Gerum rétt í Reykjavík og frelsum menntun barna frá greiðsluseðlunum Líf Magneudóttir skrifar 3. maí 2022 12:31 Öll börn eiga rétt á menntun óháð tekjum foreldra þeirra. Þess vegna er ekki rétt að láta þau borga skólagjöld í leikskólum. Það er heldur ekki rétt að láta þau borga fyrir skólamáltíðir. Við Vinstri græn viljum gera það sem er rétt. Þess vegna höfum við unnið að því í borgarstjórn Reykjavíkur að gera menntun barna gjaldfrjálsa bæði í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Frá árinu 2014 höfum við átt aðild að meirihlutasamstarfi í borgarstjórn þar sem við höfum barist fyrir því að gera menntun barna gjaldfrjálsa. Þrátt fyrir að samstarfsflokkar okkar deili ekki með okkur þessari stefnu hefur okkur engu að síður tekist að sannfæra þau um að stíga nokkur mikilvæg skref í þessa átt. Það er ekki tilviljun að leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu á landinu. Sem dæmi má nefna að leikskólagjöld fyrir eitt barn eru 14.300 krónum lægri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélaginu Garðabæ. Það eru 143 þúsund krónur á ári. Í Reykjavík borga foreldrar margra barna aðeins eitt námsgjald þvert á skólastig (leikskóli og frístund) öfugt við flest önnur sveitarfélög. Eins greiða foreldrar margra barna aðeins skólamáltíðir fyrir tvö börn þvert á skólastig. Allt þetta er tilkomið vegna skýrrar stefnu okkar Vinstri grænna og baráttu. Þessari réttlætisbaráttu okkar er hins vegar ekki lokið. Við viljum ganga lengra og tryggja öllum börnum í Reykjavík gjaldfrjálsa menntun. Til þess þurfum við fleiri borgarfulltrúa og að raddir þeirra ómi í borgarstjórn. Með einn borgarfulltrúa í tólf fulltrúa meirihluta hefur okkur tekist að færast nær markmiði okkar um endurgjaldslausa menntun. Með hverju atkvæði og hverjum borgarfulltrúa sem við bætum við okkur munum við færast nær því markmiði. Gerum það sem er rétt fyrir börn og foreldra þeirra og stuðlum að jafnrétti til náms óháð öllum tekjum reykvískra heimila. Verið með okkur í liði í þessu réttlætismáli og setjum X við V 14. maí. Þá rennur upp sá dagur að öll börn sitja við sama borð. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Öll börn eiga rétt á menntun óháð tekjum foreldra þeirra. Þess vegna er ekki rétt að láta þau borga skólagjöld í leikskólum. Það er heldur ekki rétt að láta þau borga fyrir skólamáltíðir. Við Vinstri græn viljum gera það sem er rétt. Þess vegna höfum við unnið að því í borgarstjórn Reykjavíkur að gera menntun barna gjaldfrjálsa bæði í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Frá árinu 2014 höfum við átt aðild að meirihlutasamstarfi í borgarstjórn þar sem við höfum barist fyrir því að gera menntun barna gjaldfrjálsa. Þrátt fyrir að samstarfsflokkar okkar deili ekki með okkur þessari stefnu hefur okkur engu að síður tekist að sannfæra þau um að stíga nokkur mikilvæg skref í þessa átt. Það er ekki tilviljun að leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu á landinu. Sem dæmi má nefna að leikskólagjöld fyrir eitt barn eru 14.300 krónum lægri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélaginu Garðabæ. Það eru 143 þúsund krónur á ári. Í Reykjavík borga foreldrar margra barna aðeins eitt námsgjald þvert á skólastig (leikskóli og frístund) öfugt við flest önnur sveitarfélög. Eins greiða foreldrar margra barna aðeins skólamáltíðir fyrir tvö börn þvert á skólastig. Allt þetta er tilkomið vegna skýrrar stefnu okkar Vinstri grænna og baráttu. Þessari réttlætisbaráttu okkar er hins vegar ekki lokið. Við viljum ganga lengra og tryggja öllum börnum í Reykjavík gjaldfrjálsa menntun. Til þess þurfum við fleiri borgarfulltrúa og að raddir þeirra ómi í borgarstjórn. Með einn borgarfulltrúa í tólf fulltrúa meirihluta hefur okkur tekist að færast nær markmiði okkar um endurgjaldslausa menntun. Með hverju atkvæði og hverjum borgarfulltrúa sem við bætum við okkur munum við færast nær því markmiði. Gerum það sem er rétt fyrir börn og foreldra þeirra og stuðlum að jafnrétti til náms óháð öllum tekjum reykvískra heimila. Verið með okkur í liði í þessu réttlætismáli og setjum X við V 14. maí. Þá rennur upp sá dagur að öll börn sitja við sama borð. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun