Geðheilsa á ekki að vera forréttindi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2022 07:01 Helsta dánarorsök einstaklinga á aldrinum 15-29 ára á Íslandi eru sjálfsvíg og að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári. Birtingarmyndir geðsjúkdóma eru þó margvíslegar og má því þrefalda tölu andláta af völdum geðsjúkdóma í heild, því sjálfsvíg eru aðeins brot af birtingarmynd geðræns vanda. Þrátt fyrir að geðsjúkdómar sé einn stærsti vandi nútímasamfélags og sjálfvígstölur háar víðsvegar um heim, er Dannmörk, nágrannaþjóð okkar sem við berum okkur reglulega saman við lægst þar á lista. Og liggur því ljóst fyrir að við getum gert mun betur og verðum að gera mun betur í geðheilbrigðismálum enda spurning um líf ungra sem eldri einstaklinga í þjóðfélaginu okkar. Valkostir og fórnarkostnaður Þegar fjármagn er af skornum skammti og ákveða þarf hvað skal velja og hverju skal fórna er horft til fórnarkostnaðar. Fórnakostnaður er sá kostnaður sem tapast við að velja ekki ákveðinn valmöguleika. Seinustu ár hefur Íslenska ríkið eytt 11 milljörðum í PCR próf vegna COVID-19. Hversu mörgum mannslífum björguðu þessar 11 milljarðar? Var borið saman hversu mörgum mannslífum þau höfðu bjargað hefði fjármagnið farið til geðheilbrigðismála?Nú liggur fyrir að geðdeild Landspítalans er í ómannúðlegum húsakynnum þar sem aðstæðan er óboðleg ásamt því að plássleysi er ríkjandi. Þrátt fyrir að margoft sé búið að vekja athygli á þessum vanda þótti ekki tilefni til að gera ráð fyrir nýrri geðdeild á nýja Landspítalanum. Vissulega er hægt að sækja sér sálfræðiaðstoð á einkareknum stofum en viðtalstíminn kostar þar á bilinu 17-21.000 og biðtími allt að 3-6 mánuðir. Nýjustu fréttir sýna að heilsugæslurnar hafa ekki undan að sinna tilfellum sem koma inn á borð þar og allt að árs bið eftir sálfræðiaðstoð. Geðheilbrigði á ekki að vera forréttindi byggð á efnahag einstaklings og því mikilvægt að bregðast strax við þessum vanda, koma sálfræðingum inn í alla grunn og framhaldsskóla á landinu ásamt því að fara í róttækar breytingar á heilbrigðiskerfinu þegar kemur að geðheilsu. Geðheilbrigðismál og sérstaklega forvarnir gegn sjálfsvígum standa mér afar nærri. Ég nýti hvert færi sem gefst til að vekja athygli á þessum risastóru málum og berjast fyrir úrbótum, nú síðast með því að taka sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum. Höfundur skipar 8. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Geðheilbrigði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Helsta dánarorsök einstaklinga á aldrinum 15-29 ára á Íslandi eru sjálfsvíg og að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári. Birtingarmyndir geðsjúkdóma eru þó margvíslegar og má því þrefalda tölu andláta af völdum geðsjúkdóma í heild, því sjálfsvíg eru aðeins brot af birtingarmynd geðræns vanda. Þrátt fyrir að geðsjúkdómar sé einn stærsti vandi nútímasamfélags og sjálfvígstölur háar víðsvegar um heim, er Dannmörk, nágrannaþjóð okkar sem við berum okkur reglulega saman við lægst þar á lista. Og liggur því ljóst fyrir að við getum gert mun betur og verðum að gera mun betur í geðheilbrigðismálum enda spurning um líf ungra sem eldri einstaklinga í þjóðfélaginu okkar. Valkostir og fórnarkostnaður Þegar fjármagn er af skornum skammti og ákveða þarf hvað skal velja og hverju skal fórna er horft til fórnarkostnaðar. Fórnakostnaður er sá kostnaður sem tapast við að velja ekki ákveðinn valmöguleika. Seinustu ár hefur Íslenska ríkið eytt 11 milljörðum í PCR próf vegna COVID-19. Hversu mörgum mannslífum björguðu þessar 11 milljarðar? Var borið saman hversu mörgum mannslífum þau höfðu bjargað hefði fjármagnið farið til geðheilbrigðismála?Nú liggur fyrir að geðdeild Landspítalans er í ómannúðlegum húsakynnum þar sem aðstæðan er óboðleg ásamt því að plássleysi er ríkjandi. Þrátt fyrir að margoft sé búið að vekja athygli á þessum vanda þótti ekki tilefni til að gera ráð fyrir nýrri geðdeild á nýja Landspítalanum. Vissulega er hægt að sækja sér sálfræðiaðstoð á einkareknum stofum en viðtalstíminn kostar þar á bilinu 17-21.000 og biðtími allt að 3-6 mánuðir. Nýjustu fréttir sýna að heilsugæslurnar hafa ekki undan að sinna tilfellum sem koma inn á borð þar og allt að árs bið eftir sálfræðiaðstoð. Geðheilbrigði á ekki að vera forréttindi byggð á efnahag einstaklings og því mikilvægt að bregðast strax við þessum vanda, koma sálfræðingum inn í alla grunn og framhaldsskóla á landinu ásamt því að fara í róttækar breytingar á heilbrigðiskerfinu þegar kemur að geðheilsu. Geðheilbrigðismál og sérstaklega forvarnir gegn sjálfsvígum standa mér afar nærri. Ég nýti hvert færi sem gefst til að vekja athygli á þessum risastóru málum og berjast fyrir úrbótum, nú síðast með því að taka sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum. Höfundur skipar 8. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar