Enn ein hindrun skarðabarna og foreldra Sif Huld Albertsdóttir skrifar 4. maí 2022 14:16 Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda. Svona byrjaði grein mín sem birtist á Vísi fyrir rúmu ári síðan eða 18. mars 2021, og því miður á hún enn við þó svo að reglugerð hafi verið breytt til hins betra þannig að öll börn með þennan fæðingargalla falla undir. Eins og fram kom á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands um helgina, eru Sjúkratryggingar að benda á að foreldrar barna sem eru hjá ákveðnum tannlæknum vegna tannréttingameðferðar barna sinna eigi ekki að greiða það sem komið hefur til vegna endurkröfu Sjúkratrygginga Íslands. Einnig kom grein frá formanni Læknafélags Reykjavíkur, þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjúkratrygginga Íslands um endurkröfu. Ég hef skoðað vel hvernig stendur á því að þetta geti verið, það er að segja af hverju endurkrafa er gerð á tannréttingarsérfræðingana og lesið mér til um samning sem var gerður vegna barnatannlækninga árið 2013, þar sem öll börn eiga að njóta sömu réttinda er varða tannlækningar. Samkvæmt því sem ég kemst næst eru gjaldaliðir í þeim samning ætlaðir fyrir öll börn, sama þó þau séu með gildandi samning vegna fæðingargalla og eiga rétt á 95% niðurgreiðslu á tannréttingum, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013, með síðari breytingum. Það gerir það að verkum að ákveðnir gjaldaliðir sem skarðabörnin okkar þurfa, eru ekki niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands, en oft á tíðum er um mjög sérstakar meðferðir að ræða. Svo virðist sem ekki hafi verið farið eftir þessum samning um leið og hann var gerður árið 2013, því það var ekki fyrr en í lok síðasta árs að ég fékk neitun á því að SÍ myndi borga fyrir okkur myndatöku sem skarðabarn hafði áður farið í á innan við 12 mánaða tímabili. Við, foreldrarnir, þurftum því að greiða fullt verð fyrir nauðsynlega myndatöku skarðabarnsins í það skiptið. Með þessu kerfi er verið að mismuna börnunum okkar. Skarðabörn eru með fæðingargalla sem hægt er að hjálpa til með tannréttingum, en minna með almennum lækningum. Með þessu kerfi eru settar skorður við því hversu oft þau mega fá ákveðna aukahluti í munn og á tennur í hverri meðferð og hversu oft á ári myndatökur mega vera gerðar og hvaða myndatökur falla undir niðurgreiðslu. Ég sé það þannig fyrir mér að með þessu erum við komin á þann stað að fyrir hverja heimsókn til tannlæknis þurfa foreldrar að fara yfir hvað er nauðsynlegt að gera og hvað er mikilvægt að gera og samþykkja að borga þá gjaldaliði sem ekki falla undir þennan samning sem gerður var 2013 milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um rafræn samskipti og aðgerðarskrá. Kostnaðurinn mun nú lenda á foreldrunum, þar sem búið er að setja þak á vissa gjaldaliði og vissir gjaldaliðir ekki inn í samning við tannlækna. Kostnaður vegna nauðsynlegra tannréttinga barna með skarð í vör og tanngarði/góm mun aukast, en líklega minnka kostnað sem Sjúkratyggingar Íslands þurfi að greiða með þessu fáu börnum sem um ræðir með þennan fæðingargalla. Skarðabörn munu því í einhverjum tilfellum ekki fá þá læknisaðstoð sem nauðsynleg er til leiðréttingar á fæðingargalla, vegna kostnaðar og mismunandi fjárhagsstöðu foreldra. Höfundur er móðir drengs með skarð í vör og tanngarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda. Svona byrjaði grein mín sem birtist á Vísi fyrir rúmu ári síðan eða 18. mars 2021, og því miður á hún enn við þó svo að reglugerð hafi verið breytt til hins betra þannig að öll börn með þennan fæðingargalla falla undir. Eins og fram kom á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands um helgina, eru Sjúkratryggingar að benda á að foreldrar barna sem eru hjá ákveðnum tannlæknum vegna tannréttingameðferðar barna sinna eigi ekki að greiða það sem komið hefur til vegna endurkröfu Sjúkratrygginga Íslands. Einnig kom grein frá formanni Læknafélags Reykjavíkur, þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjúkratrygginga Íslands um endurkröfu. Ég hef skoðað vel hvernig stendur á því að þetta geti verið, það er að segja af hverju endurkrafa er gerð á tannréttingarsérfræðingana og lesið mér til um samning sem var gerður vegna barnatannlækninga árið 2013, þar sem öll börn eiga að njóta sömu réttinda er varða tannlækningar. Samkvæmt því sem ég kemst næst eru gjaldaliðir í þeim samning ætlaðir fyrir öll börn, sama þó þau séu með gildandi samning vegna fæðingargalla og eiga rétt á 95% niðurgreiðslu á tannréttingum, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013, með síðari breytingum. Það gerir það að verkum að ákveðnir gjaldaliðir sem skarðabörnin okkar þurfa, eru ekki niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands, en oft á tíðum er um mjög sérstakar meðferðir að ræða. Svo virðist sem ekki hafi verið farið eftir þessum samning um leið og hann var gerður árið 2013, því það var ekki fyrr en í lok síðasta árs að ég fékk neitun á því að SÍ myndi borga fyrir okkur myndatöku sem skarðabarn hafði áður farið í á innan við 12 mánaða tímabili. Við, foreldrarnir, þurftum því að greiða fullt verð fyrir nauðsynlega myndatöku skarðabarnsins í það skiptið. Með þessu kerfi er verið að mismuna börnunum okkar. Skarðabörn eru með fæðingargalla sem hægt er að hjálpa til með tannréttingum, en minna með almennum lækningum. Með þessu kerfi eru settar skorður við því hversu oft þau mega fá ákveðna aukahluti í munn og á tennur í hverri meðferð og hversu oft á ári myndatökur mega vera gerðar og hvaða myndatökur falla undir niðurgreiðslu. Ég sé það þannig fyrir mér að með þessu erum við komin á þann stað að fyrir hverja heimsókn til tannlæknis þurfa foreldrar að fara yfir hvað er nauðsynlegt að gera og hvað er mikilvægt að gera og samþykkja að borga þá gjaldaliði sem ekki falla undir þennan samning sem gerður var 2013 milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um rafræn samskipti og aðgerðarskrá. Kostnaðurinn mun nú lenda á foreldrunum, þar sem búið er að setja þak á vissa gjaldaliði og vissir gjaldaliðir ekki inn í samning við tannlækna. Kostnaður vegna nauðsynlegra tannréttinga barna með skarð í vör og tanngarði/góm mun aukast, en líklega minnka kostnað sem Sjúkratyggingar Íslands þurfi að greiða með þessu fáu börnum sem um ræðir með þennan fæðingargalla. Skarðabörn munu því í einhverjum tilfellum ekki fá þá læknisaðstoð sem nauðsynleg er til leiðréttingar á fæðingargalla, vegna kostnaðar og mismunandi fjárhagsstöðu foreldra. Höfundur er móðir drengs með skarð í vör og tanngarði.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun