Takk, kæri kennari! Björn Páll Fálki Valsson skrifar 2. maí 2022 10:32 Ég vil byrja á því að þakka þér kærlega fyrir það starf sem þú hefur innt af hendi um leið og þú færð í fangið meira álag á sömu launum. Okkur í M-listanum finnst að þú eigir betra skilið. Skref eitt: Hækkum grunnlaun leikskólakennara um 14%. Skref eitt tæki gildi 1.ágúst 2022. Skref tvö: Aukinn stuðningur við grunnskólakennara. Skref tvö tæki gildi ekki seinna en 1.janúar 2023. Skref þrjú: Koma á hvatakerfi hjá leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem þrettándi mánuðurinn er í boði. Skref þrjú tæki gildi sem fyrst. Fyrsta skrefið er að ráðast á rót vandans sem er að fjölga leikskólakennurum í Hafnarfirði, í dag er innan við 25% menntaðir leikskólakennarar við störf hjá leikskólum Hafnarfjarðar. Lögum samkvæmt eiga þeir að vera 66%, þeim hefur aðeins fækkað á kjörtímabilinu. Leikskólar verða að geta sinnt sínum lögbundnu skyldum enda snýr hlutverk hans að börnum tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Skref tvö er ekki síður mikilvægt, innleiðing skóla án aðgreiningar verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara ef við viljum þjóna hverjum nemanda á hans forsendum.Í dag eru kennarar oft með fjölbreyttan nemendahóp, þar sem hluti hópsins glímir við raskanir af ýmsu tagi og sífellt fleiri börn með annað móðurmál en íslensku, auknar kröfur eru frá foreldrum en áður og aukið vinnuálag tengt ýmsum þáttum skólastarfsins. Sem betur fer gengur þetta oft frábærlega hjá okkar flottu kennurum, nú er bara komið að því að kennarar þurfa mikinn stuðning frá skólastjórnendum og fjölbreyttum fagstéttum sem þurfa að vera til staðar í skólakerfinu. Það er hlutverk þeirra sem gefa kost á sér í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tryggja góðan stuðning við kennara og skólastjórnendur, það ætlum við í Miðflokknum að gera. Skref þrjú. Tilgangur hvatakerfa er að sameina hagsmuni starfsmanna og íbúa með því að umbuna starfsmönnum fyrir að uppfylla væntingar íbúa um árangur í starfi. Aukin ánægja starfsfólks getur einnig skilað sér í færri forföllum með minni starfsmannaveltu þar sem sumir árgangar hafa verið að fá nýjan umsjónarkennara nánast á hverju skólaári.Við erum líka í samkeppni við önnur sveitarfélög um kennara, ég vona að þessi þrjú skref séu í áttina að betra daglegu skólastarfi. Góð leið fyrir þig. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka þér kærlega fyrir það starf sem þú hefur innt af hendi um leið og þú færð í fangið meira álag á sömu launum. Okkur í M-listanum finnst að þú eigir betra skilið. Skref eitt: Hækkum grunnlaun leikskólakennara um 14%. Skref eitt tæki gildi 1.ágúst 2022. Skref tvö: Aukinn stuðningur við grunnskólakennara. Skref tvö tæki gildi ekki seinna en 1.janúar 2023. Skref þrjú: Koma á hvatakerfi hjá leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem þrettándi mánuðurinn er í boði. Skref þrjú tæki gildi sem fyrst. Fyrsta skrefið er að ráðast á rót vandans sem er að fjölga leikskólakennurum í Hafnarfirði, í dag er innan við 25% menntaðir leikskólakennarar við störf hjá leikskólum Hafnarfjarðar. Lögum samkvæmt eiga þeir að vera 66%, þeim hefur aðeins fækkað á kjörtímabilinu. Leikskólar verða að geta sinnt sínum lögbundnu skyldum enda snýr hlutverk hans að börnum tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Skref tvö er ekki síður mikilvægt, innleiðing skóla án aðgreiningar verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara ef við viljum þjóna hverjum nemanda á hans forsendum.Í dag eru kennarar oft með fjölbreyttan nemendahóp, þar sem hluti hópsins glímir við raskanir af ýmsu tagi og sífellt fleiri börn með annað móðurmál en íslensku, auknar kröfur eru frá foreldrum en áður og aukið vinnuálag tengt ýmsum þáttum skólastarfsins. Sem betur fer gengur þetta oft frábærlega hjá okkar flottu kennurum, nú er bara komið að því að kennarar þurfa mikinn stuðning frá skólastjórnendum og fjölbreyttum fagstéttum sem þurfa að vera til staðar í skólakerfinu. Það er hlutverk þeirra sem gefa kost á sér í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tryggja góðan stuðning við kennara og skólastjórnendur, það ætlum við í Miðflokknum að gera. Skref þrjú. Tilgangur hvatakerfa er að sameina hagsmuni starfsmanna og íbúa með því að umbuna starfsmönnum fyrir að uppfylla væntingar íbúa um árangur í starfi. Aukin ánægja starfsfólks getur einnig skilað sér í færri forföllum með minni starfsmannaveltu þar sem sumir árgangar hafa verið að fá nýjan umsjónarkennara nánast á hverju skólaári.Við erum líka í samkeppni við önnur sveitarfélög um kennara, ég vona að þessi þrjú skref séu í áttina að betra daglegu skólastarfi. Góð leið fyrir þig. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar