Menningargatan í Miðbænum Líf Magneudóttir skrifar 7. maí 2022 10:30 Það verða tímamót þegar Listaháskóli Íslands flytur og sameinar starfsemi sína í Tollhúsið við Tryggvagötu. Í alllangan tíma hefur verið reynt að finna skólanum hentugan stað svo hann geti vaxið og dafnað og útskrifað fólk sem veitir okkur hinum lífsgleði og ánægju og færir okkur nær mennskunni og heiminum öllum með listsköpun sinni. Og í dag verður loksins gengið frá undirritun samnings um framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Og það er fleira í pípunum í Reykjavík sem kemur til með að færa okkur þróttmikla listsköpun og menningu. Reykjavíkurborg hefur fest kaup á Hafnarhúsið af Faxaflóahöfnum með það fyrir augum að koma upp safni Nínu Tryggvadóttur. Einnig stendur til að færa Ljósmyndasafnið í húsnæðið og þar með bæta til muna aðstöðu safnsins. En þar verður ekki látið við sitja. Húsið er stórt og eftir mikla og frjóa hugarflugsvinnu og aðkomu margra ólíkra hópa að henni hefur verið ákveðið að gera Hafnarhús að miðstöð margra safna sem var orðað svo skemmtilega í skýrslu starfshóps sem mótaði tillögurnar: „Hafnarhús -einn rómur mörg söfn.“ Tækifærin sem felast í endurskipulagningu Hafnarhússins eru því óteljandi en að mörgu er að hyggja. Það þarf að huga að aðgengi allra hópa, fjölbreyttum listformum, leiksvæðum fyrir börn, fögrum almannarýmum, veitingasölu og fleira mætti telja í þessu spennandi verkefni sem felst í endurnýjun þessa fornfræga húss. Eitt er þó víst, þrátt fyrir að margt eigi eftir að gera í Hafnarhúsinu, að með tilkomu Listaháskólans í Tollhúsið skapast suðurpottur menningar og sköpunar, líflegt og margs konar mannlíf og mikil nálægð fjölbreyttra lista- og menningarhúsa sem geta þroskað okkur og veitt okkur lífsfyllingu, gleði og sjálfsþekkingu. Til hamingju Listaháskóli Íslands með þessi tímamót. Og til hamingju Reykvíkingar og listunnendur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Líf Magneudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það verða tímamót þegar Listaháskóli Íslands flytur og sameinar starfsemi sína í Tollhúsið við Tryggvagötu. Í alllangan tíma hefur verið reynt að finna skólanum hentugan stað svo hann geti vaxið og dafnað og útskrifað fólk sem veitir okkur hinum lífsgleði og ánægju og færir okkur nær mennskunni og heiminum öllum með listsköpun sinni. Og í dag verður loksins gengið frá undirritun samnings um framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Og það er fleira í pípunum í Reykjavík sem kemur til með að færa okkur þróttmikla listsköpun og menningu. Reykjavíkurborg hefur fest kaup á Hafnarhúsið af Faxaflóahöfnum með það fyrir augum að koma upp safni Nínu Tryggvadóttur. Einnig stendur til að færa Ljósmyndasafnið í húsnæðið og þar með bæta til muna aðstöðu safnsins. En þar verður ekki látið við sitja. Húsið er stórt og eftir mikla og frjóa hugarflugsvinnu og aðkomu margra ólíkra hópa að henni hefur verið ákveðið að gera Hafnarhús að miðstöð margra safna sem var orðað svo skemmtilega í skýrslu starfshóps sem mótaði tillögurnar: „Hafnarhús -einn rómur mörg söfn.“ Tækifærin sem felast í endurskipulagningu Hafnarhússins eru því óteljandi en að mörgu er að hyggja. Það þarf að huga að aðgengi allra hópa, fjölbreyttum listformum, leiksvæðum fyrir börn, fögrum almannarýmum, veitingasölu og fleira mætti telja í þessu spennandi verkefni sem felst í endurnýjun þessa fornfræga húss. Eitt er þó víst, þrátt fyrir að margt eigi eftir að gera í Hafnarhúsinu, að með tilkomu Listaháskólans í Tollhúsið skapast suðurpottur menningar og sköpunar, líflegt og margs konar mannlíf og mikil nálægð fjölbreyttra lista- og menningarhúsa sem geta þroskað okkur og veitt okkur lífsfyllingu, gleði og sjálfsþekkingu. Til hamingju Listaháskóli Íslands með þessi tímamót. Og til hamingju Reykvíkingar og listunnendur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar