Hugrenningar frambjóðanda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð Kristján Sigurðsson skrifar 7. maí 2022 09:00 Áskoranir í sveitasamfélaginu Borgarbyggð nú virðast vera á miklu fleiri stöðum en ég hafði gert mér grein fyrir upptekinn í fyrirtækjarekstri í 17 ár. Við búum í litríku mannlífi og einmitt það heillaði mig mikið er við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um 22 árum. Ég er alveg ófeiminn við að ræða hreint og beint út um áskoranir í málum sem þarf að leysa. Hversu ólík við erum bæði að eðlisfari og einkennum þá gefast okkur enn frekari áskoranir til að vinna að því að bæta samfélag okkar í Borgarbyggð. Stundum þarf að skipta liði, tala saman hreint út um hlutina en við verðum samt að gæta þess að týna aldrei leiðarljósi okkar um samfélagið okkar sem við viljum öll byggja upp og gera að eftirsóknarverðum búsetukosti. Eyjan Brákarey er svolítið öskubuskan okkar núna Í Brákarey eru óleyst verkefni sem þarf að leysa. Það verður ekki gert með beinni valdskipun heldur samtali okkar íbúanna og beita lausnamiðuðum atriðum í átt að lausn sem er ásættanleg til lengri tíma. Sum atriði eru einfaldari en önnur en við þurfum ávallt að hafa í huga virðingu fyrir hvert öðru sem gleymist of oft vegna þess hve ólík við erum. Nú hefur á annað ár verið lokað fyrir ýmsa starfsemi í Brákarey 25-27 og hvers vegna? Jú, það eru atriði sem þarf að vinna að við eldvarnir og annað þvíumlíkt. Við þurfum að beita okkur á fullu í þessu menningarmáli og sem fyrst að finna farsæla og hagfellda lausn fyrir haghafa til framtíðar. Það er nauðsynlegt að hugsa í lausnum sem gefa góða niðurstöður fyrir samfélagið í Borgarbyggð en ekki að velta sér upp úr málum endalaust þannig að „steininn tekur úr“. Það er enginn stikkfrí í þessu máli. Látum okkur málið um eyjuna varða Kjörnir einstaklingar í sveitarstjórn verða að hafa skýrt leiðarljós sem íbúar Borgarbyggðar móta til lengri tíma Þá þarf að setja stefnuna og sameinast um leiðir og aðgerðir að því með markmiðasetningu sem þarf að vera raunhæf og mælanleg. Það þarf vilja til að leysa málin og mér sýnist það verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar að taka samtalið við hagaðila í „Brákareyjarmálinu“. Svo virðist sem nokkur samhljómur sé milli þeirra einstaklinga í þeim framboðum sem gefa kost á sér til sveitarstjórnar um að burstirnar þrjár í eyjunni eigi að fá að standa með tilliti til ásigkomulags en rífa verði annað. Þetta er verkefni sem þarf mikinn skilning og hugsa þarf frá ýmsum sjónarhornum og sér í lagi verðum við að hugsa um hvað vinna áhugasamra íbúa, gildi og verðmæti eru í húfi og síðast en ekki síst hvernig á að leysa málið fjárhagslega eða með aðkomu þriðja aðila. Verkefni í sveitarstjórn eru mun fleiri en ég persónulega átti von á en finn að sú áskorun mun verða mikið gefandi og bind ég vonir mínar að farsælum endi á öllum þeim atriðum sem eru í farvatninu og einnig þeim sem munu koma upp í framtíðinni. Ég er tilbúinn til að hlusta fyrir ykkur ágætu íbúar ef ég get orðið að líði, fylgt því fast eftir og klárað málin. Til þess verður að setja X við A á kjördag. Ykkar einlægur, Kristján Rafn Sigurðsson Höfundur er frambjóðandi í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarbyggð Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Áskoranir í sveitasamfélaginu Borgarbyggð nú virðast vera á miklu fleiri stöðum en ég hafði gert mér grein fyrir upptekinn í fyrirtækjarekstri í 17 ár. Við búum í litríku mannlífi og einmitt það heillaði mig mikið er við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um 22 árum. Ég er alveg ófeiminn við að ræða hreint og beint út um áskoranir í málum sem þarf að leysa. Hversu ólík við erum bæði að eðlisfari og einkennum þá gefast okkur enn frekari áskoranir til að vinna að því að bæta samfélag okkar í Borgarbyggð. Stundum þarf að skipta liði, tala saman hreint út um hlutina en við verðum samt að gæta þess að týna aldrei leiðarljósi okkar um samfélagið okkar sem við viljum öll byggja upp og gera að eftirsóknarverðum búsetukosti. Eyjan Brákarey er svolítið öskubuskan okkar núna Í Brákarey eru óleyst verkefni sem þarf að leysa. Það verður ekki gert með beinni valdskipun heldur samtali okkar íbúanna og beita lausnamiðuðum atriðum í átt að lausn sem er ásættanleg til lengri tíma. Sum atriði eru einfaldari en önnur en við þurfum ávallt að hafa í huga virðingu fyrir hvert öðru sem gleymist of oft vegna þess hve ólík við erum. Nú hefur á annað ár verið lokað fyrir ýmsa starfsemi í Brákarey 25-27 og hvers vegna? Jú, það eru atriði sem þarf að vinna að við eldvarnir og annað þvíumlíkt. Við þurfum að beita okkur á fullu í þessu menningarmáli og sem fyrst að finna farsæla og hagfellda lausn fyrir haghafa til framtíðar. Það er nauðsynlegt að hugsa í lausnum sem gefa góða niðurstöður fyrir samfélagið í Borgarbyggð en ekki að velta sér upp úr málum endalaust þannig að „steininn tekur úr“. Það er enginn stikkfrí í þessu máli. Látum okkur málið um eyjuna varða Kjörnir einstaklingar í sveitarstjórn verða að hafa skýrt leiðarljós sem íbúar Borgarbyggðar móta til lengri tíma Þá þarf að setja stefnuna og sameinast um leiðir og aðgerðir að því með markmiðasetningu sem þarf að vera raunhæf og mælanleg. Það þarf vilja til að leysa málin og mér sýnist það verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar að taka samtalið við hagaðila í „Brákareyjarmálinu“. Svo virðist sem nokkur samhljómur sé milli þeirra einstaklinga í þeim framboðum sem gefa kost á sér til sveitarstjórnar um að burstirnar þrjár í eyjunni eigi að fá að standa með tilliti til ásigkomulags en rífa verði annað. Þetta er verkefni sem þarf mikinn skilning og hugsa þarf frá ýmsum sjónarhornum og sér í lagi verðum við að hugsa um hvað vinna áhugasamra íbúa, gildi og verðmæti eru í húfi og síðast en ekki síst hvernig á að leysa málið fjárhagslega eða með aðkomu þriðja aðila. Verkefni í sveitarstjórn eru mun fleiri en ég persónulega átti von á en finn að sú áskorun mun verða mikið gefandi og bind ég vonir mínar að farsælum endi á öllum þeim atriðum sem eru í farvatninu og einnig þeim sem munu koma upp í framtíðinni. Ég er tilbúinn til að hlusta fyrir ykkur ágætu íbúar ef ég get orðið að líði, fylgt því fast eftir og klárað málin. Til þess verður að setja X við A á kjördag. Ykkar einlægur, Kristján Rafn Sigurðsson Höfundur er frambjóðandi í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun