væri opnuð deild fyrir börn sem fædd voru átján mánuðum áður og næsta haust færu börnin af þeirri deild hvert í sinn draumaskóla. Foreldrar fengju ekki endilega pláss í skólanum í næstu götu fyrsta árið, en þeir hefðu að einhverju vísu og öruggu kerfi að ganga. Þegar svona fyrirkomulag væri farið að virka gætu pólitíkusar og aðrir sem ákveða hversu leikskólinn á að vera fyrir ung börn útvíkkað það smátt og smátt. Tekið við öllum sautján mánaða börnum, sextán mánaða, sjö mánaða eða við hvern þann aldur sem mikilvægt þykir að fæðingarorlofi ljúki og skólaganga hefjist. Aðalatriðið er, að fyrir börn er svona skipulag á innritun í leikskóla réttlátara. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á vorin hefst skipulag við innritun barna í leikskólana fyrir haustið. Á haustin hætta elstu leikskólabörnin í skólanum sínum og fara í grunnskóla. Þá verður til rými fyrir yngri börn og vorskipulag innritunarfulltrúa sveitarfélaganna snýst um að úthluta þessu plássum til þeirra barna sem elst eru á biðlistanum. Víðast hvar er börnum raðað inn eftir aldri, það þykir réttlát aðferð. Leikskólapláss eru takmörkuð auðlind eins og þekkt er. Færri komast að en vilja. Það má deila um það hversu gott yngstu börnin hafa af því að fara í leikskóla og vera þar afar langan skóladag. En það er augljóst, að það er slæmt að vera á vergangi með barnið sitt eftir fæðingarorlof, af því að dagforeldrum fer fækkandi og leikskólar eru ekki nógu margir, stórir og öflugir. Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi. Á þessum árstíma þegar úthlutun plássa í leikskólana hefst fara að berast símtöl til leikskólastjóranna frá örvæntingarfullum foreldrum sem eru að uppgötva að barnið þeirra kemst líklega ekki í leikskóla í haust. Það er nefnilega aldrei hægt að ganga út frá neinu vísu með það. Í fyrra gát sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu úthlutað leikskólaplássum til barna sem voru fædd fram í maí árið á undan. Árið 2020 gátu sömu sveitarfélög úthlutað plássum til barna sem voru fædd fram í júlí árið á undan. Íbúum hefur fjölgað og árgangar stækkað, en leikskólarnir stækka ekki neitt. Núna í ár eru árgangar ennþá stærri og líkur eru til að sum sveitarfélög geti ekki innritað börn sem eru fædd eftir mars 2021. Auðvitað reyna allir að gera sitt besta og leita logandi ljósi að öllum lausnum. Í gegnum tíðina hafa svokallaðar færanlegar kennslustofur verið fljótlegasta lausnin. En í barnsfæðingabylgjunni eftir hið svokallaða fjármálahrun var sú lausn notuð og þær stofur eru flestar fullskipaðar ennþá. Það verður væntanlega gripið til þessara ráða aftur, þar sem pláss er, en þá á eftir að manna þessar viðbótarstofur með hæfu og góður starfsfólki. Þetta starfsfólk er aldrei til þegar það er uppsveifla á vinnumarkaði eins og nú virðist vera að fara í gang. Það mun því fara svo að í öllum sveitarfélögunum verður dregin einhver lína við einhverja tiltekna dagsetningu. Þeir sem fæðast fyrir línuna komast að í leikskóla í haust. Þau sem fæddust eftir línuna komast ekki í leikskóla fyrr en ári seinna. Óréttlætið við leikskólann er að þau sem fæðast í apríl fá ári skemmri skólagöngu en þau sem fæddust í mars. Margar rannsóknir hafa bent til þess að þeir sem fæðast snemma í árinu standi sig betur á prófum í grunn- og framhaldsskóla en þeir sem fæðast seinna. Það er skiljanlegt að einhverju leyti, sú sem fæðist í janúar er 10 mánuðum eldri en sá sem fæddist í október, þegar þau bæði hefja grunnskólagöngu. En nú höfum við bætt á þetta misvægi, sú sem fæddist í janúar hefur ári lengri skólagöngu að baki þegar grunnskólaganga hefst. Þetta er hægt að leysa ef fólk setur sér áætlun um það. Grundvallaratriðið er að ákveða til að byrja með, að gera það vel sem verið er að gera, áður en farið er í að opna eina og eina ungbarnadeild samkvæmt tilviljunarkenndu prógrammi. Í Stokkhólmi hefur fyrirkomulagið verið þannig í áratugi að þegar barnið þitt er 18 mánaða getur þú gengið út frá því að fá pláss fyrir það í leikskóla. Ef við færum þannig að hér, myndi vera innritað í hverjum mánuði ársins. Það væri opnuð deild fyrir börn sem fædd voru átján mánuðum áður og næsta haust færu börnin af þeirri deild hvert í sinn draumaskóla. Foreldrar fengju ekki endilega pláss í skólanum í næstu götu fyrsta árið, en þeir hefðu að einhverju vísu og öruggu kerfi að ganga. Þegar svona fyrirkomulag væri farið að virka gætu pólitíkusar og aðrir sem ákveða hversu leikskólinn á að vera fyrir ung börn útvíkkað það smátt og smátt. Tekið við öllum sautján mánaða börnum, sextán mánaða, sjö mánaða eða við hvern þann aldur sem mikilvægt þykir að fæðingarorlofi ljúki og skólaganga hefjist. Aðalatriðið er, að fyrir börn er svona skipulag á innritun í leikskóla réttlátara. Höfundur er leikskólastjóri.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun