Hugrenningar frambjóðanda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð Kristján Sigurðsson skrifar 7. maí 2022 09:00 Áskoranir í sveitasamfélaginu Borgarbyggð nú virðast vera á miklu fleiri stöðum en ég hafði gert mér grein fyrir upptekinn í fyrirtækjarekstri í 17 ár. Við búum í litríku mannlífi og einmitt það heillaði mig mikið er við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um 22 árum. Ég er alveg ófeiminn við að ræða hreint og beint út um áskoranir í málum sem þarf að leysa. Hversu ólík við erum bæði að eðlisfari og einkennum þá gefast okkur enn frekari áskoranir til að vinna að því að bæta samfélag okkar í Borgarbyggð. Stundum þarf að skipta liði, tala saman hreint út um hlutina en við verðum samt að gæta þess að týna aldrei leiðarljósi okkar um samfélagið okkar sem við viljum öll byggja upp og gera að eftirsóknarverðum búsetukosti. Eyjan Brákarey er svolítið öskubuskan okkar núna Í Brákarey eru óleyst verkefni sem þarf að leysa. Það verður ekki gert með beinni valdskipun heldur samtali okkar íbúanna og beita lausnamiðuðum atriðum í átt að lausn sem er ásættanleg til lengri tíma. Sum atriði eru einfaldari en önnur en við þurfum ávallt að hafa í huga virðingu fyrir hvert öðru sem gleymist of oft vegna þess hve ólík við erum. Nú hefur á annað ár verið lokað fyrir ýmsa starfsemi í Brákarey 25-27 og hvers vegna? Jú, það eru atriði sem þarf að vinna að við eldvarnir og annað þvíumlíkt. Við þurfum að beita okkur á fullu í þessu menningarmáli og sem fyrst að finna farsæla og hagfellda lausn fyrir haghafa til framtíðar. Það er nauðsynlegt að hugsa í lausnum sem gefa góða niðurstöður fyrir samfélagið í Borgarbyggð en ekki að velta sér upp úr málum endalaust þannig að „steininn tekur úr“. Það er enginn stikkfrí í þessu máli. Látum okkur málið um eyjuna varða Kjörnir einstaklingar í sveitarstjórn verða að hafa skýrt leiðarljós sem íbúar Borgarbyggðar móta til lengri tíma Þá þarf að setja stefnuna og sameinast um leiðir og aðgerðir að því með markmiðasetningu sem þarf að vera raunhæf og mælanleg. Það þarf vilja til að leysa málin og mér sýnist það verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar að taka samtalið við hagaðila í „Brákareyjarmálinu“. Svo virðist sem nokkur samhljómur sé milli þeirra einstaklinga í þeim framboðum sem gefa kost á sér til sveitarstjórnar um að burstirnar þrjár í eyjunni eigi að fá að standa með tilliti til ásigkomulags en rífa verði annað. Þetta er verkefni sem þarf mikinn skilning og hugsa þarf frá ýmsum sjónarhornum og sér í lagi verðum við að hugsa um hvað vinna áhugasamra íbúa, gildi og verðmæti eru í húfi og síðast en ekki síst hvernig á að leysa málið fjárhagslega eða með aðkomu þriðja aðila. Verkefni í sveitarstjórn eru mun fleiri en ég persónulega átti von á en finn að sú áskorun mun verða mikið gefandi og bind ég vonir mínar að farsælum endi á öllum þeim atriðum sem eru í farvatninu og einnig þeim sem munu koma upp í framtíðinni. Ég er tilbúinn til að hlusta fyrir ykkur ágætu íbúar ef ég get orðið að líði, fylgt því fast eftir og klárað málin. Til þess verður að setja X við A á kjördag. Ykkar einlægur, Kristján Rafn Sigurðsson Höfundur er frambjóðandi í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarbyggð Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir í sveitasamfélaginu Borgarbyggð nú virðast vera á miklu fleiri stöðum en ég hafði gert mér grein fyrir upptekinn í fyrirtækjarekstri í 17 ár. Við búum í litríku mannlífi og einmitt það heillaði mig mikið er við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um 22 árum. Ég er alveg ófeiminn við að ræða hreint og beint út um áskoranir í málum sem þarf að leysa. Hversu ólík við erum bæði að eðlisfari og einkennum þá gefast okkur enn frekari áskoranir til að vinna að því að bæta samfélag okkar í Borgarbyggð. Stundum þarf að skipta liði, tala saman hreint út um hlutina en við verðum samt að gæta þess að týna aldrei leiðarljósi okkar um samfélagið okkar sem við viljum öll byggja upp og gera að eftirsóknarverðum búsetukosti. Eyjan Brákarey er svolítið öskubuskan okkar núna Í Brákarey eru óleyst verkefni sem þarf að leysa. Það verður ekki gert með beinni valdskipun heldur samtali okkar íbúanna og beita lausnamiðuðum atriðum í átt að lausn sem er ásættanleg til lengri tíma. Sum atriði eru einfaldari en önnur en við þurfum ávallt að hafa í huga virðingu fyrir hvert öðru sem gleymist of oft vegna þess hve ólík við erum. Nú hefur á annað ár verið lokað fyrir ýmsa starfsemi í Brákarey 25-27 og hvers vegna? Jú, það eru atriði sem þarf að vinna að við eldvarnir og annað þvíumlíkt. Við þurfum að beita okkur á fullu í þessu menningarmáli og sem fyrst að finna farsæla og hagfellda lausn fyrir haghafa til framtíðar. Það er nauðsynlegt að hugsa í lausnum sem gefa góða niðurstöður fyrir samfélagið í Borgarbyggð en ekki að velta sér upp úr málum endalaust þannig að „steininn tekur úr“. Það er enginn stikkfrí í þessu máli. Látum okkur málið um eyjuna varða Kjörnir einstaklingar í sveitarstjórn verða að hafa skýrt leiðarljós sem íbúar Borgarbyggðar móta til lengri tíma Þá þarf að setja stefnuna og sameinast um leiðir og aðgerðir að því með markmiðasetningu sem þarf að vera raunhæf og mælanleg. Það þarf vilja til að leysa málin og mér sýnist það verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar að taka samtalið við hagaðila í „Brákareyjarmálinu“. Svo virðist sem nokkur samhljómur sé milli þeirra einstaklinga í þeim framboðum sem gefa kost á sér til sveitarstjórnar um að burstirnar þrjár í eyjunni eigi að fá að standa með tilliti til ásigkomulags en rífa verði annað. Þetta er verkefni sem þarf mikinn skilning og hugsa þarf frá ýmsum sjónarhornum og sér í lagi verðum við að hugsa um hvað vinna áhugasamra íbúa, gildi og verðmæti eru í húfi og síðast en ekki síst hvernig á að leysa málið fjárhagslega eða með aðkomu þriðja aðila. Verkefni í sveitarstjórn eru mun fleiri en ég persónulega átti von á en finn að sú áskorun mun verða mikið gefandi og bind ég vonir mínar að farsælum endi á öllum þeim atriðum sem eru í farvatninu og einnig þeim sem munu koma upp í framtíðinni. Ég er tilbúinn til að hlusta fyrir ykkur ágætu íbúar ef ég get orðið að líði, fylgt því fast eftir og klárað málin. Til þess verður að setja X við A á kjördag. Ykkar einlægur, Kristján Rafn Sigurðsson Höfundur er frambjóðandi í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun