Lengi býr að fyrstu gerð Hólmfríður Kristjánsdóttir skrifar 5. maí 2022 14:31 Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar 2022 og í tilefni þess langar mig að rita nokkur vel ígrunduð orð í ljósi einkennilegra hugmynda sem fram hafa komið frá ákveðnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem virðist líta svo að leikskólar landsins séu þjónusta við foreldra, nokkurs konar geymsla. Ég sem foreldri og manneskja sem annt er um hag barna er orðin langþreytt á því að ekki sé hlustað. Þreytt á að ekki sé hlustað á raddir foreldra. Þreytt á að ekki sé hlustað á sérfræðinga í þessum málum, fólk og hagsmunasamtök sem raunverulega berjast fyrir betra samfélagi fyrir börnin okkar. Þreytt á að ekki sé hlustað á vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi öruggra geðtengsla fyrstu árin og bein áhrif þeirra á heilaþroska barna. Þreytt á að ekki sé hlustað á leikskólastarfsfólkið okkar. Þreytt á elítu sem ekki virðist hugsa um samfélagið út frá öðru en græðgi og peningum. Umfram allt er ég þreytt á að ekki sé hugsað um hag barnanna okkar. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við erum að eignast börn ef okkur liggur svona mikið á? Hvað með að leyfa börnunum okkar að vera börn? Leyfa þeim að njóta leikskólans og kappkosta frekar við að gera hann að betri stað fremur en að fjölga ungbarnaleikskólum? Bjóða leikskólakennurum landsins mannsæmandi laun og fækka börnum á deildum sem eru flestar yfirfullar og undirmannaðar stóran hluta ársins? Hvað með að tryggja öllum börnum tíma með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs og bjóða foreldrum barna sömuleiðis upp á sveigjanlegra vinnuhlutfall án þess að þurfa að standa á fátæktarmörkum? Bjóða foreldrum meiri tíma með börnunum sínum? Mér finnst það galin staðreynd að meginþorri foreldra fær ekki meiri samveru með börnunum sínum á virkum dögum en erfiðan úlfatíma eftir leikskóla, kvöldmat og háttatíma (úlfatíma sem oft er uppfullur af gráti, öskrum og tilfinningum sem barnið þarf að losa um eftir álagið sem fylgir því að vera 8 klst. á dag á leikskóla - og foreldrið sem þarf jú að elda, hugsa um heimilið og fleira hefur ekki einu sinni tíma eða orku til að vera að fullu til staðar fyrir barnið sitt). Mögulega er barnið sem er uppfullt af streitu eftir daginn (streita hefur áhrif á heilaþroska barna) bara látið horfa á sjónvarpið eða ipadinn sem virðist eiga að vera galdratæki nútímans til að þagga niður í börnunum okkar. Hvaða áhrif ætli það hafi á börnin okkar, allt þetta tímaleysi, þessi hraði? Hvaða áhrif ætli það hafi á sjálfsmyndina þeirra? Að finna að við höfum ekki tíma fyrir þau? Hvaða áhrif ætli það hafi á einstaklinga til frambúðar? Hvaða áhrif ætli það hafi á foreldra? Ekki furða að kulnun sé verulegt vandamál í samfélaginu okkar. Hvernig ætli kulnun foreldra fari með börnin okkar? Svo margar spurningar brenna á mér og ég er ekki hætt. Nei ég ætla að spyrja spurninga - fyrir börnin okkar - því ekki hafa þau neitt um þetta að segja. Hví fá foreldrar ekki fjármagn til að vera lengur með barnið sitt heima, sé það vilji foreldranna fremur en að senda barnið á leikskóla? Foreldrið fengi þá einfaldlega fjármagnið sem það annars myndi hvort sem er kosta borgina/sveitarfélagið að reka pláss barnsins á leikskólanum. Þetta er tillaga sem hefur komið frá fólki sem virkilega er annt um börnin okkar og þekkir vel til - hvers vegna er ekki hlustað? Ef þetta væri fyrirkomulagið, hversu mörg pláss ætli myndu þá losna fyrir börn þeirra foreldra sem kjósa að setja börnin sín á leikskóla fyrir tveggja ára aldur? Hversu mikið myndi það létta á leikskólum landsins? Hversu mikið myndi það létta á heilbrigðiskerfinu (í nútíð og framtíð)? Hversu mikið fjármagn ætli það myndi spara? Lausnirnar eru til og lausnirnar eiga fyrst og fremst að vera með börnin okkar í huga! Ég vona að við hugsum um hag barnanna okkar þegar við göngum til sveitarstjórnarkosninga innan skamms. Tengslamyndun í lífi barna er eitt það mikilvægasta sem samfélagið getur fjárfest í og áhrif þess á allt lífið eru raunverulegri en okkur grunar. Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar 2022 og í tilefni þess langar mig að rita nokkur vel ígrunduð orð í ljósi einkennilegra hugmynda sem fram hafa komið frá ákveðnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem virðist líta svo að leikskólar landsins séu þjónusta við foreldra, nokkurs konar geymsla. Ég sem foreldri og manneskja sem annt er um hag barna er orðin langþreytt á því að ekki sé hlustað. Þreytt á að ekki sé hlustað á raddir foreldra. Þreytt á að ekki sé hlustað á sérfræðinga í þessum málum, fólk og hagsmunasamtök sem raunverulega berjast fyrir betra samfélagi fyrir börnin okkar. Þreytt á að ekki sé hlustað á vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi öruggra geðtengsla fyrstu árin og bein áhrif þeirra á heilaþroska barna. Þreytt á að ekki sé hlustað á leikskólastarfsfólkið okkar. Þreytt á elítu sem ekki virðist hugsa um samfélagið út frá öðru en græðgi og peningum. Umfram allt er ég þreytt á að ekki sé hugsað um hag barnanna okkar. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við erum að eignast börn ef okkur liggur svona mikið á? Hvað með að leyfa börnunum okkar að vera börn? Leyfa þeim að njóta leikskólans og kappkosta frekar við að gera hann að betri stað fremur en að fjölga ungbarnaleikskólum? Bjóða leikskólakennurum landsins mannsæmandi laun og fækka börnum á deildum sem eru flestar yfirfullar og undirmannaðar stóran hluta ársins? Hvað með að tryggja öllum börnum tíma með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs og bjóða foreldrum barna sömuleiðis upp á sveigjanlegra vinnuhlutfall án þess að þurfa að standa á fátæktarmörkum? Bjóða foreldrum meiri tíma með börnunum sínum? Mér finnst það galin staðreynd að meginþorri foreldra fær ekki meiri samveru með börnunum sínum á virkum dögum en erfiðan úlfatíma eftir leikskóla, kvöldmat og háttatíma (úlfatíma sem oft er uppfullur af gráti, öskrum og tilfinningum sem barnið þarf að losa um eftir álagið sem fylgir því að vera 8 klst. á dag á leikskóla - og foreldrið sem þarf jú að elda, hugsa um heimilið og fleira hefur ekki einu sinni tíma eða orku til að vera að fullu til staðar fyrir barnið sitt). Mögulega er barnið sem er uppfullt af streitu eftir daginn (streita hefur áhrif á heilaþroska barna) bara látið horfa á sjónvarpið eða ipadinn sem virðist eiga að vera galdratæki nútímans til að þagga niður í börnunum okkar. Hvaða áhrif ætli það hafi á börnin okkar, allt þetta tímaleysi, þessi hraði? Hvaða áhrif ætli það hafi á sjálfsmyndina þeirra? Að finna að við höfum ekki tíma fyrir þau? Hvaða áhrif ætli það hafi á einstaklinga til frambúðar? Hvaða áhrif ætli það hafi á foreldra? Ekki furða að kulnun sé verulegt vandamál í samfélaginu okkar. Hvernig ætli kulnun foreldra fari með börnin okkar? Svo margar spurningar brenna á mér og ég er ekki hætt. Nei ég ætla að spyrja spurninga - fyrir börnin okkar - því ekki hafa þau neitt um þetta að segja. Hví fá foreldrar ekki fjármagn til að vera lengur með barnið sitt heima, sé það vilji foreldranna fremur en að senda barnið á leikskóla? Foreldrið fengi þá einfaldlega fjármagnið sem það annars myndi hvort sem er kosta borgina/sveitarfélagið að reka pláss barnsins á leikskólanum. Þetta er tillaga sem hefur komið frá fólki sem virkilega er annt um börnin okkar og þekkir vel til - hvers vegna er ekki hlustað? Ef þetta væri fyrirkomulagið, hversu mörg pláss ætli myndu þá losna fyrir börn þeirra foreldra sem kjósa að setja börnin sín á leikskóla fyrir tveggja ára aldur? Hversu mikið myndi það létta á leikskólum landsins? Hversu mikið myndi það létta á heilbrigðiskerfinu (í nútíð og framtíð)? Hversu mikið fjármagn ætli það myndi spara? Lausnirnar eru til og lausnirnar eiga fyrst og fremst að vera með börnin okkar í huga! Ég vona að við hugsum um hag barnanna okkar þegar við göngum til sveitarstjórnarkosninga innan skamms. Tengslamyndun í lífi barna er eitt það mikilvægasta sem samfélagið getur fjárfest í og áhrif þess á allt lífið eru raunverulegri en okkur grunar. Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun