Takk, kæri kennari! Björn Páll Fálki Valsson skrifar 2. maí 2022 10:32 Ég vil byrja á því að þakka þér kærlega fyrir það starf sem þú hefur innt af hendi um leið og þú færð í fangið meira álag á sömu launum. Okkur í M-listanum finnst að þú eigir betra skilið. Skref eitt: Hækkum grunnlaun leikskólakennara um 14%. Skref eitt tæki gildi 1.ágúst 2022. Skref tvö: Aukinn stuðningur við grunnskólakennara. Skref tvö tæki gildi ekki seinna en 1.janúar 2023. Skref þrjú: Koma á hvatakerfi hjá leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem þrettándi mánuðurinn er í boði. Skref þrjú tæki gildi sem fyrst. Fyrsta skrefið er að ráðast á rót vandans sem er að fjölga leikskólakennurum í Hafnarfirði, í dag er innan við 25% menntaðir leikskólakennarar við störf hjá leikskólum Hafnarfjarðar. Lögum samkvæmt eiga þeir að vera 66%, þeim hefur aðeins fækkað á kjörtímabilinu. Leikskólar verða að geta sinnt sínum lögbundnu skyldum enda snýr hlutverk hans að börnum tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Skref tvö er ekki síður mikilvægt, innleiðing skóla án aðgreiningar verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara ef við viljum þjóna hverjum nemanda á hans forsendum.Í dag eru kennarar oft með fjölbreyttan nemendahóp, þar sem hluti hópsins glímir við raskanir af ýmsu tagi og sífellt fleiri börn með annað móðurmál en íslensku, auknar kröfur eru frá foreldrum en áður og aukið vinnuálag tengt ýmsum þáttum skólastarfsins. Sem betur fer gengur þetta oft frábærlega hjá okkar flottu kennurum, nú er bara komið að því að kennarar þurfa mikinn stuðning frá skólastjórnendum og fjölbreyttum fagstéttum sem þurfa að vera til staðar í skólakerfinu. Það er hlutverk þeirra sem gefa kost á sér í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tryggja góðan stuðning við kennara og skólastjórnendur, það ætlum við í Miðflokknum að gera. Skref þrjú. Tilgangur hvatakerfa er að sameina hagsmuni starfsmanna og íbúa með því að umbuna starfsmönnum fyrir að uppfylla væntingar íbúa um árangur í starfi. Aukin ánægja starfsfólks getur einnig skilað sér í færri forföllum með minni starfsmannaveltu þar sem sumir árgangar hafa verið að fá nýjan umsjónarkennara nánast á hverju skólaári.Við erum líka í samkeppni við önnur sveitarfélög um kennara, ég vona að þessi þrjú skref séu í áttina að betra daglegu skólastarfi. Góð leið fyrir þig. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka þér kærlega fyrir það starf sem þú hefur innt af hendi um leið og þú færð í fangið meira álag á sömu launum. Okkur í M-listanum finnst að þú eigir betra skilið. Skref eitt: Hækkum grunnlaun leikskólakennara um 14%. Skref eitt tæki gildi 1.ágúst 2022. Skref tvö: Aukinn stuðningur við grunnskólakennara. Skref tvö tæki gildi ekki seinna en 1.janúar 2023. Skref þrjú: Koma á hvatakerfi hjá leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem þrettándi mánuðurinn er í boði. Skref þrjú tæki gildi sem fyrst. Fyrsta skrefið er að ráðast á rót vandans sem er að fjölga leikskólakennurum í Hafnarfirði, í dag er innan við 25% menntaðir leikskólakennarar við störf hjá leikskólum Hafnarfjarðar. Lögum samkvæmt eiga þeir að vera 66%, þeim hefur aðeins fækkað á kjörtímabilinu. Leikskólar verða að geta sinnt sínum lögbundnu skyldum enda snýr hlutverk hans að börnum tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Skref tvö er ekki síður mikilvægt, innleiðing skóla án aðgreiningar verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara ef við viljum þjóna hverjum nemanda á hans forsendum.Í dag eru kennarar oft með fjölbreyttan nemendahóp, þar sem hluti hópsins glímir við raskanir af ýmsu tagi og sífellt fleiri börn með annað móðurmál en íslensku, auknar kröfur eru frá foreldrum en áður og aukið vinnuálag tengt ýmsum þáttum skólastarfsins. Sem betur fer gengur þetta oft frábærlega hjá okkar flottu kennurum, nú er bara komið að því að kennarar þurfa mikinn stuðning frá skólastjórnendum og fjölbreyttum fagstéttum sem þurfa að vera til staðar í skólakerfinu. Það er hlutverk þeirra sem gefa kost á sér í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tryggja góðan stuðning við kennara og skólastjórnendur, það ætlum við í Miðflokknum að gera. Skref þrjú. Tilgangur hvatakerfa er að sameina hagsmuni starfsmanna og íbúa með því að umbuna starfsmönnum fyrir að uppfylla væntingar íbúa um árangur í starfi. Aukin ánægja starfsfólks getur einnig skilað sér í færri forföllum með minni starfsmannaveltu þar sem sumir árgangar hafa verið að fá nýjan umsjónarkennara nánast á hverju skólaári.Við erum líka í samkeppni við önnur sveitarfélög um kennara, ég vona að þessi þrjú skref séu í áttina að betra daglegu skólastarfi. Góð leið fyrir þig. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar