Hugrenningar frambjóðanda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð Kristján Sigurðsson skrifar 7. maí 2022 09:00 Áskoranir í sveitasamfélaginu Borgarbyggð nú virðast vera á miklu fleiri stöðum en ég hafði gert mér grein fyrir upptekinn í fyrirtækjarekstri í 17 ár. Við búum í litríku mannlífi og einmitt það heillaði mig mikið er við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um 22 árum. Ég er alveg ófeiminn við að ræða hreint og beint út um áskoranir í málum sem þarf að leysa. Hversu ólík við erum bæði að eðlisfari og einkennum þá gefast okkur enn frekari áskoranir til að vinna að því að bæta samfélag okkar í Borgarbyggð. Stundum þarf að skipta liði, tala saman hreint út um hlutina en við verðum samt að gæta þess að týna aldrei leiðarljósi okkar um samfélagið okkar sem við viljum öll byggja upp og gera að eftirsóknarverðum búsetukosti. Eyjan Brákarey er svolítið öskubuskan okkar núna Í Brákarey eru óleyst verkefni sem þarf að leysa. Það verður ekki gert með beinni valdskipun heldur samtali okkar íbúanna og beita lausnamiðuðum atriðum í átt að lausn sem er ásættanleg til lengri tíma. Sum atriði eru einfaldari en önnur en við þurfum ávallt að hafa í huga virðingu fyrir hvert öðru sem gleymist of oft vegna þess hve ólík við erum. Nú hefur á annað ár verið lokað fyrir ýmsa starfsemi í Brákarey 25-27 og hvers vegna? Jú, það eru atriði sem þarf að vinna að við eldvarnir og annað þvíumlíkt. Við þurfum að beita okkur á fullu í þessu menningarmáli og sem fyrst að finna farsæla og hagfellda lausn fyrir haghafa til framtíðar. Það er nauðsynlegt að hugsa í lausnum sem gefa góða niðurstöður fyrir samfélagið í Borgarbyggð en ekki að velta sér upp úr málum endalaust þannig að „steininn tekur úr“. Það er enginn stikkfrí í þessu máli. Látum okkur málið um eyjuna varða Kjörnir einstaklingar í sveitarstjórn verða að hafa skýrt leiðarljós sem íbúar Borgarbyggðar móta til lengri tíma Þá þarf að setja stefnuna og sameinast um leiðir og aðgerðir að því með markmiðasetningu sem þarf að vera raunhæf og mælanleg. Það þarf vilja til að leysa málin og mér sýnist það verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar að taka samtalið við hagaðila í „Brákareyjarmálinu“. Svo virðist sem nokkur samhljómur sé milli þeirra einstaklinga í þeim framboðum sem gefa kost á sér til sveitarstjórnar um að burstirnar þrjár í eyjunni eigi að fá að standa með tilliti til ásigkomulags en rífa verði annað. Þetta er verkefni sem þarf mikinn skilning og hugsa þarf frá ýmsum sjónarhornum og sér í lagi verðum við að hugsa um hvað vinna áhugasamra íbúa, gildi og verðmæti eru í húfi og síðast en ekki síst hvernig á að leysa málið fjárhagslega eða með aðkomu þriðja aðila. Verkefni í sveitarstjórn eru mun fleiri en ég persónulega átti von á en finn að sú áskorun mun verða mikið gefandi og bind ég vonir mínar að farsælum endi á öllum þeim atriðum sem eru í farvatninu og einnig þeim sem munu koma upp í framtíðinni. Ég er tilbúinn til að hlusta fyrir ykkur ágætu íbúar ef ég get orðið að líði, fylgt því fast eftir og klárað málin. Til þess verður að setja X við A á kjördag. Ykkar einlægur, Kristján Rafn Sigurðsson Höfundur er frambjóðandi í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarbyggð Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Áskoranir í sveitasamfélaginu Borgarbyggð nú virðast vera á miklu fleiri stöðum en ég hafði gert mér grein fyrir upptekinn í fyrirtækjarekstri í 17 ár. Við búum í litríku mannlífi og einmitt það heillaði mig mikið er við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um 22 árum. Ég er alveg ófeiminn við að ræða hreint og beint út um áskoranir í málum sem þarf að leysa. Hversu ólík við erum bæði að eðlisfari og einkennum þá gefast okkur enn frekari áskoranir til að vinna að því að bæta samfélag okkar í Borgarbyggð. Stundum þarf að skipta liði, tala saman hreint út um hlutina en við verðum samt að gæta þess að týna aldrei leiðarljósi okkar um samfélagið okkar sem við viljum öll byggja upp og gera að eftirsóknarverðum búsetukosti. Eyjan Brákarey er svolítið öskubuskan okkar núna Í Brákarey eru óleyst verkefni sem þarf að leysa. Það verður ekki gert með beinni valdskipun heldur samtali okkar íbúanna og beita lausnamiðuðum atriðum í átt að lausn sem er ásættanleg til lengri tíma. Sum atriði eru einfaldari en önnur en við þurfum ávallt að hafa í huga virðingu fyrir hvert öðru sem gleymist of oft vegna þess hve ólík við erum. Nú hefur á annað ár verið lokað fyrir ýmsa starfsemi í Brákarey 25-27 og hvers vegna? Jú, það eru atriði sem þarf að vinna að við eldvarnir og annað þvíumlíkt. Við þurfum að beita okkur á fullu í þessu menningarmáli og sem fyrst að finna farsæla og hagfellda lausn fyrir haghafa til framtíðar. Það er nauðsynlegt að hugsa í lausnum sem gefa góða niðurstöður fyrir samfélagið í Borgarbyggð en ekki að velta sér upp úr málum endalaust þannig að „steininn tekur úr“. Það er enginn stikkfrí í þessu máli. Látum okkur málið um eyjuna varða Kjörnir einstaklingar í sveitarstjórn verða að hafa skýrt leiðarljós sem íbúar Borgarbyggðar móta til lengri tíma Þá þarf að setja stefnuna og sameinast um leiðir og aðgerðir að því með markmiðasetningu sem þarf að vera raunhæf og mælanleg. Það þarf vilja til að leysa málin og mér sýnist það verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar að taka samtalið við hagaðila í „Brákareyjarmálinu“. Svo virðist sem nokkur samhljómur sé milli þeirra einstaklinga í þeim framboðum sem gefa kost á sér til sveitarstjórnar um að burstirnar þrjár í eyjunni eigi að fá að standa með tilliti til ásigkomulags en rífa verði annað. Þetta er verkefni sem þarf mikinn skilning og hugsa þarf frá ýmsum sjónarhornum og sér í lagi verðum við að hugsa um hvað vinna áhugasamra íbúa, gildi og verðmæti eru í húfi og síðast en ekki síst hvernig á að leysa málið fjárhagslega eða með aðkomu þriðja aðila. Verkefni í sveitarstjórn eru mun fleiri en ég persónulega átti von á en finn að sú áskorun mun verða mikið gefandi og bind ég vonir mínar að farsælum endi á öllum þeim atriðum sem eru í farvatninu og einnig þeim sem munu koma upp í framtíðinni. Ég er tilbúinn til að hlusta fyrir ykkur ágætu íbúar ef ég get orðið að líði, fylgt því fast eftir og klárað málin. Til þess verður að setja X við A á kjördag. Ykkar einlægur, Kristján Rafn Sigurðsson Höfundur er frambjóðandi í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar