Jarðtengjum Reykjavík Kristján Þorsteinsson skrifar 5. maí 2022 17:00 Nú er ég veitingamaður að atvinnu, en ekki tuðari. Þó á ég bágt með að blanda mér ekki í umræðuna nú þegar líður að borgarstjórnarkosningum. Ég hef rekið veitingastaði í Reykjavík í fjöldamörg ár, og get staðfest frá fyrstu hendi að rekstrarumhverfið hefur versnað til muna á þeim tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn virðist telja að borgin sé að gera rekstraraðilum greiða með því að hýsa þá á borgarlandinu, frekar en öfugt. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að það sé hlutverk borgaryfirvalda að veita einkaframtakinu liðsinni. Að gott rekstrarumhverfi í borginni sé hagur allra – yfirvalda, íbúanna og rekstraraðila í borginni. Þessi borgarstjórnarmeirihluti misskilur hins vegar fullkomlega þetta stoðhlutverk. Afgreiðsla einföldustu mála dregst á langinn, kröfur heilbrigðisyfirvalda eru úr öllu samhengi við raunheima og sáralítið samráð er haft við rekstraraðila þegar ráðist er í löngu tímabærar framkvæmdir. Hlutverk borgarinnar er ekki að leggja hindrunarbraut fyrir atvinnurekendur. Það er hollt að skipta reglulega um valdhafa. Við þurfum að gefa þeim frí sem orðnir eru samdauna valdinu og hættir eru að samsvara sig þeim sem lifa og starfa í borginni. Notum nú tækifærið, breytum til og kjósum fólk sem hefur skilning á því hvernig er að eiga lífsviðurværið undir eigin vélarafli. Höfundur er veitingamaður í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Veitingastaðir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Nú er ég veitingamaður að atvinnu, en ekki tuðari. Þó á ég bágt með að blanda mér ekki í umræðuna nú þegar líður að borgarstjórnarkosningum. Ég hef rekið veitingastaði í Reykjavík í fjöldamörg ár, og get staðfest frá fyrstu hendi að rekstrarumhverfið hefur versnað til muna á þeim tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn virðist telja að borgin sé að gera rekstraraðilum greiða með því að hýsa þá á borgarlandinu, frekar en öfugt. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að það sé hlutverk borgaryfirvalda að veita einkaframtakinu liðsinni. Að gott rekstrarumhverfi í borginni sé hagur allra – yfirvalda, íbúanna og rekstraraðila í borginni. Þessi borgarstjórnarmeirihluti misskilur hins vegar fullkomlega þetta stoðhlutverk. Afgreiðsla einföldustu mála dregst á langinn, kröfur heilbrigðisyfirvalda eru úr öllu samhengi við raunheima og sáralítið samráð er haft við rekstraraðila þegar ráðist er í löngu tímabærar framkvæmdir. Hlutverk borgarinnar er ekki að leggja hindrunarbraut fyrir atvinnurekendur. Það er hollt að skipta reglulega um valdhafa. Við þurfum að gefa þeim frí sem orðnir eru samdauna valdinu og hættir eru að samsvara sig þeim sem lifa og starfa í borginni. Notum nú tækifærið, breytum til og kjósum fólk sem hefur skilning á því hvernig er að eiga lífsviðurværið undir eigin vélarafli. Höfundur er veitingamaður í Reykjavík.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar