Er betra að búa annars staðar en í Reykjavík? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 3. maí 2022 13:31 Nýlega birti Félagsvísindastofnun HÍ niðurstöður úr Þjóðmálakönnun um þjónustu sveitarfélaga í aðdraganda kosninga. Ánægja íbúa er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum. Einungis 42,1% Reykvíkinga eru frekar ánægðir eða mjög ánægðir með þjónustuna sem borgin veitir samanborið við 65,8% íbúa nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur og 62,1% íbúa landsbyggðarinnar. Niðurstöðurnar eru blaut tuska í andlit borgaryfirvalda. En koma þær eitthvað sérstaklega á óvart? Listinn er langur og auðvelt er að benda á atriði eins og viðvarandi lóðaskort, langa biðlista í leikskólum, myglaða skóla vegna skorts á viðhaldi, samgöngur í ólestri, sorphirðu og svo mætti lengi telja. Það bíður betri tíma en hér ætla ég að fjalla um þjónustu sem er mun sértækari og vill oft gleymast með hækkandi sól en það er snjómokstur á götum borgarinnar. Snjómokstur í ólestri Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nýliðinn vetur. Hann var harðari en gengur og gerist. En við búum á Íslandi. Eins og afi minn sagði alltaf „ Á Íslandi er allra veðra von… með korters fyrirvara.“ Þrátt fyrir að Veðurstofan og Almannavarnir gefi út mun nákvæmari spár og viðvaranir en áður þá er eins og borgaryfirvöld séu minna undirbúin til að takast á við áskoranir Vetur konungs. Margar vikur í röð var ekki hægt að moka götur borgarinnar sem olli því að smærri bílar áttu erfitt um vik. Þegar lengra leið á voru göturnar orðnar að eins konar lestarteinum með tilheyrandi skemmdum á bílum vegna hjólfara sem voru allt að 25-30 sentimetra djúp. Þegar klakabrynjuðu göturnar voru loks mokaðar olli það gríðarlegum skemmdum á götum með tilheyrandi kostnaði. Ástandið var svo slæmt að fyrirtæki í borginni tóku sig saman og greiddu fyrir mokstur gatna sem voru á forræði borgarinnar. En hvað klikkaði? Vissulega stjórnum við ekki veðri og færð en fyrirhyggja og skilningur á verkefnum skiptir miklu máli um hvernig til tekst. Borgaryfirvöld fengu sent kvörtunarbréf frá starfsfólki vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem talað var um hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og hreint út sagt virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda. Snjómoksturstæki máttu ekki vera á nagladekkjum vegna stefnu borgarstjórnarmeirihlutans um að draga úr notkun nagladekkja alveg óháð því hvers konar aðstæður við er að glíma. Starfsfólk er því sett í ómögulega stöðu og engan veginn gert kleift að sinna starfi sínu af kostgæfni. Snjómokstur er kannski ekki ofarlega í huga okkar núna þegar grasið er að grænka en punkturinn er þessi. Fyrst ekki er haldið betur á afmörkuðu verkefni eins og snjómokstri, hvernig fer þá með öll stóru verkefnin? Höfundur er framkvæmdastjóri, varaþingmaður og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Aðalsteinn Haukur Sverrisson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birti Félagsvísindastofnun HÍ niðurstöður úr Þjóðmálakönnun um þjónustu sveitarfélaga í aðdraganda kosninga. Ánægja íbúa er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum. Einungis 42,1% Reykvíkinga eru frekar ánægðir eða mjög ánægðir með þjónustuna sem borgin veitir samanborið við 65,8% íbúa nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur og 62,1% íbúa landsbyggðarinnar. Niðurstöðurnar eru blaut tuska í andlit borgaryfirvalda. En koma þær eitthvað sérstaklega á óvart? Listinn er langur og auðvelt er að benda á atriði eins og viðvarandi lóðaskort, langa biðlista í leikskólum, myglaða skóla vegna skorts á viðhaldi, samgöngur í ólestri, sorphirðu og svo mætti lengi telja. Það bíður betri tíma en hér ætla ég að fjalla um þjónustu sem er mun sértækari og vill oft gleymast með hækkandi sól en það er snjómokstur á götum borgarinnar. Snjómokstur í ólestri Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nýliðinn vetur. Hann var harðari en gengur og gerist. En við búum á Íslandi. Eins og afi minn sagði alltaf „ Á Íslandi er allra veðra von… með korters fyrirvara.“ Þrátt fyrir að Veðurstofan og Almannavarnir gefi út mun nákvæmari spár og viðvaranir en áður þá er eins og borgaryfirvöld séu minna undirbúin til að takast á við áskoranir Vetur konungs. Margar vikur í röð var ekki hægt að moka götur borgarinnar sem olli því að smærri bílar áttu erfitt um vik. Þegar lengra leið á voru göturnar orðnar að eins konar lestarteinum með tilheyrandi skemmdum á bílum vegna hjólfara sem voru allt að 25-30 sentimetra djúp. Þegar klakabrynjuðu göturnar voru loks mokaðar olli það gríðarlegum skemmdum á götum með tilheyrandi kostnaði. Ástandið var svo slæmt að fyrirtæki í borginni tóku sig saman og greiddu fyrir mokstur gatna sem voru á forræði borgarinnar. En hvað klikkaði? Vissulega stjórnum við ekki veðri og færð en fyrirhyggja og skilningur á verkefnum skiptir miklu máli um hvernig til tekst. Borgaryfirvöld fengu sent kvörtunarbréf frá starfsfólki vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem talað var um hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og hreint út sagt virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda. Snjómoksturstæki máttu ekki vera á nagladekkjum vegna stefnu borgarstjórnarmeirihlutans um að draga úr notkun nagladekkja alveg óháð því hvers konar aðstæður við er að glíma. Starfsfólk er því sett í ómögulega stöðu og engan veginn gert kleift að sinna starfi sínu af kostgæfni. Snjómokstur er kannski ekki ofarlega í huga okkar núna þegar grasið er að grænka en punkturinn er þessi. Fyrst ekki er haldið betur á afmörkuðu verkefni eins og snjómokstri, hvernig fer þá með öll stóru verkefnin? Höfundur er framkvæmdastjóri, varaþingmaður og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Reykjavík.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun